Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 52

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 52
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202252 Bið endalaus bið sem bara styttist ei neitt nú er hver dagur svo lengi að líða mér leiðist skelfing að þurfa að bíða... Þegar ég var lítil þá var uppáhalds jólalagið mitt „Ég hlakka svo til.“ Þar er sungið um hina endalausu bið eftir jólunum sem styttist ekki neitt og hver dagur svo lengi að líða. Þar er líka rifjað upp hve tím­ inn líður skelfing hratt á sumrin, fuglarnir og sólin fljúga hjá í snatri. Þetta var uppáhalds jólalagið mitt því þetta lýsti svo vel hvernig mér leið og hversu erfið biðin var eftir jólunum. Jólin eru hátíð barnanna. Það er dásamlegt að fá að upplifa jól æskunnar aftur í gegnum sín eigin börn. Aðventunni fylgir mikill spenningur samhliða niðurtaln­ ingu til jólanna. Spenningnum getur líka fylgt stress og kvíði líkt og hjá okkur fullorðnu, og kannski einmitt vegna stress og kvíða okkar fullorðnu. Síðustu ár höfum við fjölskyldan því lagt mikla áherslu á að hægja á, sérstaklega í desem­ ber, minnug þess hve erfið biðin eftir jólunum er fyrir börnin. Þetta gerum við, meðal annars, með því að kaupa jólagjafir snemma. Mark­ miðið er að vera búin að kaupa allar jólagjafir í nóvember. Það tekst yfir­ leitt ekki en það koma jól eftir þessi jól. Við gefum þó ekki margar gjafir því að við höfum fengið vini og ætt­ ingja með okkur í lið og gefum nú mörgum samverustundir í staðinn fyrir gjafir undir tréð. Dætur okkar muna til dæmis ekki eftir öðru en að jólagjöfin frá frændsystkinum sínum sé ferð á tónleika, í leikhús eða önnur samvera. Við trúum því heilshugar að slíkar samverustundir gefi þeim meira en gjafir undir tréð. Desembermánuður er svo not­ aður til að njóta aðventunnar saman í sem mestum rólegheitum. Helst myndi ég vilja setja upp allt jólaskrautið fyrsta sunnudag í aðventu, jólatréð meðtalið. En maðurinn minn og önnur dóttir mín eru desemberbörn. Þau vilja fá að eiga afmæli áður en jólin eru sett upp og auðvitað er það virt. Það hefur því myndast ákveðin hefð fyrir því að setja jólatréð upp að kvöldi 11. desember en þá á seinna desemberbarnið afmæli. Það sama kvöld er líka skórinn settur út í glugga þannig að okkur finnst þetta passa mjög vel. Önnur fjölskyldu­ hefð er að gefa fjölskyldugjöf sem er opnuð á milli jóla og nýárs. Við veljum að kalla þetta fjölskyldugjöf frekar en möndlugjöf því þetta er sameign fjölskyldunnar, ekki eign eins fjölskyldumeðlims og ekki opnuð á aðfangadag. Fjölskyldu­ gjöfin er alltaf nýtt spil sem er yfir­ leitt mikið notað yfir hátíðirnar. Ég óska ykkur gleðilegra hæg­ lætis jóla og farsældar á nýju ári. Ingibjörg Þóranna Steinudóttir Dalabyggð Jólakveðja úr Dalabyggð Ég hlakka svo til Jólakveðja úr Snæfellsbæ Æskujól Kveðjur úr héraði Mig langar að setja hér ljóð á blað um lífið á jólum og segja það sem kemur í hugann er kveiki á kerti sem varpar birtu frá. Ennþá geymast þær inni í mér æskumyndir frá desember. Í huga mínum er húsið breytt, held það sé orðið jólaskreytt. Pappír á borðum og pukrað er með pakka sem höfum aldrei séð. Við liggjum á gægjum og laumumst að sjá hvar lætur hún mamma böggla þrjá. Svo þarf að klæða sig, kjóllinn er blár, ég kvarta því flókið er mitt hár. Skórnir meiða og skera minn hæl, þau skeyt´ekki um mitt háa væl. Mamma og pabbi meta það svo að mig skuli greiða, snyrta og þvo. Svo skulum borða sauðina er sótuðu lengi við taðköggla. Rauðar beður og roðið kál, ég rétti mig eftir sósuskál með uppstúf ljósum og allt um sinn ég ætla að færa á diskinn minn. En væntingar mínar vörðu svo skammt, að velta um hlutum mér var tamt. Ég fálmaði, reyndi að fall´ekki um koll fallega könnu, ég skynjaði hroll. Því ölið jóla nú allt um flaut og allur matur í kominn graut. Fjölskyldan horfði á fitu og öl fljóta um dúkinn, þetta var böl! Stjörf ég vildi ei standa þar en stökkva í faðminn eilífðar. Er gat ég mig hrært ég geystist á brott en gat það nú verið, ég steig á skott! Því kötturinn hafði kjötið í komist og var að mjaka því að bælinu sínu en bitinn var stór og borðið í kringum var reiður kór. Á rófu kattarins rann ég skeið og rak mig í jólatréð um leið. Það féll á kerti sem fangaði grein og funi sá var ein stjarna nein en logandi víti er lagðist á allt er leyfði að væri eldinum falt. En ég kunni ráðið sem kenndi ég skjótt og koppinn ömmu nú sótti fljótt. Svo lét ég vaða á logana heita, lyktin var mikil, þetta var keita. En lukkan var ekki að leika mig við og létt var það ekki svo næturgagnið. Afa, sem reyndi eldinn að kæfa, endilega fékk gusan að hæfa. Þá mamma og pabbi mættu á bálið og munduðu fötu og það var sko málið. Með skúringavatni og skrúbbinn að veði var skaðræðisvaldurinn lagður að beði. Og allt var svo hljótt og ósköpin mörg, ég ætlaði væru þau dálítið örg. Þá brosti hann afi, þá brosti hún amma, þá breyttust þau líka pabbi og mamma. Mig tóku í fang sér og töluðu lengi, töluðu um að ég pakkana fengi. Þerruðu andlit mitt, þurrkuðu tárin sem þýtt hefur allt fyrir mig gegnum árin. Nú fer ég í bæinn og fylli á tæki og fokdýrar rafhlöður í verslun sæki. Skynjarar allir skulu nú hljóma ef skyndilega fer tréð að ljóma. Þá sest ég við borðið og sauðinn minn snæði og sötra svo ölið í ró og næði. Ólína Gunnlaugsdóttir á Ökrum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.