Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 50

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 50
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202250 Jólakveðja úr Stykkishólmi Sólskinsbarnið í skammdeginu Jólakveðja úr Eyja- og Miklaholtshreppi Jólin... Kveðjur úr héraði Mamma mín segir að ég sé sól­ skinsbarn, alltaf brosandi og glöð. Enda er ég fædd á björtu júní síð­ degi á Akureyri. Þegar ég var yngri var sumarið alltaf minn tími, þá blómstraði ég en þoldi ekki vet­ urinn og kuldann. En með hækk­ andi aldri og minna kuldaexemi, hef ég tekið veturinn og skamm­ degið í sátt. Það er erfitt að þola ekki lengstu árstíðina á Íslandi svo það er sennilega farsælast að læra að meta hana og finna leiðir til að láta sér líka við skammdegið. Aðventan spilar stóran þátt í því að gera skammdegið á þessum norðurhjara bærilegt og það er sér­ staklega auðvelt að elska aðventuna í Stykkishólmi. Þetta er sjötta aðventan mín í Hólminum og þær eru alltaf jafn dásamlegar. Ég stend mig jafnvel að því í júní að hugsa með tilhlökkun til desem­ bermánaðar. Það er bara eitthvað við jólaskreytingarnar á gömlu húsunum, jólabörnin í áhaldahús­ inu sem mæta með jólatré á leik­ skólalóðina í jólasveinabúningum og kæta og skelfa leikskólabörnin í leiðinni. Það er eitthvað við að fara á tendrun jólatrésins sem íbúar fengu að velja í kosningu, kaupa besta kakó í heimi af kvenfélaginu og þekkja öll börnin sem eru að dansa í kringum jólatréð. Það er eitthvað við að labba í leikskólann í froststillu og sjá útlínur Ljósufjall­ anna þegar sólin er farin að gylla þau sunnan megin. Það er eitthvað við að fara í Norska húsið, fá jóla­ drykk og skoða gamla jólamuni og kaupa íslenskt handverk. Ég veit að þetta er farið að hljóma eins og kynningarbæklingur fyrir Stykkishólm en svona er þetta bara. En svo ég sé sanngjörn held ég að aðventan í Stykkishólmi sé ekkert frábærari en annars staðar, þó að hér sé vissulega fallegt. Það er sam­ félagið og allir sem eru tilbúnir að leggja aðeins extra á sig til að gleðja samborgara sína, unga sem aldna, sem eru aðal töfrarnir við Hólm­ inn. Og almennt held ég að fólk sé gott og til í að gleðja samborgara sína, ekki bara í Stykkishólmi, ekki bara í litlum samfélögum, ekki bara úti á landi, heldur alls staðar. Það er bara aðeins auðveldara og sést betur í litlu samfélögunum. Verum þakklát fyrir það sem aðrir gera til að gleðja okkur í skammdeginu, reynum að slaka á og njóta þess smáa og bíðum eftir að sólin komi aftur, því hún gerir það alltaf! Jólakveðja úr Hólminum Nanna Guðmundsdóttir Hvað eru jólin? Samkvæmt kristinni trú erum við að fagna fæðingu Jesú, einnig fögnum við því að sólin er að hækka á lofti og daginn fer að lengja. Hefðirnar í kringum jólin eru margar og mis­ munandi. Þegar ég var lítil var það smákökubakstur í aðdraganda jóla, jólahreingerning, jólabaðið, sjóða hangikjötið og skreyta jóla­ tréð á Þorláksmessu. Aðfangadagur var undirlagður af því að undirbúa kvöldið, pakka síðustu pökkunum og raða undir jólatréð. Aðfanga­ dagskvöld var heilagasta stundin þegar maður var að mjólka kýrnar í fjósinu og jólamessan ómaði um fjósið, kýrnar sveifluðu halanum í takt við sálmana og öll dýrin voru með þessa hátíðarró yfir sér, það var óneitanlega annar andi í húsunum á aðfangadagskvöld. Ég hef aldrei farið í jólamessu á aðfangadag en þessi stund í útihúsunum er held ég ekki síður hátíðleg og er í raun fyrir mér hin einu og sönnu jól. Þau voru skrítin jólin sem ég átti með fjölskyldu sem ég dvaldi hjá í Englandi árið 1990. Englendingar eru ekki alveg eins uppteknir af undirbúningi jólanna og við. Ekk­ ert hangikjöt, reyndar gerði konan á heimilinu jólabúðing sem tók langan tíma að nostra við, þó nokkru fyrir jól fór hún að hella „brandy“ yfir kökuna reglulega og svo á jóladag var hún „flamberuð“ áður en hún var snædd á jóladag. Til að við vinkonurnar (frá Íslandi) færum ekki á mis við jólalyktina, létum við senda okkur hangikjöt og fengum leyfi til að elda það í kjallara fjölskyldu vinkonu minnar, í húsi frá Viktoríutímanum. Engir pakkar voru opnaðir á aðfangadags­ kvöld, heldur á jóladagsmorgun í náttfötunum. Engu að síður komu nú jól þó þau væru öðruvísi. Fjöl­ skyldan átti samverustundir þessa daga, en eftir jóladag voru jólin eiginlega búin, engar yfirdrifnar skreytingar, hvorki inni né úti sem þurfti að taka niður. Önnur öðru­ vísi jól átti ég 2008, ekki var nú fjármálahrunið að einkenna það, heldur var það tvíburastelpunum okkar sem lá eitthvað ósköp á að koma í heiminn. Var ég flutt með hraði í sjúkrabíl á Landspítalann á aðfangadag og eyddi kvöldinu með stopplyf í æð, hlustaði á útvarps­ messuna í Dómkirkjunni hjá Hjálmari Jónssyni sem hafði gift okkur Þröst þá mánuði áður. Þarna komu nú jólin engu að síður þó öðruvísi væru. Jólin þau koma sama hvað og skiptir ekki máli hvernig aðstæður eru, þau geta verið allavega, þetta er bara spurning um að leyfa jólaand­ anum að koma yfir okkur, hver sem hann svo er getur verið mismun­ andi milli okkar allra. Gleðileg jól! Laufey Bjarnadóttir Stakkhamri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.