Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 62

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 62
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202262 Árið 2014 hófust miklar breytingar í lífi Kolbrúnar Kjartansdóttur kennara og Ásþórs Ragnarssonar sálfræðings. Á þessum tíma var komið að því að þau minnkuðu við sig vinnu og huguðu að eftir­ launum. Á þeim átta árum sem liðin eru hefur lífið verið fullt af ævintýrum. Það var sólríkur dagur í nóvem­ ber þegar blaðamaður Skessuhorns lagði leið sína út með sjónum á Akranesi til að heimsækja þessi samhentu hjón. Þau búa í fjölbýlis­ húsi við Sólmundarhöfða, nánast í fjöruborði Langasands. Göngu­ stígur er við ströndina rétt við bygginguna og íbúðin er björt og falleg. Þau Kolbrún og Ásþór fluttu hingað fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið nánast alla sína starfsævi í Borgarnesi. Þau vildu minnka við sig húsnæði og létta af sér ýmsu amstri sem fylgir því að vera með einbýlishús og garð. Akranes varð fyrir valinu því þar fundu þau íbúð sem þeim líkaði. Einnig hafði það áhrif á staðarvalið að Akranes býður upp á mikla möguleika til útivistar og gönguferða. Bærinn er mjög vel skipulagður með göngustígum sem liggja vítt og breitt um bæinn og með ströndinni. Flutning inn hugs­ uðu þau sem áfanga að því að færa sig yfir á höfuðborgarsvæðið til að vera sem næst fjölskyldu sinni. Þau segja að lítið framboð hafi verið á íbúðum í Borgarnesi. „Við fórum því að skoða íbúð í blokk við Langasand á Akranesi sem end­ aði með því að við keyptum hana. Það var ekki tilviljun að við völdum Akranes. Við höfðum farið þangað stundum til gönguferða, ýmist með sjónum, í skógræktinni eða bara um bæinn og leist vel á okkur.“ Höfuðborgarsvæðið kallar Kolbrún og Ásþór eru ánægð á Akranesi og segja að samfélagið í blokkinni þeirra sé afar gott. Breytinga er þó að vænta á næst­ unni því þau vilja flytja sig á höfuð­ borgarsvæðið til að vera nær börnum og barnabörnum. Börn þeirra eru þrjú, Kjartan fæddur 1977, Axel fæddur 1983 og Ragna sem er fædd árið 1989 og býr í Sví­ þjóð. Þau eru öll með fjölskyldur og eru barnabörnin orðin sjö tals­ ins. „Við erum svo heppin að búa að sterkum tengslum við börn okkar og tengdabörn,“ segir Kol­ brún. „Við viljum því vera nálægt þeim. Svo kemur einhvern tíma að því í lífi okkar að við þurfum aðstoðar við og þá gerir fjar­ lægð allt erfiðara. Maður verður að hugsa fyrir slíku, heilsan getur alltaf brugðist fólki.“ Kafli lokast en annar hefst Það er augljóst að þau velta málunum mikið fyrir sér og setja sér markmið. Og þau eru hæst­ ánægð með lífið og tilveruna að loknum starfsferli. Það er einmitt erindi blaðamanns að forvitnast dálítið um hvernig það sé að vera eftirlaunaþegi og hvort þetta hafi verið erfið umskipti? Ásþór seg­ ist oft hafa verið spurður að því hvað fólk geri eiginlega þegar það er komið á eftirlaun. „En það er aldrei eins mikið að gera og þá,“ segir hann og hlær. Kolbrún tekur undir þetta. „Við erum svo heppin að eiga sameiginleg áhugamál, ekki síst áhuga á hreyfingu og úti­ vist. Við höfum alltaf haft áhuga á hreyfingu af ýmsum toga, göngu­ ferðum og skokki,“ segir hún. Ásþór er þremur árum eldri en Kolbrún, hann varð