Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Side 66

Skessuhorn - 20.12.2022, Side 66
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202266 Magnús Tómasson er höfundur þekktra listaverka eins og Þotu­ hreiðursins við Leifsstöð og Minn­ ismerkisins um óþekkta embættis­ manninn við Tjörnina. Hann er borinn og barnfæddur í Reykjavík en hefur búið á Ökrum á Mýrum í áratugi og vill hvergi fara. Blaðamaður Skessuhorns ók í vesturátt frá Borgarnesi einn fallegan haustdag til að hitta þennan hóg­ væra mann sem nálgast nú átt­ rætt og er sannarlega einn mestu listamanna landsins. Svo segir gagnrýnandinn Ragna Sigurðar­ dóttir í Morgunblaðinu árið 2007: „Magnús Tómasson er einstakur í íslenskri listasögu og verk hans eru sérstök, skemmtileg og alþýð­ leg. Hann hefur náð listagóðum tökum á þeirri afhelgun listarinnar sem ruddi sér til rúms með látum á umbrotatímum sjöunda­ og átt­ unda áratugarins.“ Nú eru einmitt um sextiu ár frá fyrstu myndlistarsýningu Magn­ úsar sem haldin var í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þjóðviljinn sagði svo frá: „Magnús Tómasson, nítján ára menntaskólapiltur sýnir í Bogasalnum þessa dagana. Magnús er í fimmta bekk menntaskólans nú, en ætlar að hespa skólann af og ekki hugsa um annað en myndlist upp frá því.“ Fírarnir Sínus og Kósínus Sjálfur segir Magnús svo frá um þetta: „Ég hafði tekið mér frí til að halda sýninguna mína í Bogasalnum. Svo þegar ég mætti í skólann aftur var einn fyrsti tím­ inn í stærðfræði hjá Sigurkarli Stef­ ánssyni. Hann fór að tala um sínus og kósínus. Ég vissi ekkert hvaða fírar þetta væru og rann bara kalt vatn milli skinns og hörunds. Svo ég sagði við Sigurkarl: „Má ég skreppa fram? Svo fór ég fram og kom aldrei aftur í skólann; skildi meira að segja nýju fínu skólatösk­ una mína eftir. Það má við þetta bæta að á þessum tímapunkti var ég búinn að fá jákvætt svar frá Det Kongelige Danske Kunstakademi við umsókn um skólavist. Svo þarna ákvað ég að slá til og láta verða af því að læra myndlist. Ég hafði sem sagt ekkert lært fram að þessu, svo ég hélt fyrstu sýninguna mína án þess að kunna neitt. En þarna ákvað ég þetta. Ég gerði mér svo sem ekki stórar hugmyndir um sjálfan mig, en hugsaði að ég gæti alltaf málað og unnið svo á eyrinni þess á milli.“ Góður staður til sjálfsnáms Hvernig var svo að stunda nám við Akademíuna? „Það var góður staður til sjálfsnáms,“ segir Magnús kíminn. Var hann þá ekki heila­ þveginn að ráði í þeim skóla? „Nei svo sem ekki, en ég var ákveðinn í að nota tímann vel. Fyrst var ég í málara deildinni og graf­ ísku deildinni. Svo var þarna deild sem hét Mur og Rumkunst og þar kynntist ég notkun ýmissa efna sem var gagnlegt. Ég hætti svo í málara­ deildinni, því þar stóð ég bara og málaði eins og ég hafði gert áður, en ég vildi frekar læra eitthvað nýtt, svo sem grafík, sem er mjög flókin tækni. Ég hef alltaf verið svolítið til­ raunakenndur og byrjaði tiltölulega snemma að gera atlögur að skúlp­ túr. Það yfirtók á tímabili og ég málaði ekki í nokkur ár. Ég byrjaði strax um tvítugsaldurinn í skúlptúr. Þá var ég að vinna að sumrinu sem aðstoðarmaður á gufubornum og ef bergið var hart og þetta gekk hægt myndaðist dálítill frítími. Þá gat ég dundað mér við að búa eitthvað til á verkstæðinu á meðan.