Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 42

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 42
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202242 Fréttaannáll ársins 2022 í máli og myndum Mildi þykir að veður var gott þegar óhappið varð og var skipið þá statt rétt utan við Súgandisey, einungis um 300 metra frá landi. Um fimm tímum eftir óhappið var Baldur kominn að bryggju aftur með aðstoð björgunarbátsins Bjargar úr Rifi sem siglt hafði í Stykkishólm í flýti með fimm manna áhöfn. Arkþing hannar Breið Mánudaginn 27. júní var við hátíðlega athöfn í Hafbjargarhús­ inu á Breið á Akranesi kynnt niðurstaða í veglegri hönnunar­ samkeppni á um ellefu hektara landsvæði á Breiðinni. Það er Breið þróunarfélag sem hélt utan um samkeppnina í umboði Akraneskaupstaðar og Brims hf, sem á meginhluta lands­ ins sem um ræðir. Dómnefnd mat þær 24 tillögur sem alls 50 aðilar sendu inn til keppni, að stærstum hluta alþjóðlegar arkitekta­, hönnunar­ og skipulagsstofur. Fyrstu verðlaun í samkeppninni fékk Arkþing/Nordic í samstarfi við Eflu verk­ fræðistofu og nefndist tillaga þess Lifandi samfélag við sjó. Umferðarkönnun til að meta framtíðarlegu hringvegar Í júlí ákvað Vegagerðin að standa fyrir umferðarkönnun á Hringveginum, sunnan og norðan við Borgarnes og á Snæfells vegi vestan við húsnæði Steypustöðvarinnar. Könnunin var gerð með rafrænu myndavélaeftirliti og var í gangi til ágústloka. Með henni fengust upplýsingar um leiða­ val ökumanna í kringum Borgarnes, og samsetningu umferðar í létt og þung ökutæki. Á það að nýtast við áætlanagerð fyrir hjáleið á Hringveginum við Borgarnes. Vinnuhópur hefur verið að störfum þar sem Vegagerðin ásamt fulltrúum Borgarbyggðar fara yfir framtíðarlegu Hringvegar­ ins fram hjá Borgarnesi og er þetta einn þátturinn í störfum hans. Hjáleið um Borgarnes er á samgönguáætlun fyrir árin 2030­2034 samkvæmt núgildandi samgönguáætlun. Mannbjörg á sjó Björgin, björgunarbátur Lífsbjargar í Rifi, var ræst út með hæsta forgangi upp úr klukkan hálf tíu miðviku­ daginn 6. júlí. Fjölmargir sjónarvottar í landi höfðu þá látið vita um eld um borð í báti um tvær sjómílur norðvestur af Rifi. Einn maður var um borð í bátnum. Komst hann í björgunarbát og þaðan um borð í annan bát; Didda SH. Nokkru síðar kom björgunar skipið Björg, tók við mann­ inum og hlúð var að honum um borð. Beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð. Reynt var að slökkva eldinn úr Björginni, en svo ákveðið að taka bát­ inn í tog og draga nærri landi milli Rifs og Ólafsvíkur, og halda þar áfram slökkvistarfi. Hann reyndist vera ónýtur. Einungis viku síðar sökk plastbáturinn Villi Björn SH­148 á miðjum Breiðafirði. Tveir menn, feðgar, voru um borð og komust þeir báðir heilu og höldnu yfir í nærliggjandi bát. Mótmæltu vindmyllugarði á Brekkukambi Í júlí ritaði stór hópur íbúa og sumarhúsaeigenda í Hval­ firði nafn sitt á lista þar sem skorað var á sveitarstjórn Hval­ fjarðarsveitar og Skipulagsstofnun að hafna því að veita leyfi til að setja upp vindmylluver á toppi Brekkukambs í Hval­ firði. Arnfinnur Jónasson var í hópi mótmælenda og skrifaði hann á FB síðu sína að safnað væri undirskriftum gegn því að Zephyr Iceland, sem er í eigu norska fyrirtækisins Zephyr, reisti vindmyllur sem orðið gætu allt að 250 metrar á hæð á toppi Brekkukambs. Benti hann m.a. á að lífsgæði íbúa myndu skerðast vegna hljóðmengunar og skuggavarps. Voru undir­ skriftarlistarnir afhendir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitnar í lok ágúst. Sveitarstjórn gerði sjálf fjölmargar athugasemdir við matsáætlun Zephyr Iceland. Litrík Þjóðahátíð Sunnudaginn 17. júlí var Þjóðahátíð Vesturlands haldin á veitingastaðnum Nítjándu í Garðavöllum á Akranesi. Með hátíðinni er verið að sýna fjölbreytileika ólíkra þjóða og draga úr kynþáttafordómum með því að kynna fyrir Íslendingum mismunandi menningu með tónlist, mat og dansi. Hátíðin