sjötugur í ár og byrjaði á eftirlaunum rúmlega sextugur árið 2014. Þá fór hann í hálft starf í þrjú ár þar til hann hætti alveg vinnu sem launþegi. Hann hélt áfram verktakavinnu í tvö ár og hætti alveg 2019. Kol­ brún byrjaði á eftirlaunum 2016 og fór þá í hálft starf, en hætti launa­ vinnu alveg árið 2018. „Upphaf­ lega var ætlunin að vinna í þrjú ár í hálfu starfi, en þau urðu bara tvö því við fundum að það var erfið­ ara að ferðast þegar annar aðilinn var bundinn í vinnu þrjá daga vik­ unnar. Okkur finnst skipta máli að báðir njóti eftirlaunaáranna saman, félagsskapurinn skiptir miklu máli. Ég hef ekki séð eftir því og ekki í eitt sinn litið til baka,“ segir hún. „Ég hugsa ekki um vinnuna, þarna lokaðist bara tímabil og nýr kafli hófst.“ Gott ef hægt er að vera skuldlaus við starfslok Kolbrún og Ásþór segjast hafa rætt málin lengi áður en ákvörðun um starfslok var tekin. Þau höfðu áhyggjur af því hvort hægt væri að lifa af eftirlaununum. „Við reiknuðum fram og til baka og töl­ uðum við marga,“ segja þau. Þeim til léttis kom í ljós að þau gátu vel lifað af eftirlaunum sínum. Ein megin forsendan fyrir því var að þau voru á þessum tíma­ punkti orðin skuldlaus. „Þegar við seldum húsið okkar í Borgar­ nesi og keyptum hér á Akra­ nesi endurnýjuðum við innbúið okkar líka mikið til. Við þurftum að bæta við um fimm milljónum til að eignast íbúðina, en áttum húsið okkar og bílinn skuldlaust svo þetta hefur gengið vel.“ Kol­ brún segir að fyrir sig hafi það bara verið ákvarðanataka að fara á eftir­ laun. „Að vissu leyti var rétti tím­ inn kominn hjá mér, ég vildi ekki fara í þá stöðu að vera elst á vinnu­ staðnum; vera í hlutverki gömlu konunnar sem var þarna alveg eins og hvert annað húsgagn. Ég útskrifaðist sem kennari árið 1981, byrjaði að kenna í Borgarnesi og kenndi þar alla tíð. Kennarastarfið er skemmtilegt og fjölbreytt og ég starfaði alltaf sem umsjónar­ kennari og kenndi nemendum á öllum aldri, en þó mest á mið­ stigi grunnskóla. Síðustu 8­10 árin sinnti ég mest sérkennslu.“ Að venjast þögninni Blaðamanni verður á orði að nokkuð algengt sé að kennarar hafi lent í að brenna upp í starfi. Kol­ brún segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir sig að kenna, hún fékk aldrei þessa kulnun og fannst alltaf gaman í vinnunni. „Ég þakka það því að mér fannst gaman að kenna og átti auðvelt með bekkjarkennslu. Kennarastarfið felur í sér meira en kennslu sem slíka. Kennari þarf að setja upp og undirbúa skemmtanir, fara í ferðalög og sinna foreldra­ starfi. Þegar að því kom að mig vantaði orðið neistann til að vinna verkefni utan kennslustofunnar, svo sem að undirbúa árshátíð skól­ ans, ferðalög og slíkt, þá dró ég mig út úr bekkjarkennslunni. Ég var búin að heita því að ég skyldi aldrei verða kennari sem ekki nennti hlutunum.“ segir hún ákveðin. Lífið að lokinni launavinnu Þau segja bæði að þegar búið sé að taka ákvörðunina um að hætta byrji maður að hlakka til. Ásþór segist hafa lokað á allt sem hét verkefni og ekki gefið kost á sér í neitt. Það var eins og nýtt líf væri byrjað. Hann á sér hugðarefni sem er ljósmyndun og segir það gefandi og skemmti­ legt. „Kolbrún hefur handavinnu að áhugamáli og sameiginlega höfum við svo útivistina og ferða­ lögin,“ segir hann. Kolbrún tekur undir þetta. „Það sem hefur sam­ einað okkur frá byrjun er áhuginn á hreyfingu, útiveru og náttúru. Svo erum við miklir vinir og alltaf jafn ástfangin, það breytist ekki.