Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 6

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 6
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 20226 Næsta blað SKESSUHORN: Jólablað Skessuhorns er síðasta blað ársins 2022. Fyrsta blað á nýju ári kemur út miðvikudaginn 4. janúar. Starfsfólk verður í fríi til 27. desember. Frá og með miðvikudeginum 28. desem­ ber verður skrifstofa Skessu­ horns opin á virkum dögum. -mm Keyrt á kálf BORGARFJ: Rétt eftir mið­ nætti á þriðjudag í liðinni viku var ökumaður ásamt þremur farþegum að aka á Hálsasveitar vegi þegar hann varð fyrir því óhappi að keyra á kálf í niðamyrkri. Ökumað­ urinn reyndi að stíga á brems­ una og sveigja frá en kálfur­ inn lenti á bílnum sem fór út af veginum. Haft var samband við bóndann en þegar lög­ regla kom á vettvang var búið að aflífa kálfinn. Ökumanni og farþegum var boðið í kaffi hjá bóndanum enda öll í áfalli en ökumaður og farþegar sluppu öll ómeidd. -vaks Ók á barn AKRANES: Um miðjan dag síðastliðinn miðviku­ dag var ekið á tíu ára gamalt barn á Stillholti við gatnamót Kirkjubrautar og Kalmans­ brautar á Akranesi. Ökumaður var að beygja til hægri á Still­ holt þegar í sömu andrá hljóp hópur barna yfir götuna og lenti bifreiðin á einu barninu. Það var flutt á HVE til skoðunar vegna eymsla. Málið er í rannsókn og óskar lög­ reglan eftir að ná tali af öku­ manninum sem var á svörtum bíl og einnig leitar hún að vitnum að atburðinum. -vaks Ók út í skurð HVALFJ.SV: Síðasta föstu­ dagskvöld rétt fyrir miðnætti var hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið út af Akrafjalls­ vegi og hún lent ofan í skurði. Mikil hálka og skafrenningur var á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn voru ökumaður og farþegi í áfalli og fundu til eymsla eftir óhappið. Þeir fóru með sjúkrabifreið á HVE til nánari skoðunar en bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabíl. -vaks Ók inn í hliðina á öðrum bíl SNÆFELLSN: Seinni part síðasta sunnudags varð umferðaróhapp á Snæfellsnes­ vegi á móts við Ystu­Garða þegar ökumaður jeppa ók inn í hliðina á öðrum bíl sömu gerðar. Þrír farþegar meidd­ ust við áreksturinn og voru fluttir á HVE til aðhlynningar en báðir bílarnir skemmdust nokkuð. -vaks Minni vanskil LANDIÐ: Vanskil heimila og fyrirtækja hjá stóru viðskipta­ bönkunum þremur eru nú lægri en fyrir heimsfaraldur­ inn. Þetta kemur fram í tölum Seðlabanka Íslands. Þannig voru 0,7% lána heimila í van­ skilum í september á þessu árið samanborið við 0,9% um áramót og í september í fyrra. Um 2,4% lána fyrir tækja voru í vanskilum í lok september á þessu ári en hlutfallið var 3,4% um áramót og 4,2% í septem­ ber í fyrra. -mm Frítekjumark öryrkja hækkað í 200 þúsund LANDIÐ: Frumvarp Guð­ mundar Inga Guðbrandssonar, félags­ og vinnumarkaðs­ ráðherra, um hækkun frítekju­ marks örorku­ og endurhæf­ ingarlífeyrisþega hefur verið samþykkt á Alþingi. Frítekju­ markið nær tvöfaldast og fer úr tæpum 110.000 kr. á mánuði og upp í 200.000 kr. á mánuði eða 2,4 milljónir króna á ári. Um er að ræða fyrstu hækkun á frítekjumark­ inu frá árinu 2009, eða í tæp 14 ár. Breytingarnar taka gildi strax 1. janúar næstkomandi. „Hækkunin markar vatnaskil. Þetta er auk þess gríðarlega mikilvægur áfangi í að endur­ skoða í heild sinni örorku­ lífeyriskerfið á Íslandi. Því kerfi vil ég og ætla að ná að umbylta,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. -mm Fjárhagsáætlun Akraneskaup­ staðar fyrir árið 2023 og þriggja ára áætlun 2024 til 2026 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness þriðjudaginn 13. desember síðast­ liðinn. Einnig var fjárfestinga­ og framkvæmdaáætlun samþykkt. Rekstrarafkoma Akraneskaup­ staðar á árinu 2022 er áætluð að verði jákvæð um 373,4 m.kr. eða sem nemur 3,77% sem hlutfall af tekjum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að rekstarhagnaður verði 142 m.kr. á árinu 2023. Rekstrarafkoma næstu ára, þ.e. á árunum 2023 til 2026, er áætluð að meðaltali 222 m.kr. Fjárhagsáætlun Akraneskaup­ staðar gerir ráð fyrir umfangs­ miklum fjárfestingum næstu árin og er fyrirhuguð lántaka vegna þess á næstu fjórum árum áætluð 5.680 m.kr. Samhliða því er fyrir­ hugað að greiða niður langtímalán að fjárhæð 1.446 m.kr. og greiðslu lífeyris skuldbindingar að fjárhæð 1.036 m.kr. til árins 2026. Gert er ráð fyrir óbreyttu útsvari á árinu 2023, eða 14,52%. Gjald­ skrár hækka um 7% fyrir utan gjaldskrá leikskóla, heimaþjón­ ustu og heimsendingu matar og sorphirðu og sorpeyðingar sem haldast óbreyttar. Álagningarpró­ sentur fasteignaskatta lækka og verða 0,2306 fyrir íbúðarhúsnæði og 1,3718% fyrir atvinnuhúsnæði. Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verður 1,199% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 0,3034% af fast­ eignamatsverði íbúðarhúsalóða. „Akraneskaupstaður mun viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og sjá til þess að vera vel innan þeirra fjárhagslegu viðmiða sem gerð eru til sveitarfélaga, þ.e. að rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára (saman lögð rekstrarafkoma á þriggja ára tímabili) verði jákvæður sem nemur 1.094 m.kr. í árslok 2023. Fjárhagsáætlunin gerir jafn­ framt ráð fyrir því að rekstrar­ jöfnuður muni nema rúmum 1.098 m.kr. í árslok 2026 þrátt fyrir umtalsverðar fjárfestingar í innviðum bæjarins á þeim tíma og aukningu rekstargjalda s.s. vegna nýs íþróttahúss á Jaðarsbökkum og vegna nýs leikskóla,“ segir í til­ kynningu frá bæjar stjórn. Nánar má lesa um fjárhags­ og fjárfestingaáætlunina á heimasíðu bæjarins; akranes.is mm/ Ljósm. frg. Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.