Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 58

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 58
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202258 Dag einn í janúar árið 1920 lagði ungur maður upp í ferð frá Hellnum á Snæfellsnesi vestur á Hellissand þar sem hann hugðist heimsækja sitt nánasta fólk og kom­ ast síðan í skip til Reykjavíkur. Þetta var Jóhannes Helgason frá Gíslabæ, mikill mannkostamaður. Hann lagði þarna grunlaus af stað í sína hinstu ferð. Skessuhorn rifjar upp hvað gerðist þennan örlagaríka dag. Mikill listamaður Jóhannes Helgason var fæddur 3. júní 1887, yngstur sextán barna Helga Árnasonar og Kristínar Grímsdóttur sem bjuggu á Gíslabæ á Hellnum. Honum hafði árið 1914 boðist að hefja nám í tréskurði hjá Stefáni Eiríkssyni í Reykjavík og hafði lokið því árið 1917 auk þess að leggja stund á þýskunám um nokkurt skeið. Sveinsstykki Jóhann­ esar voru fagurlega útskorin bókar­ spjöld sem hann hlaut mikið lof fyrir. Á þessum tíma var fyrirkomulagið þannig að meistari útskurðarnema lagði þeim til hráefni í sveinsstykkin, en fékk þau svo til eignar að útskrift lokinni. Svo var einnig í þetta sinn. En bókar spjöld Jóhannesar voru svo listilega gerð að Stefán gaf þau síðar til Þjóðminjasafnsins. Í blaðinu Ísa­ fold birtist svofelld klausa 4. ágúst 1917: „Nýlega hefir Stefán hinn hagi Eiríksson útskrifað einn nemanda sinn í útskurði Jóhannes Helgason að nafni, frá Gíslabæ undir Jökli. Var honum dæmd ágætiseinkunn. Á því furðar ekki þá, sem séð hafa sveins­ smíði þessa manns. Hefir hann skorið út bókar forsíðu, og falið í henni hugmyndina um Fjallkon­ una og landvætti Íslands. Er þetta gert af mesta hagleik og nákvæmni. Þessi sveinssmíði verður til sýnis í bókverzlunar glugga Ísafoldar næstu daga.“ Styrkur frá Alþingi Jóhannes þótti einstaklega hæfileika­ ríkur nemandi og var veittur sér­ stakur styrkur frá Alþingi til að fara utan til frekara náms. Fyrri heims­ styrjöldin kom þó í veg fyrir utan­ för að sinni svo hann fór í millitíð­ inni aftur heim til foreldra sinna að Hellnum. Þar vann hann að list sinni um nokkurra ára skeið. Nokkru eftir styrjaldarlok sá hann svo loks fram á að geta gert draum sinn að veruleika og orðið fullnuma í list sinni. Hann stefndi á að fara til Sviss og líkast til hefur það verið að ráðum kennara hans, Stefáns Eiríkssonar. Ramminn um altaristöfluna Meðal þess sem Jóhannes fékkst við á þessum árum heima á Hellnum var mikill kostagripur sem hér skal sérstaklega getið. Fjölskylda hans hafði ákveðið að minnast hálf­ rar aldrar brúðkaupsafmælis for­ eldra hans með því fá hann til að gera útskorinn ramma utan um altaris töfluna í Hellnakirkju. Efni­ viður rammans var mahóní og vann Jóhannes að smíðinni allan síðari hluta ársins 1919. Afhendingin fór síðan fram á nýársdag árið 1920. Á sporöskjulöguðum gullskildi var áletrað: „Gefin Guði til dýrðar í minningu um 50 ára sambúð hjón­ anna Helga Árnasonar og Kristínar Grímsdóttur. Frá börnum þeirra.“ Fáa grunaði að þegar þetta var ætti Jóhannes einungis þrjár vikur eftir ólifaðar. Sóknarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu í Morgunblaðið 10. apríl 1921 þar sem hún þakkar gjöfina og segir m.a: „...Um leið og vér skýrum frá þessu tjáum vér fyrir hönd safnaðarins gefendunum hinar alúðarfyllstu þakkir, og erum þess fullvissir, að snildarverk þetta verður um ókomnar aldir ógleymanlegur minnisvarði um rausn þeirra og guðsótta, en jafnframt talandi vottur um smekkvísi, hagleik og fegurðar­ tilfinningu höfundarins.