“ Ferðalögin Þá er komið að megin viðfangsefni viðtalsins, ferðalögunum sem hafa gefið þeim hjónum mikið. Þau tóku fyrst þátt í skipulagðri gönguferð erlendis fyrir átta árum og nú má segja að slíkar ferðir sé orðnar stór hluti tilverunnar. „Við byrjuðum á formlegum gönguferðum 2014 þegar við gengum umhverfis Mont Blanc undir leiðsögn hjónanna Guðrúnar Hörpu Bjarnadóttur og Erlendar Pálssonar, en Guðrún er Borgnesingur,“ segir Kolbrún. „Þetta voru um 180 km og með 7­ 8 kíló á bakinu svo það reyndi talsvert á,“ segir Ásþór. „En við þökkum Guðrúnu og Erlendi fyrir að hafa smitað okkur af göngubakt­ eríunni.“ Kolbrún tekur við: „Við ákváðum að skrá okkur í ferð með þeim en vissum í raun ekki alveg hvað við værum að fara út í. Þarna var Ásþór að byrja á eftirlaunum og ég stóð á sextugu.“ Ásþór segir: „Þetta var alveg ógleymanleg gönguferð í nokkurs konar fjallasal og leiðsögnin frábær. Þetta kveikti alveg hjá okkur áhugann á svona ferðum.“ Tímasparnaður og fræðsla Þau segjast áður hafa farið í göngu­ ferðir hér innanlands, en því miður of oft lent í leiðinlegu veðri. Ferðin um Mont Blanc var hins vegar annars eðlis og fleiri leiðangrar áttu sannarlega eftir að fylgja. „Ári síðar fórum við til Toscana á Ítalíu með fólki úr Borgarnesi og víðar. Síðan höfum við svo farið í margar skipulagðar gönguferðir með Bændaferðum, eina til tvær ferðir á ári. Þessar ferðir eru okkar ær og kýr og við höfum gengið um Alpana í Frakklandi, Sviss, Austur­ ríki og Ítalíu. Einnig höfum við gengið um fjalllendi umhverfis Bled í Slóveníu. Núna síðast í septem­ ber gengum við um Dolomíta­ fjöllin á Norður Ítalíu. Við höfum alltaf verið heppin með leiðsögu­ menn og finnst hreinlega tímaspar­ andi og fræðandi að fara í ferð sem er vel skipulögð og með góðum fararstjóra. Í þessum ferðum er gist á góðu hóteli og verið í göngu fram á síðdegið. Á kvöldin er svo sameiginlegur kvöldmatur með hópnum.“ Ásþór segir að honum finnist það hafa gildi að fara með hópi sem hann þekki ekkert, þannig myndist alltaf góð stemning og allir umgangist alla, fólk er ekki í sér­ hópum vegna fyrri kunningskapar. Áhuginn á náttúrunni Hjónin voru bæði ung þegar þau gerðu hreyfingu að hluta daglegs lífs. Þau skokkuðu á Borgarnes­ árunum, fóru í gönguferðir og voru dugleg við að fara í íþróttahúsið til líkamsræktar. Í dag ganga þau 4­5 sinnum í viku að lágmarki og eru fimm til tíu kílómetrar algeng vegalengd. „Gönguferðir kveikja líka áhuga hjá okkur á náttúrunni, áhugi á fuglum og gróðri hefur stóraukist,“ segir Ásþór. Sífelld þjálfun „Við náum svo vel saman í því að blanda saman útivist og hreyfingu,“ segir Ásþór. „Stundum keyrum „Það er notalegt að hafa frelsið“ Fræðst um lífið að loknu starfi, áhugamálin, hreyfinguna og kúnstina að njóta Ásþór og Kolbrún í fyrstu skipulögðu gönguferðinni sinni erlendis, í kringum Mont Blanc. Hjónin með börnum sínum og barnabörnum. Kolbrún heimsækir Heiðu (Johanna Spyri) í Mont Blanc ferðinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.