Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 32

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 32
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202232 Það sætir tíðindum Fréttaannáll 2022 í máli og myndum Mörgum finnst ótrúlegt að komið sé að lokum ársins. Tíminn hefur vissulega flogið hjá í erli hversdagsins, enda sést það glöggt á annál Skessuhorns. Svo margt hefur gerst og ógnir eins og loftslagsvá og stríðsátök eru sannarlega þar á meðal. En einnig atburðir á heimavettvangi hér á Vesturlandi sem Skessuhorn hefur vaktað. Ritstjórnarstefna Skessuhorns er að segja það sem Vestlendingar þurfa og langar að vita. Við vonum lesandi góður að þér finnist hún hafa verið vel útfærð á árinu, alla vega hafa blaðamenn gert sitt allra besta til að upplýsa og segja frá. Ekki síst varpa ótal persónuleg viðtöl ljósi á líf einstaklinga í landshlutanum. Þeir eru á svo margan hátt athyglisverðir, enda er mannlífið fjölbreytt og skemmtilegt og fátt jafn- ast á við það. Við vitnum í skáldið góða sem sagði okkur búa við nyrstu voga og að líf okkar væri eilíft kraftaverk. Lesendur vita nú líklega hver það var en ég læt bara fylgja með að hann var á sínum tíma eitt ástsælasta skáld Íslands og verk hans lifa með okkur í dag. Hér á eftir fer dálítil samantekt af því helsta sem gerðist á Vesturlandi á árinu 2022 og Skessuhorn fjallaði um. Það er þó aðeins fátæklegt brot af því gríðarlega efni sem þar birtist. Kæru lesendur, fyrst og fremst þökkum við ykkur samfylgd- ina og óskum ykkur velfarnaðar á komandi ári. Guðrún Jónsdóttir Kristín kjörin Vestlendingur ársins 2021 Skessuhorn hefur frá upphafi útgáfu gengist fyrir vali á Vest­ lendingi ársins á grundvelli tilnefninga. Í kjöri fyrir árið 2021 voru tugir einstaklinga, en eitt nafn var oftar nefnt en önnur. Það var nafn Kristínar Þórhallsdóttur dýralæknis og kraftlyftingakonu í Borgarfirði, sem náði feiknagóðum árangri á íþróttasviðinu. Hún varð t.d. á árinu Evrópumeist­ ari í klassískum lyftingum og setti Evrópumet í hnébeygju. Þá vann hún til bronsverðlauna á HM í klassískum kraftlyft­ ingum svo nokkuð sé nefnt. Kristín var kjörin kraftlyftinga­ kona og tilnefnd til Íþróttamanns ársins hér á landi, elsta kona sem verið hefur í kjöri frá upphafi. Í byrjun desember fékk Kristín svo silfurverðlaun á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum í Póllandi. Hún er sko hvergi nærri hætt. Fyrsti Vestlendingurinn Fyrsta barn ársins 2022 á Vesturlandi var stúlka sem kom í heiminn á Akra­ nesi klukkan 22:16 sunnu­ dagskvöldið 2. janúar. Hún vó 3.390 grömm og var 51 sentimetri að lengd og fékk nafnið Avróra Mae. For­ eldrar hennar eru Neilalin Mae Angco Gines og Nikita Kozlov, þá skráð í Borgar­ nesi. Fyrir áttu þau 14 mánaða dóttur. Brák afhent minningargjöf um Óskar Þór Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi fékk nálægt áramótum afar rausnarlega gjöf í minningu Óskars Þórs Óskarssonar á Tröðum á Mýrum, en hann hafði látist 31. maí 2021 á sjö­ tugasta aldursári. Sigurbjörg Helgadóttir ekkja Óskars Þórs, dætur þeirra og fjölskyldur færðu sveitinni eina milljón króna að gjöf til styrktar húsbyggingu hennar á Fitjum í Borgarnesi. „Styrkurinn er kærkominn og erum við þeim innilega þakk­ lát,“ sagði Elín Matthildur Kristinsdóttir formaður Brákar í samtali við Skessuhorn. Því má við þetta bæta að Brák hefur fengið fjölmargar gjafir á árinu, enda stendur sveitin í stór­ ræðum, en í vor var flutt inn í nýja björgunarmiðstöð við Fitjar í Borgarnesi. Metár hjá Grundarfjarðarhöfn 2021 Metafli kom að landi í Grundarfirði árið 2021 eða alls um 23.700 tonn miðað við tæp 18.500 tonn árið 2020. Einnig voru komur skemmtiferðaskipa 32 talsins en árið áður hafði