Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 44

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202244 Fréttaannáll ársins 2022 í máli og myndum Verkefnisstjórn Sundabrautar hélt fyrsta fund Nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir við lagningu Sunda­ brautar árið 2026 og að hún verði tekin í notkun árið 2031. Mikil tímamót urðu í byrjun september þegar verkefnis­ stjórn þessara samgöngubóta hélt sinn fyrsta fund og setti hann ákveðinn tón um að Sundabrautin verði að lokum að veruleika. Mikill kraftur í Ferðafélagi Mikill kraftur var í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs á árinu. Í september var t.d. farinn leiðangur á topp Hafnarfjalls til að undirbúa uppsetningu útsýnisskífu. Í leiðangrinum tóku þátt Jakob Hálfdánarson, Jón Víðis Jakobsson, Bragi Hannibals­ son og Jónína H. Pálsdóttir. Verkið gekk vel, hópurinn lagði af stað fyrir birtingu og kom ekki niður fyrr en tekið var að skyggja. Áður hafði Ferðafélagið sett upp upplýsingaskilti við rætur fjallsins, stikað leiðina upp á topp og hreinsað gamlar girðingar meðfram henni. Meðal annarra verkefna ársins var uppsetning veglegra upplýsingaskilta fyrir Vatnaleið, 50 km gönguleið milli Hlíðarvatns á Snæfellsnesi og Hreðavatns í Norðurárdal. Vestanátt kynnti vindorkukosti Í september bauð Vestanátt til þriggja kynningarfunda með íbúum á Vesturlandi vegna fyrirhugaðra vindorkuvera á ýmsum stöðum í landshlutanum. Vestanátt er samstarfs­ verkefni fjögurra vindorkufyrirtækja auk Norðuráls á Grundartanga. Af umræðum á fundunum var ljóst að málið er umdeilt auk þess sem skýrar reglur um staðsetningu slíkra vera vantar frá yfirvöldum áður en lengra verður haldið. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum Innviðaráðherra staðfesti sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í eitt sveitarfélag 4. apríl og í byrjun júlí var óskað eftir því við Örnefnanefnd að hún tæki til umsagnar tillögur að nafni nýs sveitarfélags. Alls höfðu borist 72 til­ lögur sem sveitarstjórn fór yfir og ákvað að óska eftir umsögn nefndarinnar. Taldi hún eftirtalin nöfn helst koma til greina: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkis­ hólmur. Mánudaginn 5. desember var haldinn íbúafundur þar sem greinargerð Örnefnanefndar var kynnt og tillögurnar ræddar. Endanleg niðurstaða lá ekki fyrir við ritun annálsins. Samfelld þrjátíu tíma steypa yfir Þorskafjörð Föstudaginn 16. september var byrjað að steypa gólfið á brúnni yfir Þorskafjörð. Það var steypt í einu lagi og í þessum áfanga var helmingur brúarinnar tekinn fyrir, 130 metrar að lengd. Steypustöð var komið fyrir við Bjarkalund til að lág­ marka flutninga. Mikinn undirbúning þurfti fyrir þetta stóra steypu en verkið gekk án mikilla áfalla og tók um 30 klukku­ tíma. Framkvæmdum við brúna yfir Þorskafjörð miðaði vel í sumar og verður hún fullbúin 260 metrar að lengd. Þá er Borgarverk byrjað á vegagerð um hinn afar umdeilda Teigs­ skóg. Þar með er lokið tveggja áratuga þrætum um veginn. Pétursvirki forðað frá eyðileggingu Í september lauk Unnsteinn Elíasson grjóthleðslumeistari við endurbætur á svonefndu Pétursvirki á jörðinni Englandi í Lundarreykjadal. Mannvirkið var orðið illa farið og hafði laskast enn frekar um sumarið, sennilega vegna jarðskjálfta inni á afréttinum. Pétursvirki er hlaðinn steinstöpull; 2,66 metrar á lengd, 1,8 metrar á breidd og 1,6 metrar á hæð. Virkið er á Hrútaborgum á Englandshálsi og var byggt af Pétri Georg Guðmundssyni árið 1889, en þá var hann aðeins tíu ára gamall og sat yfir ánum á hálsinum. Pétursvirki þykir einstaklega haganlega gert, ekki síst í ljósi þess hversu ungur hleðslu maðurinn var. RÚV réð ekki í stöðuna Í september auglýsti RÚV starf fréttamanns á Vesturlandi og Vestfjörðum laust til umsóknar. Fáar umsóknir bárust og sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV í samtali við Skessuhorn að ákveðið hefði verið að ráða ekki í starfið að sinni. RÚV myndi heldur nýta tækifærið til að endurhugsa landsbyggðarþjónustu RÚV í heild sinni. Þar til ráðið verður í starfið sagði Heiðar að fréttastofan myndi halda áfram að sinna fréttaflutningi af svæðunum með því að senda frétta­ menn úr Efstaleiti í fréttaferðir vestur. Í árslok lá ekki enn endanlega fyrir hvernig RÚV muni sinna þessum svæðum í náinni framtíð. DalaAuður úthlutar Stuðningsverkefnið DalaAuður í Dölum lagðist greinilega vel í íbúa, því samtals bárust 30 umsóknir í frumkvæðissjóð sem var í fyrsta skipti úthlutað úr í ár. Umsóknarfrestur fyrir verk efnið rann út í lok september og var þetta fyrsta árið þar sem opnað var fyrir umsóknir. Verkefnið DalaAuður er hluti Brothættra byggða sem Byggðastofnun hefur unnið að víða í dreifðari byggðum undanfarin ár. Alls bárust 30 umsóknir og 21 verkefni hlutu styrk á úthlutunarhátíðinni sem haldin var að Laugum í Sælingsdal 4. nóvember. Eyja- og Miklaholtshreppur ræðir sameiningu Hreppsnefnd Eyja­ og Miklaholtshrepps sendi í október bréf til allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi um mögulegar sameiningar viðræður. Var það gert á grundvelli skoðana­ könnunar meðal íbúa um sameiningarmál frá því í maí. Þar greiddu 58 íbúar atkvæði um nokkra kosti og voru niður­ stöður afgerandi í þágu þess að allt Snæfellsnes myndi sam­ einast. Þess ber að geta að Kolbeinsstaðahreppur og Skógar­ strönd hafa þegar sameinast Borgarbyggð og Dalabyggð en tilheyra Snæfellsnesi engu að síður. Ekki hefur frést af við­ brögðum viðtakenda við erindinu. Akraneskaupstaður óskar eftir að kaupa land Síðla sumars festi Akraneskaupstaður kaup á jörðinni Akra­ koti í landi Hvalfjarðarsveitar, en lönd sveitarfélaganna liggja saman þar sem mörk voru áður við Innri­Akraneshrepp. Akraneskaupstaður óskaði í framhaldi eftir samkomulagi við Hvalfjarðarsveit um færslu sveitarfélagamarkanna, svo og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hval­ fjarðarsveitar. Niðurstaða Hvalfjarðarsveitar lá ekki fyrir við skrif annálsins. Banaslys í Kirkjufelli Í lok október varð banaslys í fjallinu Kirkjufelli við Grundar­ fjörð. Erlendur ferðamaður um þrítugt lést eftir hátt fall í fjall­ inu. Þrír sjúkraflutningamenn komu fyrstir á staðinn og hlúðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.