var sem fyrr haldin af Félagi nýrra Íslendinga. Var ágætlega mætt og fín stemning. Festir gerir skipulag í Brákarey Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar 28. júlí kom fram að Fasteignaþróunarfélagið Festir og JVST arkitektar hefðu lýst yfir áhuga á því að leiða vinnu við heildarskipulag í Brákarey í Borgarnesi í samstarfi við sveitarstjórn. Ráðið tók erindinu vel og var áhersla lögð á samráð við íbúa og hagsmuna aðila. Lýst var væntingum til þess að í Brákarey verði blönduð byggð og starfsemi sem myndi laða að sér mannlíf og auka lífsgæði íbúa. Gert var ráð fyrir tveimur samráðsfundum með hagsmuna­ aðilum og íbúum, öðrum í september og hinum í nóvem­ ber og vinnunni átti að ljúka í desember með kynningu fyrir sveitar stjórn. Nú í desember hafði einhver töf orðið á málinu og enginn íbúafundur verið haldinn. Stórtjón á bryggjunni á Reykhólum Miðvikudaginn 27. júlí hrundi stór hluti bryggjunnar á Reyk­ hólum. Legið hafði fyrir um alllangt skeið að hún væri komin á tíma en hún var byggð 1974. Undanfarið hafði verið unnið að undirbúningi endurnýjunar stálþilsins og stækkun bryggj­ unnar um leið. Í því fólst að dýpka og jafna botninn umhverfis hana og virtist hún ekki hafa þolað álagið sem því fylgdi. Um mikið tjón var að ræða. Löndunarkrani Þörungaverksmiðj­ unnar, sem lokaðist inni þegar bryggjan gaf sig, náðist heilu og höldnu degi eftir óhappið. Borgarverk vann í framhaldinu að endurbótum á bryggjunni. Mögulegt hlaup í Hvítá Veðurstofa Íslands benti í ágúst á að vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hefði hækkað jafnt og þétt sökum úrkomu og bráðnunar jökulsins. Mögulegt væri að það hlypi úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Tveimur árum fyrr hafði hlaupið úr lóninu og þrefaldaðist þá vatnið í Hvítá. Veðurstofan taldi mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart mögulegu hlaupi úr Hafrafellslóni, en eftir flóðið aðfararnótt 18. ágúst 2020 mátti sjá að einungis vantaði 30 cm upp á að vatnið næði upp á brúar gólf Hvítárbrúarinnar við Húsafell. Í lok ágúst var hlaup enn yfirvofandi og í byrjun september var lónið barmafullt og svæðið vaktað. Á næstu vikum þar á eftir sljákkaði hins vegar í ánni án þess að hlypi úr lóninu. Ráðherra með vinnustöð á Snæfellsnesi Fimmtudaginn 18. ágúst var Snæfellsbær fyrsta sveitar­ félagið sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla­, iðnaðar­ og nýsköpunamála var við vinnu í á landsbyggð­ inni. Hafði hún sett stefnuna á fjarvinnu á ýmsum stöðum og var Hellissandur fyrstur í röðinni. Var Áslaug Arna þar með vinnuaðstöðu í félagsheimilinu Röst. Að vinnu lok­ inni var farið í heimsóknir og skoðunarferðir um nágrennið og fólk á förnum vegi tekið tali. Við þetta tækifæri var tekin mynd af Áslaugu Örnu á Ástarbrautinni á Hellissandi. Skógarstrandarvegur forsenda samstarfs Í ágúst sendi sveitarstjórn Dala­ byggðar frá sér bókun vegna vegamála. Þar sagði að Skógar­ strandarvegur gegndi lykil­ hlutverki í því að tengja saman Dali og Snæfellsnes, hann væri eini stofnvegur á Vestur landi án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls án bundins slitlags. Ennfremur sagði í bókuninni að Skógar­ strandarvegur með þverun Álftafjarðar væri forsenda fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga við Breiðafjörð og góðri tengingu Snæfellsness, Dala, Vestfjarða og Norðurlands. Guðlaug á lista BBC yfir bestu baðstaði Breska ríkisútvarpið BBC tók í ágúst saman lista yfir bestu almennings sundlaugar eða baðstaði í heim­ inum. Á listanum voru nokkrir íslenskir bað­ staðir; Bláa lónið, Sundhöll Reykjavíkur og laugin Guðlaug sem staðsett er á bökkum Langasands á Akranesi. Guðlaug samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem ekki er eins heit. Laugin var opnuð í desember 2018 og hefur síðan þá verið vel sótt bæði af Íslendingum og erlendum ferðamönnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.