“ Feigðarför Næstu vikur lagði Jóhannes nótt við dag við að smíða fagurlega útskor­ inn kistil. Hann lagði svo af stað gangandi frá Hellnum með kistilinn í poka að morgni 20. janúar. Fram­ tíðin virtist björt, hann var 32ja ára gamall og hafði um jólin trúlofast ungri stúlku, Kristínu Hjartardóttur frá Lindarbrekku á Hellnum (1902­ 1989). Ekki er alveg vitað hvort kistillinn átti að vera handa þessari unnustu hans sem þá bjó á Hellis­ sandi eða Kristínu systur hans sem átti afmæli 21. janúar. Þær áttu báðar upphafsstafina KH sem hann hafði skorið út í lok kistilsins. Með Jóhannesi í för var unglings­ piltur; væntanlegur mágur hans, Friðjón Hjartarson. Frá Hellissandi hugðist Jóhannes fara með skipi til Reykjavíkur og þaðan til Sviss. Í Drottins nafni Jóhannes lagði nánast ósofinn upp í ferð sína því vinnuálag hafði verið mikið dagana á undan. Einnig má hafa í huga að hann hafði fengið lungna­ bólgu á námsárunum í Reykjavík og þótt honum hefði verið hjúkrað til bata var fólk oft lengi að ná sér eftir slík veikindi á þessum tíma og margir náðu sér aldrei alveg. En Jóhannes var glaðbeittur í upphafi ferðar og stóð fast við að fara þrátt fyrir að vera illa sofinn. En þegar fór að síga á seinni hluta leiðarinnar fór að draga af honum og gangan varð sífellt erfiðari. Svo fór að þegar þeir nálg­ uðust Hellissand var hann við að örmagnast. Svo segir um þetta í minningum Valdimars Kristófers­ sonar frá Skjaldartröð (1944­2011): „Áður en leiðin var hálfnuð borðuðu þeir nesti sitt. Mun Jóhannes litlu síðar hafa farið að finna fyrir þreytu, ekki síst af vöku og vinnu síðustu daga. Sagði við piltinn er þeir stóðu upp: „Við höldum áfram í Drottins nafni. Og höldum stystu leið í áfangastað.“ Syrtir til Þegar þeir komu til móts við bæinn Saxhól austan Beruvíkur var farið að syrta í lofti og mun þá þegar hafa verið skollið á aftakaveður í Einarslóni. Þarna var um tveggja tíma gangur eftir að Hellissandi, en þeir sáu ljós á Saxhóli sem var nokkuð úr leið. Var Friðjón orðinn logandi hræddur um heilsu Jóhannesar í þessum aðstæðum, enda óharðn­ aður unglingur. Hann vildi að þeir færu heim að Saxhóli en Jóhannes taldi réttara að halda áfram. Hann bar í bakpoka sínum gripi sem fólk á Sandi hafði pantað og að auki kistil­ inn sem áður er um getið. Hlaupið til lífs Þeir félagar hafa líkast til verið komnir innanvert í Sandahraun þegar rofaði til í hríðinni og þeir sáu ljós á Hellissandi, en þá komst Jóhannes ekki lengra og varð að leggjast fyrir. Drengurinn tók þá við pokanum með smíðisgripunum og hljóp sem mest hann mátti yfir hraunið til að sækja hjálp. Í veð­ urofsanum missti Friðjón þó fljót­ lega pokann en hraðaði sér eins og hann gat til byggða. Spölurinn var lengri en honum sýndist, en loks náði hann að bænum Stóru Hellu rétt við Hellis sand. Þar var fólk að ganga til náða. Á sléttri grund Þegar Friðjón kom að Stóru Hellu var komin iðulaus stórhríð og var ekki hægt að fara til leitar fyrr en um klukkan tvö um nóttina. En veðrið versnaði aftur og það var ekki fyrr en í birtingu sem hægt var að setja kraft í leitina, sem sagt er að um hundrað manns hafi tekið þátt í. Fannst Jóhannes síðan eftir hádegið örendur í Sandahrauni, skammt ofan við bæinn Hraun­ skarð. Hann hafði þá gengið drjúgan spöl eftir að Friðjón skildi við hann, en svo lagst fyrir aftur og stungið göngustaf sínum í snjóinn svo hann fyndist frekar. Svo skrifar Valdimar: „Þar á sléttri grund hafði Jóhannes Helgason lagst til hinstu hvíldar og var örendur þegar að var komið.