Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 22

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 22
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202222 Í dag eru liðnir sex mánuðir frá því að nýtt bæjarráð Akraneskaup­ staðar tók til starfa eftir kosningar og ég sat minn fyrsta bæjarráðsfund sem formaður bæjarráðs. Jafnframt fór fram síðasti bæjarráðsfundur ársins 2022 síðastliðinn föstudag, 16. desember. Af þessu tilefni ákvað ég að setj­ ast niður og koma nokkrum orðum niður á blað en mér eru minnis­ stæð þau orð margra forvera minna sem hafa komið að sveitarstjórnar­ málum víðs vegar um land að árin fjögur myndu líða hratt og að ég ætti ekki að láta mér bregða. Þess vegna fannst mér upplagt að nýta þessa sex mánaða vörðu til þess að segja frá því hvað á daga mína og okkar í bæjarráði hefur drifið. Í vikunni sem leið fór fram seinni umræða um fjárhags­ og fjár­ festingaráætlun Akraneskaupstaðar en í fjárhagsáætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma A­ hluta bæjarsjóðs verði jákvæð um rúmar 252 milljónir króna og að rekstrarafkoma A­ og B­ hluta verði jákvæð um samtals rúmar 142 milljónir króna. Á sama tíma gerir fjárfestinga­ og framkvæmdaáætlun ráð fyrir fjárfestingum upp á rúm­ lega 2,5 milljarða króna sem sýnir glögglega metnað bæjarstjórnar til að halda áfram uppbyggingu mikil­ vægra innviða með það að mark­ miði að Akranes verði áfram í fremstu röð sveitarfélaga í að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúa á öllum aldri. Staðan er hins vegar sú að efna­ hagslíf á Íslandi er í þrengingum. Verðbólga hefur vaxið, vaxtastig er hátt og heimilin í landinu finna sannarlega fyrir verðhækkunum í sínu daglega lífi. Á milli umræðna fór fram góð vinna með starfsfólki á fjármálasviði kaupstaðarins þar sem skoðuð voru sérstaklega áhrif lækkunar á álagningarprósentu á greiðslur úr Jöfnunarsjóði. Eins fór fram mikil greiningarvinna þar sem markmiðið var samanburður á milli sveitarfélaga til þess að átta sig betur á hvernig staðan væri hér miðað við í öðrum sveitarfélögum. Bæjar­ stjórn samþykkti á fundi sínum 13. desember að koma til móts við heimili og fyrirtæki á Akranesi með því að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda, með það að mark­ miði að draga úr áhrifum hækk­ unar fasteignamats á upphæð fast­ eignagjalda. Eftir þá breytingu eru greiðslur íbúa að hækka í takti við verðlag almennt, en ekki í takti við hækkun fasteignaverðs eitt og sér. Þegar fasteignagjöld eru skoðuð kemur Akranes mjög vel út saman­ borið við önnur svæði á suðvestur­ horni landsins og trónir á toppnum með lægstu fasteignagjöldin. Allar gjaldskrár koma til með að hækka um 7% á milli ára en leik­ skólagjöld hækka ekkert á milli ára og sama gildir um gjaldskrá félags­ legrar heimaþjónustu. Þannig hlífum við sérstaklega þeim hópum sem þiggja og greiða fyrir þessa þjónustu og fyrir verðhækkunum sem að öðrum kosti hefðu getað sett strik í heimilisbókhaldið. Þá hækka loks niðurgreiðslur til foreldra barna hjá dagforeldrum. Mánað­ arleg niðurgreiðsla er óbreytt 70 þúsund krónur en til viðbótar bæt­ ast 35 þúsund krónur þegar barn hefur náð þeim aldri sem tekinn er inn á leikskóla ár hvert. Þá minnkar ósamræmið á milli greiðslna for­ eldra barna á leikskólum annars vegar og dagforeldrum hins vegar. Ég vil að við höldum áfram að vinna með þennan málaflokk, við tilheyrum jú barnvænu og þar með fjölskylduvænu samfélagi. Ég vil að við skoðum nánar möguleikann á sérstökum heimgreiðslum og að við gætum þess með öllum hætti að niðurgreiðslan til foreldra barna hjá dagforeldrum sé endurskoðuð árlega með það að markmiði að við endum ekki aftur með stórt bil á milli þess sem við greiðum niður og hvað þjónustan kostar. Talandi um fjölskylduvænt sam­ félag að þá hófst á síðasta kjör­ tímabili vinna við innleiðingu á sér­ stökum frístundastrætó fyrir börn til notkunar á skólatíma til að auð­ velda börnum og ungmennum að komast á íþróttaæfingar og annað frístundastarf eftir að skóla lýkur á daginn. Frístundastrætó hóf að ganga í október og er ennþá verk­ efni í þróun en hann er hugsaður sem viðbót við núverandi innan­ bæjarstrætisvagn og er ætlað að létta á honum á álagstímum. Í október einnig voru fartölvur afhentar nemendum í báðum grunnskólum í 9. og 10. bekk til notkunar við námið. Tölvukaup­ unum er ætlað að stuðla að aukinni tæknivæðingu innan veggja skól­ anna og gera nemendum kleift að nýta tölvur við ákveðin verkefni og í einhverjum tilvikum kynnast notkun þeirra fyrr en ella. Það er erfitt að halda lengra án þess