Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 74

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 74
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202274 vera leiðréttir, alveg eins og börn læra að tala. Svo er besta leiðin til að læra tungumál að finna ein­ hver falleg lög og detta í það. Það kunna allir Pólverjar smá íslensku þegar þeir eru búnir að fá svolítið vodka,“ segir hann og hlær. Sjávarútvegurinn Það má sjá á bloggi Þórðar að hann hafi ekki átt skap með Granda eftir að það fyrirtæki sameinaðist Har­ aldi Böðvarssyni á Akranesi árið 2004. „Við vorum með stóran rekstur þegar þetta var og með allt að 100 manns í vinnu. En svo verður þessi sameining. En hún var aldrei sameining, bara fjand­ samleg yfirtaka Granda á Haraldi Böðvarssyni. Það átti enginn séns eftir þetta, það var allt gert til að loka öllu á Skaganum sem þeir að lokum gerðu,“ segir Þórður. „Þá urðum við að draga saman. Það er rosalega auðvelt að stýra fyrir­ tæki þegar það er að stækka, en það er mun erfiðara að minnka fyrir­ tæki eins og við gengum í gegnum þarna. Það erfiðasta sem þú getur lent í er samdráttur og að þurfa að segja upp fólki.“ Hann segir að hvaða bjáni sem er geti rekið fyrir­ tæki meðan allt sé í uppgangi, en sauðirnir skiljist frá höfrunum þegar draga þarf saman. Góð höfn í Grundarfirði Þórður dregur ekki fjöður yfir skoðanir sínar á Hafrann­ sóknastofnun. „Við getum montað okkur af því að Djúpi­ klettur hefur, þrátt fyrir hryðju­ verkasamtökin sem kalla sig Hafró, náð því að stækka ár frá ári. Við vorum með löndun upp á 24 þúsund tonn í fyrra og það voru langmest aðkomuskip. Höfnin í Grundarfirði var líka fjórða stærsta löndunarhöfn landsins á árinu 2021. Og þrátt fyrir tilraunir Hafró til að drepa niður sjávarút­ veg á Íslandi munum við slá öll fyrri met í ár,“ segir hann bros­ andi. Það er staðreynd að þjón­ ustan á höfninni er mjög góð og höfnin sjálf algerlega frábær. Í dag leggja menn mesta áherslu á fersk­ leika vöru, vera ekki nema 2­3 daga á sjó og koma fiskinum svo á áfangastað í hvelli. Þar liggur Grundarfjörður rosalega vel við, að mínu mati ein af bestu höfnum landsins. Þú getur spurt hvaða skipstjóra sem er. Þarna er skjól í öllum áttum nema sunnanátt. En þá er auðvelt að leggja skipinu að hafnargarðinum sem snýr vel við vindáttinni. Svo er bryggjan yfir 300 metra löng og yfir 10 metra djúp. Ég á eitthvað í þessu, það er búið að stækka höfnina þrisvar eftir að ég kom í Grundarfjörð,“ segir Þórður. Ég var lengi í bæjar­ stjórn og því öllu saman. Allir hafa metnað fyrir staðnum sem þeir búa á og Grundarfjörður hefur verið mér mjög góður. Ég gleðst yfir að honum gengur vel.“ Sæunn var áhrifavaldur Atorka Þórðar og áhugi hans á viðfangsefnum sínum leynir sér ekki. Það er nærtækast að spyrja hver hafi haft mest áhrif á hann. „Sú einstaka manneskja sem hafði hvað mest áhrif á mig var Sæunn Axelsdóttir sem lést fyrir stuttu,“ segir Þórður. „Hún var með fyrir­ tæki á Ólafsfirði og það var hún sem kynnti mig fyrir sjávarútvegi. Mér fannst magnað hvernig fjöl­ skylda hafði getað byggt allt upp frá grunni og ekki verið með neitt helvítis væl. Ég er sjálfur ekk­ ert fyrir væl,“ segir hann ákveðið. „Svo er það bara þannig að til að ná árangri í bissness þarftu eigin­ lega að vera svolítið heimskur. Þú ætlar á milli A og B og þú mátt ekki stoppa. Ef eitthvað er fyrir þér ýtirðu því til hliðar eða gengur yfir það. Ég er stundum kallaður frekja, en til að ná árangri þarf maður að vera stefnufastur og þá þýðir ekkert að væla. Ef það er eitthvað sem kemur upp á er það líka næstum alltaf manni sjálfum að kenna,“ segir Þórður. Białystok Viðtalið fer fram í myndsíma því Þórður og Dóra eru stödd á fallegu heimili sínu í Białystok í norðaustur Póllandi. Það er heimabær hennar og þar eru þau í grennd við fjöl­ skyldu hennar. Þórður segir að vorin og haustin séu yndislegur tími þarna, eins og sumur verða best á Íslandi. Á næsta ári hyggjast þau hjónin byggja sér nýtt hús sem verður framtíðarheimili þeirra. „Ég vil gera ráð fyrir því að ég verði fyrsti karlmaður inn í minni ætt sem nær að verða eldri en sjötugur og húsið sem við byggjum á að miðast við að ég verði hundrað ára gamall,“ segir hann. En synirnir og tvö barnabörn eru heima á Íslandi. Finnst ykkur erfitt að vera svona langt frá þeim? Þórður kveður fast að orði. „Langt? Það er orðið dýrara bensínið til Keflavíkur en flugfargjaldið hingað til Póllands. Svo þetta er ekki langt.“ Lífið Að fara í frí er hluti lífsins hjá Þórði og Dóru þrátt fyrir annríkið og þau fara gjarnan í golf. Áður fyrr var Þórður með mikla mótorhjóladellu og segir í skrifum sínum að það sé ekki hægt að þroskast frá slíku. En hann hafi komist út á annan máta. „Ég kom niður úr prjóni á GSXr 1000 Súkkunni minni á sennilega rúmlega 200 km hraða og lenti illa. Lenti á gjörgæslu eftir smá aðstoð þyrlu. Það var öllu öðru og öllum öðrum en mér að þakka að ég lifði þetta af. Starfsfólk Borgarspítala og síðar á Grensási á allar mínar þakkir, forsjónin og svo náttúrulega konan.“ Þetta gerðist árið 2012 og Þórður var um tvö ár að ná sér. En þarna var mótorhjólaferli hans lokið. Blaðamaður hefur á orði að bloggið hans beri þess vott að hann sé víðlesinn og vel ritfær auk þess að vera skynsamur maður. „Það finnst mér líka! Eini gallinn við mig er að maður er að burðast gegnum lífið með þessa óverðskulduðu hóg­ værð!“ segir Þórður. Það er góður endir á skemmtilegu samtali. gj/ Ljósm. úr einkasafni. Störfin í Vélsmiðju Grundarfjarðar eru krefjandi og margvísleg og gott starfsfólk er lykilatriði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.