ekkert skip komið vegna COVID­19. Alls voru bókaðar 68 komur árið 2021 og féll því rúmur helmingur þeirra út. En Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar sagði menn vera verulega sátta með árið sem hefði gengið afskaplega vel. Nýr hafnarkantur væri kominn í notkun sem gjörbylti aðstöð­ unni, bæði fyrir fiskiskip og skemmtiferðaskip. Ríkið keypti Mið-Fossa Á árinu var gengið frá kaupum ríkisins á Mið­Fossum í Anda­ kíl og aðstaða á jörðinni þannig tryggð Landbúnaðarháskóla Íslands til frambúðar. Skólinn hafði áður leigt aðstöðuna á Mið­Fossum í ein 16 ár og nýtt hana til kennslu í hesta­ fræðum og reiðmennsku. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor skólans sagði þetta gleðilegar fréttir sem skólinn hefði stefnt að allt frá vormánuðum 2019. „Nú opnast ýmis tækifæri fyrir okkur til uppbyggingar,“ sagði hún. „Það hefur verið mikil óvissa hjá okkur frá því jörðin var sett á sölu en samstarfið við fyrrum eigendur hefur ávallt verið mjög gott. Það var alltaf þessi möguleiki að fjársterkir aðilar myndu kaupa jörðina og við myndum missa aðstöðuna,“ segir Ragnheiður í samtali við Skessuhorn. Bílastæði fyrir göngufólk á Hafnarfjall Á fyrstu dögum ársins réðst Vegagerðin í lagfæringar á bíla­ stæði við Hafnarfjall við Borgarnes. Voru þær gerðar að beiðni Ferðafélags Borgarfjarðar sem hafði stikað leiðina sumarið áður og fór þá einnig langt með að hreinsa í burtu ónýtar girðingar. „Þá kom fram sú ábending að bílastæðum við rætur Hafnarfjalls væri ábótavant,“ sagði Gísli Einarsson forseti Ferðafélagsins í samtali við Skessuhorn. Leitað var til Vegagerðarinnar og óskað eftir úrbótum. „Vegagerðin féllst á að öryggi vegfarenda stafaði ógn af ástandi bílastæðisins, meðal annars vegna þess að hægt væri að aka inn á það á fleiri en einum stað. Á fyrstu dögum nýs árs var ráðist í að lag­ færa planið, með tilliti til öryggissjónarmiða, og á það núna að standast allar kröfur,“ sagði Gísli. Síðar á árinu var vígt nýtt upplýsingaskilti við bílastæðið. Sjötíu ára rekstri Brauðgerðar Ólafsvíkur hætt Brauðgerð Ólafsvíkur hætti rekstri á árinu eftir að hafa verið hluti af fyrirtækjaflóru bæjarins í sjö áratugi; sannkallað hand­ verksbakarí, hvort sem átt er við brauð, vínarbrauð, kökur eða annað. Að sögn Jón Þórs Lúðvíkssonar bakara hafði allt rekstrarumhverfi versnað mikið og gert smærri bakaríum erfitt fyrir. Nefndi hann að laun hefðu hækkað og tryggingagjald og alls kyns álögur gert rekstraraðilum erfitt fyrir. Þá hefðu aðföng einnig hækkað verulega samhliða því að verslanir væru orðnar fullar af innfluttum brauðvörum. Jón Þór hafði starfað í 40 ár í fyrirtækinu og eiginkona hans Bjarney Jörgensen m.a. sinnt bókhaldi fyrir fyrirtækið. Það var Lúðvík Þórarinsson faðir Jón Þórs sem stofnaði Brauðgerð Ólafsvíkur árið 1951. Hugmyndasamkeppni um Breiðina á Akranesi Breið þróunarfélag efndi til hugmyndasamkeppni í janúar­ mánuði. Var það gert fyrir hönd Brims hf. og Akraneskaup­ staðar og var um skipulagningu á Breið á Akranesi, um 16 hektara svæði með ýmsa möguleika. Valdís Fjölnis­ dóttir framkvæmdastjóri hjá Breið sagði svæðið vera eitt það fallegasta á Akranesi, þar væri ekki lengur fiskvinnsla, þetta væri einstakt svæði og mikil náttúruperla. Senda átti inn hugmyndir í samkeppn­ inni fyrir lok apríl og þrjár bestu tillögurnar fengju peningaverðlaun. Það reyndist síðan vera Arkþing sem sigraði í samkeppninni og var það tilkynnt í júní. Verndandi arfgerðin ARR fundin í sauðfé Straumhvörf urðu í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki þegar greint var frá því á síðu Ráðgjafarmið­ stöðvar landbúnaðarins (RML) að búið væri að finna hina klassísku verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.