Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 76

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 76
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202276 Í hendi blaðamanns er lítil bók en þykk, með mynd af fallegri lúpínu­ breiðu á kápunni. Hér er um að ræða ferðahandbók Moon Tra­ vel Guides útgáfunnar sem starf­ rækt hefur verið allt frá árinu 1973. Efni hennar er Ísland og höfundur­ inn er Jenna Gottlieb. Jenna er frá New York en býr á Akranesi ásamt manni sínum Birni Lúðvíkssyni. Fyrsta spurning blaðamanns er hvernig þau hafi nú kynnst, Jenna og Björn. Það er saga að segja frá því, en þau byrja bæði á að nefna örlagavaldinn sem varð til þess að þau kynntust. Það er ekki ómerkari maður en sjálfur David Bowie. Þau eru bæði einlægir aðdáendur hans og það varð til þess að leiðir þeirra lágu saman. Jenna bjó áður í New York og er þar fædd og uppalin. Hún er af fjórðu kynslóð borgarbúa og þekkti ekki annað en lífið í stór­ borg. Þar búa tæplega nítján millj­ ónir svo Akranes með um átta þús­ und íbúa er trauðla sambærilegt á nokkurn hátt. „Við þekktumst ekk­ ert áður en hún kom til Íslands sem ferðamaður árið 2007,“ segir Björn. „En hún hafði samband við mig vegna þess að Keith, sem er breskur sameiginlegur félagi okkar í aðdá­ endaklúbbi Bowie, hafði nefnt við hana að hún skyldi heyra í mér sem heimamanni upp á að fá ábendingar um hvað væri best að skoða.“ Vön að ganga á gangstétt Jenna tekur upp þráðinn og segir: „Ég var þá þrítug og orðin þreytt á borgarlífinu. Svo ég ákvað að ferðast eitthvað og var að hugsa um að fara annað hvort til Prag eða Íslands. Þá sagði Keith: „Ef þú ferð til Íslands skaltu hafa samband við hann Björn.“ Þeir þekktust úr Bowie aðdáendahópi sem hafði hist í London. Nei, ég taldi það nú ekkert nauðsynlegt því ég yrði bara í viku. En ég hafði samt sam­ band við Björn,“ segir hún bros­ andi. „Já, og ég keyrði hana eitt­ hvað um til að sýna henni landið, við fórum meðal annars til Víkur,“ segir Björn. Og hvernig leiðsögu­ maður var Björn? spyr blaðamaður. „Hann var mjög góður og ekki síst svo stoltur af landinu sínu,“ segir Jenna. „Það var líka mikil upplifun fyrir mig að koma til Íslands því ég hafði áður bara ferðast til stór­ borga og ekkert komist í tæri við náttúruna. Ég var ekta borgarbarn, hafði ekki einu sinni farið í útilegur eða neitt slíkt. En hér varð ég dol­ fallin. Þetta var þvílík andstæða við líf mitt í New York; ég get ekki enn skilið hvað þetta er fallegt land. Við fórum m.a. til Vestfjarða og ég var alveg heilluð. En sem dæmi um hvað ég er mikið borgarbarn þá á ég enn eftir að venjast því að ganga annars staðar en á gangstétt því ég þekkti bara það umhverfi. Svo ég er enn dálítið hrædd við að ganga úti í náttúrunni,“ segir hún og brosir. Fylgdi hjartanu og hlustar á þögnina Svo fór að Jenna kom aftur til Íslands árið 2008. Fyrst milli­ lenti hún hér á leið í brúðkaup vinar í London. Þegar þetta var voru hún og Björn aðeins vinir. En hana langaði til að sjá meira af þessu landi. „Ég var alltaf að hugsa um Ísland,“ segir hún. „Árið 2008 ákvað ég svo að taka mér leyfi frá störfum, var hér í sex mánuði og fór í nám í íslensku fyrir útlendinga í Háskóla Íslands. Það var eins og Ísland kallaði á mig. Og ég ákvað að svara! En allir heima töldu mig galna. Líka ritstjórinn minn.“ Fjölskylda hennar hefur heim­ sótt hana og hún segir þau mjög hrifin af landinu. En þau komi úr ólíkum heimi. Hún er í góðu sam­ bandi við föður sinn og stjúpmóður auk yngri bróður, þau eru tvö systk­ inin. Bróðir hennar hafði þetta að segja um Ísland: „Vá, þetta er stór­ kostlegt. En hvernig geturðu búið hérna?“ Jenna segir að hún geri sér grein fyrir að Ísland sé ekki fyrir alla. „En New York er heldur ekki fyrir alla,“ segir hún kímin á svip. Hugðarefni af hæstu gæðum Rætt við Björn Lúðvíksson og Jennu Gottlieb um ferðamál, tungumál og áhugamál Björn og Jenna. Að baki þeim myndir af Bowie. Ljósm. gj. Stíliseruð mynd Halldórs R. Lárussonar af Bowie, birt með góðfúslegu leyfi. Í bakgrunni eru heiti laga Bowies og platna. Fyrst er lag af plötunni Heathen: The Angels Have Gone. Lagið byggði hann að hluta til á ljóðaflokkn- um Fjórum síðustu söngvum eftir þýska tónskáldið Richard Strauss. Stödd í Botanical Garden í New York. Bowie veggurinn á Akranesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.