“ Akrar Talið berst að þessum fallega stað, Ökrum á Mýrum, og ástæðu þess að Magnús keypti jörðina til að hafa þar vinnustofu. Hefurðu alltaf haft sterka tengingu við náttúruna? „Já, líklega er það. Ég var mikið í sveit, í Mýrartungu í Reykhóla­ sveit, hjá mjög góðu fólki. Eitthvað hefur það haft að segja. Svo var ég mikið á Þingvöllum í æsku því for­ eldrar mínir áttu kofa í landi Kára­ staða. Þá heyrði maður þar enn fuglasöng. Mörgum árum seinna kom ég þangað aftur og þá heyrði maður lítið í fuglum fyrir bíla­ umferð og flugvélum.“ Óvenjulegur búsmali „Fólk spyr mig stundum hvort ég stundi búskap á Ökrum,“ segir Magnús. „Ég svara því hiklaust játandi og segist vera með mýs og maríuerlur! Ég ólst upp við lít­ inn orðstír í Skuggahverfinu og það var tilviljun að ég sá Akra aug­ lýsta þegar ég var að leita mér að jörð til að hafa þar vinnustofu. Ég var þá reyndar ákveðinn í að Mýrarnar væru ljótar og leiðin­ legar. En svo kom ég hér í hlaðið og varð svo hrifinn að ég sá strax að þetta var það rétta. Ég var and­ vaka þá nótt og hringdi svo í Ólaf bónda næsta dag og borgaði upp­ sett verð. Ég gerði mér samt ekki grein fyrir því hvað jörðin var í raun stór og svo allt útsýnið og fjöllin. Hér var áður barnaheim­ ili og ég hef haft vinnustofu þar sem matsalur þess var. Hér eru heimalönd 5­600 hektarar og tals­ vert land í óskiptri sameign. Þær eiga þetta á móti mér Oddný Þor­ steinsdóttir og Ólöf Davíðsdóttir og samkomulagið er gott.“ Magnús er fráskilinn og býr þarna einn, en börn hans eru fjögur og hafa öll lagt fyrir sig list í einhverju formi. Myndlistarkonan Margrét var elst, en hún lést fyrir aldur fram árið 2015. Hrappur Steinn er myndlistarmaður, Helga Gerður grafískur hönnuður og Halla Oddný er yngst, píanóleikari og þjóðkunn fjölmiðlakona. Ariadne og leiðarhnoðan Magnús er snöggur að svara þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að gerast myndlistar­ maður. „Af því ég nennti engu öðru,“ svarar hann. „Þetta er eins og að villast ungur inn í völ­ undarhús og það er engin Ariadne til að gefa manni leiðarhoðu.“ Við þessi orð rámar blaðamann í að til sé grísk goðsaga um Mínótáros sem var maður með nautshöfuð. Hann var fanginn í völundarhúsi Mínosar konungs sem krafðist þess að Aþen­ ingar sendu unga menn og konur níunda hvert ár sem fórn. Þeseifur nokkur bauðst til að fara í slíka háskaför en Aríadne dóttir Mínosar varð ástfangin af honum og hjálp­ aði honum að rata. Myndblindan Blaðamaður spyr hvort Magnús lesi mikið? Það stendur ekki á svari: „Alltof mikið. Það er plag­ siður hjá mér. Furðulegt, ég hef rekið mig á það hvað sumir höf­ undar geta verið myndblindir. Svo eru aðrir sem eru framúrskarandi eins og Halldór Laxness, hann er alltaf eins og mín heimahöfn, ég get lesið hann aftur og aftur, hann er svo geysilega frjór og jafnvel þegar hann var kominn á áttræðis­ aldur skrifaði hann svo undra­ vert góðan texta,“ segir Magnús. „Ég er reyndar alinn upp í mynd­ blindu, það voru engar myndir á heimilinu. En ein hafði þó villst til okkar, málverk af langömmu minni eftir Nínu Tryggvadóttur. En hún skemmdist af reyk, það kviknaði í á bernskuheimili mínu að jafnaði 3­4 sinnum á ári. Ömmubróðir minn og amma áttu þetta hús í sameiningu og viðvarandi notkun á brennivíni og tilheyrandi fjár­ skortur olli þessu ástandi. Einu sinni man ég eftir því að kviknað hafði í skömmu áður og húsið var þá rofið og rörin með kalda vatn­ inu voru ber. Svo fraus í þeim og sambýlismaður ömmu minnar og Jón ömmubróðir minn vildu af mikilli snilld þíða rörin. Þeir not­ uðu til þess heimagerðan kyndil með þeim afleiðingum að þá kviknaði í enn einu sinni.“ Skínandi bláfátæk fjölskylda Svo þú ert ekki beinlínis alinn upp í vernduðu umhverfi? „Ja, þetta gengi ekki í dag. Þetta var undarlegt hús og þar voru margir undarlegir íbúar. Við fluttum svo í Bústaðahverfið þegar ég var níu ára. Þar voru hús sem voru byggð af Reykjavíkurborg og fólk fékk að kaupa upp á að klára þau sjálft. Svo við fluttum í þetta mjög hrátt, það vantaði allar hurðir, eldhúsinn­ réttingin var ekki komin og maður varð að sækja vatn í fötu til að hella í klósettið. Við vorum alveg skín­ andi bláfátæk. Mamma hafði ekki fasta kennslu en snapaði upp verk­ efni svo sem þýðingar, en fékk svo fasta tímakennslu. Þá fór efna­ hagurinn eitthvað að skána. En maður lærði að bjarga sér sjálfur,“ segir Magnús hugsi. Erfiðar aðstæður Foreldrar Magnúsar voru Tómas Gíslason (1913­1998) og Gerður Magnúsdóttir (1919­1992). Varstu snemma handlaginn? „Ég þótti nokkuð handlaginn, en hafði það ekki frá mömmu, hún var alveg makalaus klaufi en öll upp á bókina. Karl faðir minn gat hins vegar sitt af hverju þegar hann var edrú, en það var sjaldan. Hann hafði vissulega sína kosti, en við kynntumst þeim lítið. Þegar ég var í frumbernsku var hann annað hvort atvinnu­ laus eða fullur nema hvort tveggja væri. Við vorum sjö systkinin. Ég er næstelstur, Sverrir bróðir minn er tveimur árum eldri en ég og svo komu börnin hvert af öðru, yngsta systir mín er átján árum yngri en ég. Þetta var svo makalaust líf þarna á Hverfisgötunni. Þar bjuggu margir og stundum var allt húsið á fylleríi nema mamma. Hún bragð­ aði næstum aldrei áfengi og reykti ekki. En hún gat siglt milli skers og báru og átti fljótlega sína eigin ver­ öld í vinnunni frá þessu öllu saman. Svo lést hún fyrir aldur fram, bara 72 ára, því hún hafði fengið óski­ mað blóð og lifrarbólgu upp frá því. Svo það var hún sem dó úr lifrarbólgu en ekki hann, sem alltaf drakk,“ segir Magnús. Myndlist fyrir Íslendingasögurnar Talið berst að tilurð verka Magn­ úsar, sem mörg hver eru alþekkt. „Ég er háður því að vera hér“ Rætt við Magnús Tómasson myndlistarmann á Ökrum Magnús í stofunni á Ökrum. Ljósm. gj. Séð yfir ósinn. Ljósm. gj Minnismerkið um óþekkta embættismanninn er á góðum stað og hann virðist vera á leið yfir í ráðhúsið. Ljósm. gj.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.