Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 16

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 16
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202216 Jóladagskrá Garða- og Saurbæjarprestakalls www.akraneskirkja.is Akraneskirkja Aðfangadagur 24. desember Aftansöngur kl. 18 Jólasöngvar á jólanótt kl. 23 Jóladagur 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Nýársdagur 1. janúar Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Hallgrímskirkja í Saurbæ Aðfangadagur 24. desember Aftansöngur kl. 23 Leirárkirkja Jóladagur 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30 Höfði 2. jóladagur 26. desember Guðsþjónusta kl. 12.45 Gamlársdagur 31. desember Guðsþjónusta kl. 11.30 Gleðileg friðarjól Harpa Björk Eiríksdóttir fram­ leiðir Skarpa garn en það er ullar­ garn með rekjanleika. Harpa fer með ull í verksmiðjuna Uppspuna sem staðsett er á Suðurlandi og þar er spunnið úr ullinni frá hverri kind fyrir sig á sérstaka keilu, einungis ull úr einni kind fer á hverja keilu. Harpa býr svo til dokkur úr garninu, sem er annars vegar sokkagarn sem er sambland af togi og þeli og hins vegar fínna garn sem er 80% þel. Hún útbýr svo miða með mynd af kindinni sem ullin er af ásamt upplýsingum um hvaða ár ullin var tekin af, hver sé eigandi kindarinnar og nokkrar staðreyndir um kindina en fyrir Hörpu er hver kind sérstök og segir hún það æðislegt að geta kynnt fólk fyrir kindunum í gegnum garnið. „Í dag á ég fjárhús með vinkonu minni hérna í Nýræktinni í Stykkis­ hólmi og þar erum við með 22 kindur sem eru vel dekraðar,“ segir Harpa sem notar ullina af sínum kindum í Skarpa garnið. Hún notar þó einnig ull frá öðrum sauðfjár­ bændum enda er garnið vinsælt og er þegar í sölu á nokkrum stöðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Tók sinn tíma að læra inn á rokkinn Harpa er ættuð frá Stað í Reyk­ hólahreppi þar sem hún ólst upp til 16 ára aldurs. Í sveitinni var ætíð nóg að gera og svo virðist sem Harpa hafi tekið það með sér sem veganesti út í lífið. „Ég er ein af þessum sem er alltaf með of mörg verkefni í gangi og mig vantar aðeins fleiri klukkustundir í daginn,“ segir Harpa og brosir. Hún var til að mynda alltaf í tveimur til þremur vinnum með skóla en hún útskrif­ aðist sem stúdent frá FÁ í Reykja­ vík. Seinna flutti hún til Bret­ lands þar sem hún fór í háskóla­ nám og útskrifaðist árið 2014 með BS­gráðu í ferðamálastjórnun (e. International Tourism Management). Þá lét hún loks langþráðan draum rætast þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2015 og skráði sig í Búfræði við Landbúnaðar háskóla Íslands. „Það var þar sem ég kynnt­ ist fyrst ullariðninni og það má segja að ég hafi bara fallið kylliflöt fyrir henni. Ég fór sem sagt í áfanga þar sem nemendur fengu að vinna með ull og læra að spinna. Það tók mig alveg dágóðan tíma að ná tökum á því að spinna og ég þurfti að vera þrjósk við rokkinn en svo náði ég tökum á þessari vinnu og þá var ekki aftur snúið. Núna hef ég m.a. sjálf haldið spunanámskeið og leiðbeint öðrum.“ Fyrsta garnið var úr ull af kindinni hans pabba „Það var svo bara í framhaldi af þessari ullarvinnu sem áhugi minn kviknaði á rekjanleika ullar, þ.e. að fólk viti hvaðan ullin sem það notar og kaupir, kemur. Og af því ég tek yfirleitt hlutina alla leið datt mér í hug að fara sjálf að spinna garn með rekjanleika til kindar. Það fyrsta sem ég gerði var að spinna garn úr ull af kindinni hans pabba míns heitins. Ég plataði þá vinkonu mína til þess að prjóna fyrir mig vettlinga úr garninu sem fóru svo í jólapakka til hans, en þetta var árið 2016.“ Harpa segist þó fljótt hafa áttað sig á því að hún hefði sjálf ekki nægan tíma til að spinna úr allri ullinni sjálf og hefur frá 2017 farið með sína ull í Uppspuna sem er lítil verksmiðja sem vinnur garn úr ull. Vinnslan þar er mitt á milli þess að vera handverk og vélavinna en þar eru allar vélar mataðar af starfsfólki sem hefur næmt auga fyrir gæða­ hráefni og grípur inn í ef þess þarf. Frá rúningi til peysu Síðustu misseri hefur Harpa gjarnan verið með líflegar ullarkynningar fyrir hvers kyns hópa þar sem hún fer í gegnum ferlið frá því að kind er rúin og þar til peysa úr hand­ spunnu garni verður til. „Það kemur fólki ávallt skemmtilega á óvart hvað það er tímafrekt að vinna ullina. En það kemur fólki líka oft á óvart þegar ég fer yfir það hvaða eigin­ leika íslenska ullin hefur og hvað það er hægt að leika sér mikið með hana,“ segir Harpa en hún hefur líka prófað að spinna saman ull og æðar­ dún, hundshár, hestahár og fleira. „Fólkið sem situr kynningarnar fær líka að snerta mismunandi unna ull og tekur virkan þátt í kynningunni. Ég fer einnig hratt í gegnum vinnsluferlið við það að súta gærur en ég hef gert töluvert af því líka og það tekur ekki síður langan tíma að fullvinna gærur.“ Áhugasamir geta fylgst með á Facebook síðunni Skarpa – Icelandic local yarn þar sem auglýstar eru kynningar og sett inn áhugavert efni tengt framleiðslunni. Stekkur í öll verk „Þetta ullarstúss er þó allt gert í aukavinnu og er mitt stærsta áhugamál,“ segir Harpa sem er í fullu starfi hjá B. Sturluson ehf. í Stykkis hólmi hvar hún er skrif­ stofustjóri og hefur verið frá 2019. „Ég stekk þó í öll verk sem þarf að gera. Ég er með lyftarapróf og meirapróf svo að stundum er skrif­ stofan bara í flutningabíl á ferðinni. En ég hef líka verið í tímavinnu á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi síðan 2017 sem er mjög gef­ andi. Og auðvitað hef ég drifið ullarstússið mitt með í vinnuna og látið heimilis fólkið prófa rokk­ inn og hvað eina,“ segir Harpa að lokum. gbþ/Ljósm. úr einasafni Ullarstússið er ástríða, áhugamál og aukavinnan Rætt við Hörpu Björk Eiríksdóttur, framleiðanda af Skarpa garn Harpa Björk Eiríksdóttir framleiðir Skarpa garn. Sokkagarnið Heimreið. Kindurnar á Gríshóli. Tryllta Tóta er fremst í flokki. Harpa fer með garnið á hina ýmsu markaði. Hér er mynd frá markaði í Norska húsinu, jólin 2020.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.