Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 85

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 85
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 85 að vera ríkur,“ segir hann hugsi. Sturla sannarlega Ólsari Það er ljóst þegar maður lítur í kringum sig í húsi Aðalsteins og Elsu að þau hafa hugsað vel um það, það er fallegt og vel við haldið. „Á fyrstu búskaparárunum bjuggum við heima hjá foreldrum Elsu en fengum svo leigða íbúð sem amma hennar átti. Þar vorum við í eitt til tvö ár þangað til við keyptum þetta hús,“ segir Aðal­ steinn. Þetta var upphaflega byggt árið 1954 af Böðvari Bjarnasyni, föður Sturlu Böðvarssonar. Sturla er sem sagt alinn upp hér, svo hann er sannarlega Ólsari, það er rétt að halda því að honum!“ segir hann kíminn. Hjónin búa þarna nú orðið ein, en eiga tvo brottflutta syni. Sá eldri heitir Snæbjörn og býr í Stykkishólmi þar sem hann starfar sem iðjuþjálfi. En Hólmkell Leó hefur hins vegar farið í fótspor föður síns og vinnur við netagerð í Hampiðjunni í Reykjavík. „Við erum rosalega heppin með báða strákana og eigum orðið tvö barna­ börn í Stykkishólmi, Elsu Signýju og Garðar Loga Snæbjörnsbörn,“ segir Aðalsteinn. Ekkert án peninga Aðalsteinn hætti með netagerðina árið 2009. „Í hruninu bremsaðist allt,“ segir hann. „Menn áttu engan pening, erlendu lánin þeirra stökk­ breyttust, menn drógu saman og reyndu að borga skuldir sínar. Mitt fyrirtæki fékk samt allt greitt, en þetta var samt erfitt. Ég breytti því til og fór að vinna í Hampiðjunni þar sem ég var í sjö ár og kom bara heim um helgar. Ég átti þá for­ eldra í Reykjavík sem ég gat búið hjá,“ Aðspurður um hvort ekki hafi verið erfitt að keyra alltaf á milli, segir hann: „Þetta eru ákvarðanir sem maður tekur af því peningarnir verða að koma einhvers staðar frá. Það er að hluta til rétt sem maður hefur heyrt, að peningar séu ekki allt, en án þeirra gerirðu ekkert,“ segir hann af festu. Lífsgæðin Aðalsteinn segir að fólk hafi mjög mismunandi sýn á það hvað séu lífs­ gæði. „Spurningin er frekar hvað þarf maður?“ Hann segist ekki hafa séð eftir þeirri ákvörðun að vinna svona lengi fyrir sunnan. „Ég er þeirrar skoðunar að ef maður tekur ákvörðun þá er hún rétt þótt hún sé mögulega röng því það er betra að taka ranga ákvörðun heldur en enga,“ segir hann. „Ég komst alltaf vestur, kynnti mér bara vel hvernig veður og færð voru hverju sinni. Ég var líka á góðum bíl, átti pikköpp. Landsbyggðarfólk er ýmsu vant, ég sé ekki alveg fyrir mér að Reyk­ víkingur myndi hafa gert þetta. En maður valdi sér bara leiðina eftir aðstæðum hverju sinni.“ Hann nefnir annað dæmi um muninn milli íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. „Ég varð fyrir því að fótbrjóta mig í sumar og þurfti þá að fara í sjúkraþjálfun í Stykkis­ hólm. Þetta er um 140 km akstur sem er svo sem allt í lagi, en auð­ vitað ansi skítt. En á sama tíma finnst fólki í Reykjavík allt ómögu­ legt ef það fær ekki eitthvað inni í sínu hverfi.