Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 67

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 67
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 67 SÍLDARVINNSLAN HF. SENDIR STARFSMÖNNUM OG ÖLLUM LANDSMÖNNUM HUGHEILAR JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR Magnús segir að þau komi stundum alveg tilbúin í koll hans, með heiti og öllu. „Séra Matthías myndi hafa sagt að þetta væri inspirasjón,“ segir hann brosandi. „Í þá daga var sáralítill grundvöllur fyrir mynd­ listarmenn að vinna – og er það varla enn. Það var ekki hægt að ætl­ ast til þess að almenningur, sem var að leita sér að einhverju til að setja upp á vegg, gúteraði eitthvað svona drasl frá manni. Einhverntíma um 1967 var ég spurður að því hvað ég teldi brýnast og ég sagði að ég vildi láta banna Íslendingasögurnar og friða síldina. Það kom líka á daginn að síldin var í andarslitrunum. Og þegar embættismenn tóku sig til og gerðu eitthvað fyrir listina hnýttu þeir því gjarnan aftan við að það ætti helst að vera eitthvað til að myndskreyta Íslendinga­ sögurnar. Ég er reyndar mikill unnandi þeirra, en með hagsmuni myndlistar innar í huga hefði verið nauðsynlegt að banna þetta. Einu sinni var ég svo róttækur í mér að ég vildi gera verk, ljósmynda þau og eyðileggja svo. Mér fannst enginn vettvangur fyrir þau og vildi viðurkenna og vekja athygli á þeirri staðreynd. Það var lítill skilningur á því sem maður var að gera á þessum árum.“ Fleiri óknyttadrengir Magnús gerði ýmislegt fleira hug­ kvæmt um þetta leyti. „Ég gerði mér hugmyndir um að ég gæti gagnast íslensku þjóðfélagi með því að móta umhverfi. Ég ætlaði þá að fara að hanna barnaleikvelli. En þar reyndist við ramman reip að draga því þá var starfandi svokölluð leikvallanefnd í Reykjavík. Þeirra draumur um leikvöll var að hafa malbikaðan flöt og gæslukonu í skúr úti í horni sem sæi vel yfir börnin auk stöku rólu og vegasalts sem stæði upp úr malbikinu. Páll Líndal sem þá gegndi ýmsum embættum fyrir Reykjavíkurborg fékk mig til að skoða þetta, en ég var þá búinn að vinna örlítið í svona málum í Kaupmannahöfn. Ég vildi nota grjót, vatn og sand til að móta náttúrulegt landslag. En það mátti ekki því börnin máttu ekki bleyta sig og ekki skíta sig út. Ég man t.d. að ég var með tillögu um hæðótt landslag með göngum í gegn úr stórum steypurörum. Þá sagði formaður leikvallanefndar að það þýddi ekki neitt, þau yrðu bara notuð til að skíta í. Og ein kona sagði: „Hvað ef óknyttadrengur lokar barn inni í göngunum?“ Ég benti á að það væru fleiri útgangar. En þá sagði hún: „En það geta verið fleiri óknyttadrengir!“ Svo þetta var vonlaust, ég gafst upp og fór að vinna að öðrum verkefnum, t.d. að leikmyndagerð fyrir sjónvarpið.“ Verkefni Magnúsar voru fjöl­ breytt á þessum árum. „Síðar gerði ég líka nokkrar leikmyndir fyrir Þjóðleikhúsið – það var mjög indælt; þarna var skemmti­ legt fólk, ég var yfirleitt sjálfs míns herra og enginn minntist á ónytta­ drengi. Ég tók líka að mér að setja upp sýningar, var bæði hönnuður og framkæmdastjóri. Þarna var ég komin út í þrívítt form. Í Gallerí SÚM sýndi ég það sem ég kallaði Visual póetry ­ ekki nógu ljóðrænt til að vera ljóð og ekki nógu sjón­ rænt til að vera myndlistarverk. Ég notaði oft tilvitnanir í gríska goða­ fræði með skírskotun til nútímans,“ segir Magnús. Þotuhreiðrið Þotuhreiðrið við Leifsstöð er eitt þekktasta verk Magnúsar og er afrakstur hugmyndasamkeppni um listaverk við flugstöðina árið 1986. Tjörnina í kringum verkið hann­ aði Magnús líka og hún er hluti af því. „Ég hef oft notað vatn til að einangra verk frá umhverfinu og jafnvel að það speglist í því,“ segir hann. „Ég gerði seríu sem hét ágrip af sögu flugsins. Ég er ekki einn um það að hafa heillast af flugi. Alla hefur dreymt um að geta flogið, ég man varla eftir mér öðruvísi en að hafa dreymt að ég væri að fljúga. Það vildi ég gjarnan endurtaka þegar ég vaknaði, en datt þá auð­ vitað um koll.“ Embættismaðurinn stóðst áhlaupið Við ræðum um annað verk þar sem titillinn segir sitt, það er Minnis­ merkið um óþekkta embættis­ manninn sem stendur við Tjörnina. Aðspurður um það segir Magnús: „Maður hefur oft á tíðum mætt embættismönnum sem eru svo­ lítið steinrunnir að ofanverðu, þar með talið heilabúið. Ég er mjög Byrðar sögunnar, verk Magnúsar á Kirkjubæjarklaustri þar sem var nunnu- klaustur fram að Siðaskiptum. Þjóðsaga segir að uppi á Systrastapa sé legstaður tveggja nunna sem hafi gerst brotlegar og verið brenndar á báli. Önnur hafði selt sig fjandanum og lagst með karlmönnum. Hin hafði talað óguðlega um páfann. Eftir siðaskiptin var seinni nunnan talin saklaus og á leiði hennar óx fagur gróður en á leiði hinnar var gróðurlaust. Verkið á sér rætur í þessari sögu. Ljósmynd: Hildigunnur Johnson. Verkið Grettistak, við Höfða á Akranesi. „Hugmyndin varð til þegar mér var hugs- að til þeirrar kynslóðar sem nú sest til hvíldar og þeirra handa sem skapað hafa á þessari öld næstum öll þau mannvirki sem þjóðin á og nýtur í dag, með hugviti, stórhug og striti.“ Framhald á næstu opnu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.