Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 18

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 18
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202218 Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin Síðastliðinn laugardag var braut­ skráning frá Fjölbrautaskóla Vestur lands á Akranesi. Alls útskrifuðust 54 nemendur frá skól­ anum af sex námsbrautum. 19 útskriftarnemendur luku burtfarar­ prófi í húsasmíði, einn nemandi lauk bæði burtfararprófi í húsa­ smíði og viðbótarnámi til stúdents­ prófs. Sjö luku burtfararprófi úr rafvirkjun, tveir nemandur luku bæði burtfararprófi í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs. 18 luku burtfararprófi af sjúkraliða­ braut, einn nemandi lauk burtfarar­ prófi úr vélvirkjun og alls átta nem­ endur luku stúdentsprófi. Kristinn Benedikt Gross Hannesson lauk námi í rafvirkjun með glæsilegum árangri á öllum sviðum og tók á móti viðurkenningu frá skólanum. Tónlistarskóli Akraness, Matth­ ías Matthíasson stórsöngvari og Hallgrímur Ólafsson bæjar­ listamaður Akraness fluttu tón­ list við athöfnina og fulltrúi útskriftarnema, Anita Ruebberdt, nýútskrifaður húsasmiður, hélt ræðu. Í ræðu sinni við brautskráninguna talaði Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari m.a. um þrennt sem hver og einn útskriftarnemandi gæti gert til að gera heiminn aðeins betri fyrir okkur öll. Í fyrsta lagi að skoða hugarfarið, í annan stað að leggja lóð á vogarskál jafnréttis og loks að velja sér málefni. „Veljið að minnsta kosti eitt af þessu þrennu, þá gerið þið heiminn betri,“ sagði Steinunn Inga. Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan náms­ árangur og dugnað í námi: Andri Þór Einarsson, viðurkenn­ ing frá Íslandsbanka Árni Salvar Heimisson, viður­ kenning frá Tölvuþjónustunni Bragi Benteinsson, viðurkenning frá FVA Daníel Friðriksson, viðurkenning frá SF smiðum Daníel Ingi Ragnarsson, viður­ kenning frá Sjóvá Einar Jóhannes Ingvason, viður­ kenning frá SF smiðum Elín Björg Jónsdóttir, viðurkenn­ ing frá Soroptimistaklúbbi Akraness Grímur Kristinsson, viðurkenning frá BM Vallá Hilmar Ásu Hansson Jensen, viðurkenning frá FVA Kristinn Benedikt Gross Hannesson, viðurkenning frá Verkalýðsfélagi Akraness og Penn­ anum Eymundsson Tómas Beck, viðurkenning frá Trésmiðjunni Akri. mm/ Ljósm. fva Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Hlýtt á dagskrána. Hallgrímur Ólafsson bæjarlistamaður skemmti við athöfnina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.