“ Máritanía Eftir árin sjö í Hampiðjunni bauðst Aðalsteini nýtt og spennandi tæki­ færi til að nota kunnáttu sína á sviði netagerðar. „Ég fór út á sjó við Máritaníu í vestanverðri Afríku,“ segir hann. Hvernig kom það til? „Ég hafði verið að spjalla við mann sem ég þekkti og hann tengdist útgerð á vegum hálfíslensks fyrir­ tækis þarna. Í framhaldinu fékk ég símtal um hvort ég væri tilbúinn til að koma, það vantaði trollmeistara um borð, þ.e. einhvern til að hafa yfirumsjón með veiðarfærum og lagerhaldi. Ég ákvað að taka þessu boði og hef verið á sjó síðan,“ segir Aðalsteinn. Hann var svo á ýmsum skipum sömu útgerðar við fisk­ veiðar á framandi slóðum þar sem veiddur var m.a. makríll, hesta­ makríll og sardína. „Það er gott að vera um borð í þessum skipum og ágætt fólk í áhöfn, þar af yfirleitt einhverjir Íslendingar.“ Voru bæði karlar og konur í áhöfn? „Já,“ segir Aðalsteinn. „Kokkarnir voru t.d. gjarnan kvenkyns, enda var talið að umgengnin væri miklu betri hjá þeim! Svo var kvenlæknir á einu skipinu og þernur líka, kannski getur maður sagt að það hafi verið 2­4 konur af um 65 manna áhöfn. Skipin voru stór, um 96 metrar á lengd svo það reyndi ekki mikið á sjóveiki.“ Ekkert hugsað um Rússana Aðalsteinn kynntist mörgu áhuga­ verðu fólki á þessum tíma og það var frá ýmsum ólíkum menningar­ heimum. „Þótt við Íslendingar getum t.d. alveg talist skrýtnir þá förum við nokkuð vel með fólk, en það gera ekki allir,“ segir hann. „Þeim gekk t.d. illa að skilja það í upphafi Rússunum um borð að það væri alltaf nógur matur handa þeim. En Íslendingarnir voru alltaf með vel útilátið hlaðborð fyrir áhöfn­ ina, það þótti sjálfsagt. Ég hef siglt með rússnesku skipi og þar tíðkast sums staðar að skammta naumt um borð.“ Um tíma var Aðalsteinn á skipi sem heitir Navigator. „Það er skip sem við náðum í úti í Króatíu. Það var þá búið að vera í siglingum um höfin, en var svo búið að liggja þar í níu ár,“ segir hann. „Þetta er skip sem norski viðskiptajöfur­ inn Kjell Inge Røkke lét smíða og ætlaði svo að breyta vegna veiða í Suður­Íshafi. Hann lét lengja það en þá kom hrun og fleira svo skipið dagaði uppi í Króatíu. Fyrir­ tækið sem ég var hjá tók þá við því og kom því í toppstand. Það sem bjargaði málunum var að um borð voru nokkrir Rússar sem höfðu verið launaðir af Norðmönnunum og verið iðnir við að halda skipinu við, mála, keyra vélarnar og þess háttar,“ segir Aðalsteinn. „Það var líka sérstakt að allt var á sínum stað og engu búið að stela. En stundum voru Rússar að selja úr skipum í svona tilfellum til að hafa pen­ inga fyrir mat því það var þá ekkert hugsað um þá og þeir jafnvel skildir eftir.“ Rennandi blautt skip Aðalsteinn á til fleiri ævintýra­ legar sögur frá fjarlægum slóðum þar sem úthöldin eru 45­60 daga löng. „Maður þurfti að setja sig í gír í löndun eða slíku því málin ganga mun hægar fyrir sig þar en við erum vön hérna heima,“ segir hann. „Svo er loftslagið líka eitt­ hvað sem maður þarf að venjast; á nóttunni datt hitinn t.d. niður í 16 til 18 stig, og þá var maður bara í flíspeysu, rakinn svo mikill. Skipin voru hreinlega rennandi blaut!