Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 56

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 56
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202256 Fyrir um fimmtán árum fluttu hjónin Sigríður Margrét Guð­ mundsdóttir (Sirrý) og Kjartan Ragnarsson í Borgarnes. Þau stóðu traustum fótum í leiklistar­ og bókmenntalífi landsins og sáu viðskiptatækifæri í að stofna menningar miðstöð í bænum. Þar vildu þau vinna með landnámið og sagnalistina og hófu rekstur Land­ námsseturs Íslands vorið 2006. Samfélag býr til ævintýri Í dag leggja árlega um 100 þús­ und manns leið sína niður í gamla miðbæ Borgarness til að heim­ sækja Landnámssetrið. Þetta hefur skapað dýrmæt störf og haft ótvíræð margfeldisáhrif í hagrænum skiln­ ingi. En koma Sirrýjar og Kjart­ ans til bæjarins bar einnig með sér sterka menningarstrauma. Þau hafa staðið að ótal viðburðum á sviði sagnamenningar og voru upphafs­ fólk Brákarhátíðar í Borgarnesi svo nokkuð sé nefnt. Eitt sérstakasta verkefni þeirra var þó leikverkið Hinn guðdómlegi gleðileikur um fæðingu Jesú Kristí, sem settur var á svið á árunum 2008 til 2013. Þetta var samfélagsverkefni og heitið vísar í ítalska söguljóðið Hinn guð­ dómlega gleðileik eftir Dante, eina helstu perlu ítalskra bókmennta. Jólasagan í alþýðustíl Breið þátttaka samfélagsins var forsenda fyrir tilurð þessa verks. Textinn var allur í bundnu máli og var saminn af Kjartani og Unni Halldórsdóttur; góðum hagyrðingi sem þá rak Shellstöðina í bænum. Leikmyndina gerði Ragnar sonur Kjartans, einn þekktasti listamaður Íslands í dag. Að sögn Sirrýjar fengu þeir feðgar þessa hugmynd eitt kvöld í október þegar hrunið var nýskollið á og það var einhver doði og drungi yfir öllu ­ það vant­ aði gleðina. Blysför og sálmasöngur Framkvæmdin lýsti upp skamm­ degið. Á aðventunni árið 2013 sagði Skessuhorn svo frá: „Sunnu­ daginn 27. desember, á þriðja dag jóla, verður jólasagan í alþýðustíl leikin í Hjálmakletti, hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar. Ævin­ týrið hefst með athöfn í kirkjunni kl. 18 en þaðan verður gengin blys­ för að Menntaskólanum þar sem sýningin hefst um kl. 19. Á leiðinni verður staðnæmst við Tónlistar­ skólann þar sem Theodóra Þor­ steinsdóttir, Olgeir Ragnarsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir syngja „Ó, helga nótt.“ Vitringarnir voru skólastjórnendur Mikill fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í sýningunum öllum og leikarar komu úr röðum íbúa. Vitringana þrjá léku yfirmenn skólastofnana í héraðinu og árið 2013 voru það skólastjórar leikskólans Uglukletts, Grunnskólans í Borgarnesi og Menntaskóla Borgarfjarðar (MB). Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri lék sendiboða og lögreglustjór­ inn Theodór Kr. Þórðarson lék Ágústínus keisara. Þrír kórar önn­ uðust sönginn: Barnakór Borgar­ ness, Freyjukórinn og Samkór Mýramanna. Leikstjóri var Eiríkur Jónsson. Hátíð á þriðja degi jóla Helgileikurinn var alltaf fluttur á þriðja degi jóla. Fyrsta upp­ færslan var árið 2008 og sú næsta árið eftir. Þá sungu fjórir ten­ órar jólasálm á svölum Tónlistar­ skólans, þeir Snorri Hjálmarsson, Höskuldur Kolbeinsson, Olgeir Helgi Ragnarsson og Kristján Magnússon. Vitringarnir þrír voru þá leiknir af rektorum háskólanna tveggja á Bifröst og Hvanneyri, Ágústi Einarssyni og Ágústi Sig­ urðssyni auk skólameistara MB, Ársæls Guðmundssonar. Gísli Einarsson fjölmiðlamaður lék hinn illa Heródes og Theodór Þórðar­ son yfirlögregluþjónn lék sem fyrr Ágústínus keisara. Í sýningar­ lok sungu gestir og leikarar saman jólasálminn eina og sanna, Heims um ból. Þetta ár var ákveðið að hafa uppfærslurnar á tveggja ára fresti og var verkið næst sett á svið árið 2011. Síðasta sýningin var svo árið 2013. Uppfærslurnar urðu því fjórar í allt. Við skrif þessarar samantektar kannaði Skessuhornið hvað hefði orðið um leikmyndina og fékk þær Gleðina vantaði og úr því var bætt Þegar íbúar Borgarness sögðu sjálfum sér jólasögu Sigurður Hannes Sigurðsson og Íris Ragnarsdóttir Pedersen í hlutverkum sínum sem Jósef og María árið 2013. María er að sjálfsögðu kasólétt, en Helga Halldórsdóttir harðneitar parinu um pláss á gistihúsinu því allt er fullt. Helga rak þá gistihúsið Egils Guesthouse í Borgarnesi. Asninn frægi fær að vera með á myndinni. Ljósm. gj. Vitringarnir þrír árið 2011. Frá vinstri: Bryndís Hlöðversdóttir rektor á Bifröst, Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og Ágúst Sigurðsson rektor á Hvanneyri. Barnakór Borgarness í forgrunni árið 2011 ásamt Gabríel erkiengli sem leikinn var af Önnu Guðmundsdóttur prestfrú á Borg. Í bakgrunni sjást m.a. rektorar og skólameistari sem vitringarnir þrír. Þrír kórar sáu um sönginn í þessari uppfærslu: Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur, Freyjukórinn undir stjórn Zsuzsönnu Budai og Samkór Mýramanna undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur. Leikmynd Ragnars bar með sér guðdómlegan ævintýrablæ. Kjartan Ragnarsson hugmyndasmiður og annar handritshöfunda. Ljósm. smg. Ragnar Kjartansson leikmyndahönnuður að störfum. Ljósm. smg. Hér má sjá að ljósamenn höfðu gaman af verkefninu. Frá vinstri: Eiríkur Þór Theodórsson og Davíð Andri Bragason. Ljósm. smg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.