að minnast á húsnæðismálin sem sannarlega hafa verið okkur krefjandi. Áfram höfum við glímt við loftgæðavandamál, afleiðingar bruna og hafa ófá verkefni hausts­ ins verið tengd húsnæðismálunum. Þessi verkefni hafa sannarlega minnt okkur á mikilvægi þess að sinna reglubundnu viðhaldi á okkar eignum og halda vel á spöðunum í framkvæmdum sem framundan eru á húsnæði sem þarfnast lagfæringa. Ef við snúum okkur að fjár­ festinga­ og framkvæmdaáætlun næstu ára þá gerir sú áætlun ráð fyrir fjárfestingum upp á rúm­ lega 2,5 milljarða króna sem sýnir glögglega metnað bæjarstjórnar til að halda áfram uppbyggingu mikil­ vægra innviða með það að mark­ miði að Akranes verði áfram í fremstu röð sveitarfélaga og bjóði upp á góða þjónustu fyrir íbúa á öllum aldri. Stærstu fjárfestingarverkefni næsta árs eru áframhald upp­ byggingar á nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka og stórfelldar endur­ bætur og í raun endurbygging á hluta húsnæðis Grundaskóla. Meðal annarra verkefna sem áætluð eru á næstu árum má nefna endur­ bætur á húsnæði Brekkubæjarskóla, byggingu húsnæðis fyrir áhalda­ hús, dósamóttöku og Búkollu og byggingu á nýjum íbúðakjarna fyrir fatlaða. Þá ætlum við að byggja samfélagsmiðstöð þar sem aðstaða verður fyrir fjölbreytta þjón­ ustu á vegum bæjarfélagsins. Þá má einnig nefna að á næstu árum verður unnið að verulegum fram­ kvæmdum í gatnagerð, en í fjár­ festingaáætlun er gert ráð fyrir að á árinu 2023 verði lagðar nýjar götur fyrir um 600 milljónir króna og þeirri gatnagerð svo haldið áfram af krafti næstu ár þar á eftir. Akranes er sannarlega samfélag í sókn en aldrei hefur jafn miklu fjár­ magni verið veitt til fjárfestinga og framkvæmda og við erum hvergi nærri hætt. Framundan er einnig stórt verk­ efni á nýju ári í umhverfismálum. Við fáum loks að sjá grenndar­ stöðvar í bænum og með breyttri löggjöf mun íbúum gefast kostur á því að flokka sinn úrgang í fjóra flokka við heimilin. Með þessu erum við að gefa öllum íbúum nauðsynleg tól til að leggja sitt af mörkum við að minnka sóun og í leiðinni sitt kolefnisspor. Þá eru sannarlega spennandi verk efni að banka upp á hjá okkur er snúa að atvinnumálum og mik­ ilvægt að við spilum rétt úr þeim og höldum áfram að kynna græna iðngarða sem kost fyrir framtíðar­ uppbyggingu fyrirtækja. Einnig er fyrirhuguð sókn í uppbyggingu atvinnu í samstarfi við þróunar­ félögin á Breið og Grundartanga. Það er í raun efni í heila grein sem væri gaman að setja saman á nýju ári. Á aðeins persónulegri nótum vil ég þakka mínum samferðamönnum í bæjarráði og bæjarfulltrúum öllum í bæjarstjórn ásamt bæjar­ stjóra fyrir gott samstarf á undan­ förnum mánuðum. Við erum einnig rík af mannauði í embættismönnum Akraneskaup­ staðar þar sem öflugt starfsfólk sinnir mikilvægum verkefnum á hverjum degi og sýnir í mörgum tilvikum ótrúlega útsjónarsemi í sínum störfum. Starf bæjarfulltrúa getur sannar­ lega verið krefjandi, mikilvægt er að skoða öll mál frá hinum ýmsu hliðum og samtalið við íbúana þarf að vera virkt. Ég hef átt samtöl við ófáa íbúa sem hafa komið að máli við mig með hin ýmsu mál, hugmyndir og leiðir til þess að gera góðan bæ betri og fyrir það er ég mjög þakk­ lát. Orð eru til alls fyrst, við erum að vinna fyrir íbúa bæjarins og ég hlakka til að gera það áfram! Það eru spennandi tímar framundan á Akranesi og við íbúarnir erum okkar allra bestu talsmenn hvort sem það er inn á við eða út á við. Ég óska bæjarbúum öllum gleði­ legrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Líf Lárusdóttir. Höf. er formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Slökkvilið Grundarfjarðar og Grundarfjarðarbær settu upp skautasvell Í frosthörkunum sem hafa gengið yfir landið hafa vötn og tjarnir lagt svo hægt er að fara á skauta og leika sér. Þá þótti líka tilvalið að útbúa lítið skautasvell við Grunn­ skóla Grundarfjarðar þar sem stutt er að fara til að renna sér á svell­ inu. Slökkvilið Grundarfjarðar fór á dögunum og lét vatn renna yfir lítið notað bílaplan nálægt skól­ anum og eftir nokkrar umferðir af vökvun var komið hið prýðilegasta svell til að renna sér á. Þetta mælt­ ist vel fyrir og ekki leið á löngu þar til glaðir krakkar voru farnir að leika sér á svellinu. tfk Sex mánuðir í starfi formanns bæjarráðs Akranes er sannarlega samfélag í sókn en aldrei hefur jafn miklu fjármagni verið veitt til fjárfestinga og framkvæmda og við erum hvergi nærri hætt Pennagrein Þessir kátu krakkar skemmtu sér prýðilega hvort sem þau voru á skautum eða ekki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.