Milli mála - 2022, Page 165

Milli mála - 2022, Page 165
MILLI MÁLA 164 Milli mála 14/2/2022 kann þýðandi millimálstextans að hafa hugsað á svipuðum nótum. Íslenski þýðandinn taldi sig eflaust vera að gera markhópnum greiða með því að færa þýðinguna nær viðmiðum hans. Þekkt er að lengi vel voru ljóð þýdd yfir á hið séríslenska fornyrðislag þó að bragarháttur frumtextans væri allt annar eins og dæmið um Paradísarmissi sýnir. Enn er heimfærsla stunduð í einhverjum mæli, t.d. er mælieiningum iðulega breytt sem og staðarnöfnum, auk þess sem þéringum er gjarnan snúið í þúanir. Sú algenga nálgun þýðenda að leitast við að ná fram áhrifajafngildi felur síðan í sér óhjákvæmilega aðlögun að bókmenntakerfi markmálsins eins og áður greinir. Allt getur þetta haft afgerandi áhrif á það hvaða stefnu þýðandinn tekur og sá eða sú sem þýðir úr millimáli þarf að gera sér grein fyrir því um leið og viðkomandi hlýtur að laga þýðinguna úr millimálinu að einhverju leyti að sínum markhóp. Við þessu má á vissan hátt bregðast með því að hafa þýðingar á öðrum millimálum til hliðsjónar, þó að það geti reyndar skapað önnur vandamál í leiðinni. Þegar öll kurl koma til grafar verður seint fram hjá því komist að millimálsþýðing er þýðing á þýðingu. Þar með eru fleiri tungumál komin til sögunnar, vegalengdin frá upprunalega textanum orðin meiri, og hvort sem okkur líkar betur eða verr flytur hvert tungu- mál með sér sinn menningarheim sem hefur margslungin áhrif á þýðingarferlið og það á báðum endum. Þau áhrif geta flækst fyrir enda þarf þýðandi að lifa sig inn í heim sögunnar sem glímt er við.58 Þetta hefur aftur orðið til þess að víða á Norðurlöndum hafa þýðinga- sjóðir neitað að styrkja slíkar útgáfur.59 Ef sú yrði raunin hér færum við á mis við bókmenntaverk frá ótal löndum, m.a.s. Evrópulöndum. Við eigum ekki einu sinni fólk sem er þjálfað í að þýða bókmennta- texta af sumum af fjöltöluðustu málum heimsins, hvað þá hinum. Meðan svo er auðga þýðingar úr millimálum bókmenntir okkar og veita okkur innsýn í marga menningarheima sem ella hefðu legið óbættir hjá garði. Það er heldur ekki sjálfgefið að þær skili ein- kennum upprunalega textans verr en beinar þýðingar og auðvitað geta þær verið og eru oft prýðileg bókmenntaverk sé tekið mið af millimálsþýðingunni sem lá til grundvallar. 58 Lydia Davis, rithöfundur og þýðandi, ræðir þessa innlifun í ritgerðinni „Twenty-One Pleasures of Translating (and a Silver Lining), Essays Two, 11. 59 Alvstad, „Arguing for indirect translations in twenty-first-century Scandinavia“, 150. ÞEGAR ÞÝTT ER ÚR MILLIMÁLI 10.33112/millimala.14.1.7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.