“ Minningarkross Líkast til var það sumarið eftir að á dánarstaðnum var hlaðin varða og þar á settur kross. Þetta gerðu Sumarliði Andrésson systursonur og Jóhannes Sandhólm mágur Jóhannesar. Frá þessum stað er einungis um hálftíma gangur til byggða við bestu skilyrði. Var kross­ inn gjöf frá Kristínu systur Jóhann­ esar, til minningar um bróður hennar. Á honum er koparskjöldur með stöfunum JHS. Séu þetta upp­ hafsstafir hans er mögulega átt við nafnið Snædal en þó er Jóhannes í rituðum gögnum nefndur Fanndal. Kenninafnið tók hann sér trúlega vegna væntanlegrar námsdvalar erlendis. Krossinn stendur enn og hafa tveir menn séð um að halda honum við á síðustu áratugum, þeir Smári Lúðvíksson og Sæmundur Kristjánsson. Þungur harmur var nú kveðinn að foreldrum Jóhannesar sem höfðu áður misst tíu af sextán börnum sínum. Helgi var orðinn farinn að heilsu og lést sumarið eftir, en Kristín tíu árum síðar. Það er af Friðjóni Hjartarsyni að segja að hann varð ekki langlífur, hann fórst í svokölluðu Halaveðri árið 1925, aðeins tvítugur að aldri. Kristín systir hans og unnusta Jóhannesar giftist síðar Guðmundi Sæmunds­ syni frá Gufuskálum. Pokinn með kistlinum sem merktur var upphafsstöfunum KH fannst sumarið eftir þessa atburði og er varðveittur hjá fjölskyldu Jóhannesar. Almennt var reyndar talið að hann hefði ætlað unnustu sinni kistilinn en þeirra ráðahagur var fólki hans ekki að skapi og því var þessu ráðstafað svona. Mynd eftir Mugg Núverandi kirkja á Hellnum var vígð árið 1945 og byggð að frum­ kvæði heiðursmannsins Finnboga G. Lárussonar á Laugarbrekku sem bar hag hennar mjög fyrir brjósti og sat í sóknarnefnd í ein 65 ár. En grunn eldri kirkjunnar er enn að finna í norðvestur horni Hellnakirkjugarðs. Hún hafði fyrst verið byggð 1883 úr torfi og grjóti, en var síðar byggð upp sem járnvarið timburhús og stóð fram undir það þegar hafist var handa við byggingu núverandi guðshúss. Þess má geta að árið 1922 var lista­ maðurinn Muggur á ferðinni undir Jökli og málaði mynd af kirkjunni. Feigðarför Jóhannesar Helgasonar frá Gíslabæ Jóhannes Fanndal Helgason. Ljósmynd: Þjóðminjasafnið. Altaristaflan í Hellnakirkju. Ljósmynd: RAX. Bókarspjald, hluti sveinsstykkis Jóhannesar. Í skráningu er skrifað að spjaldið sé 43,5 x 26,3 cm að stærð: „Á því miðju er upphleyptur skjöldur... Á skildi þessum situr „Fjallkonan“ í fullum skrúða í stuðlabergshásæti, er skjöldur reistur upp við það öðru megin, en sverð hinu megin. Fálki situr vinstra megin myndarinnar, en annar er á flugi til hægri ...Sjór er að neðanverðu og nokkuð upp með til beggja hliða, sést þar hvalur í öldunni að neðan, og skip til hliðar. Ofan við og neðan við skjöldinn eru lauftungur (eldtungur?). Efst eru tveir lúðrar og harpa lagt í kross, og að neðan nokkur miðaldarvopn. Til beggja hliða við skjöldinn eru lauffléttur, en landvættirnir fjórir út að hornunum, tveir að ofan og tveir að neðan í venjulegri röð. Yst er 3,5 cm breiður kantur upphleyptur með lauffléttum og sinn ljónshausinn á hverju horni.“ Ljósmynd: Þjóðminjasafnið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.