“ Þess skal getið að starfið kallar á ferðalög á aðrar slóðir og sem dæmi má nefna að hann fór í vinnuferð á tveimur rússneskum skipum í febr­ úar síðastliðnum og dvaldi líka í Noregi í fjórar til fimm vikur. Argentína Aðalsteinn ferðaðist líka talsvert þegar hann vann hjá Hampiðjunni. „Þá fór ég tvisvar til Argentínu að vinna, fyrir kúnna fyrirtækisins og alla leið suður til Patagóníu sem er syðsti oddi Suður­Ameríku. Það er bæði áhugavert og gaman að fara á framandi slóðir. Það gerir mann umburðarlyndari og þolinmóðari og maður lærir að ekki er alltaf hægt að hafa sitt fram með eftir­ rekstrinum, þetta gengur bara sinn gang. Svo sér maður að það skiptir í raun ekki máli hvaðan fólk er úr heiminum, allir vilja einfaldlega hafa ofan í sig og á og smá afgang til að gera eitthvað utan vinnutím­ ans. Í Máritaníu sá maður t.d. að Márarnir sem unnu ákveðin störf um borð lifðu meira fyrir einn dag í einu en við gerum. Þetta er skín­ andi fólk hins vegar, en bara önnur menning,“ segir Aðalsteinn. Að hreinsa hafið Að undanförnu hefur Aðal­ steinn siglt á ný mið í óeiginlegri merkingu. Hann er að vinna við hreinsun hafsins, hvorki meira né minna. Blaðamanni finnst ástæða til að forvitnast nánar um þetta. „Síðasta sumar var ég þrjá mánuði í Kyrrahafinu að fiska upp plast á vegum hollenskra samtaka sem heita Ocean Cleanup. Það er í gegnum norskt fyrirtæki sem ég vinn hjá síðan árið 2021 og heitir Mørenot,“ segir Aðalsteinn. Hann fer af og til sem ráðgjafi til Litháen á vegum fyrirtækisins þar sem net sem notuð eru við plastveiðarnar eru þróuð. „Ég þekki til ákveðinna hluta,“ segir hann hógvær. „Þess vegna er verið að ráða fugla eins og mig í þetta. En ég er líka alltaf að læra sjálfur. Þegar ég er farinn að telja að ég kunni allt held ég að það sé kominn tími á að hætta þessu,“ segir hann og brosir. „Í sumar var ég í Litháen frá apríl og fram í júlí og þar vorum við að vinna að hönnun útbúnaðar til að fiska plast með sem árangursríkustum hætti. Það er nú eiginlega þannig að fyrst þegar maður fer út fyrir túngarðinn sér maður hvað heimurinn er stór.“ Sjómannsins eðli að veiða sem mest Á milli vinnutarna erlendis kemur Aðalsteinn heim og er þá að vinna með teikningar og tekur þátt í fundum á vegum fyrirtækisins með aðstoð fjarbúnaðar. Hann segir að mikið af plastinu í hafinu komi frá sjávarútvegi, en einnig frá landi. Hvernig upplifun er það að sjá mengunina raungerast í plastinu í sjónum? „Það er frekar ógeðslegt,“ segir hann og sýnir blaðamanni myndir sem hann hefur tekið á skipunum. Netið sem notað er virðist vera nokkurs konar poki með vængjum fyrir framan sem beina plastrekinu rétta leið. Er búnaðurinn orðinn góður að þínu mati? „Það er alltaf verið að þróa hann og bæta,“ segir Aðalsteinn. „Það vinnur mjög hæft fólk við þetta, verkfræðingar og aðrir fag­ aðilar. En þarna koma ýmsar gerðir af fólki að hugmyndavinnunni. Ég segi yfirleitt mína skoðun hvort sem mönnum líkar það eða ekki, en beygi mig líka alveg undir ákvörðun annarra ef þess þarf,“ segir hann. Hann hefur sannarlega farið víða. Farið til Busan í Suður Kóreu, til Kanada, Bandaríkjanna, Grænlands og Færeyja svo nokkuð sé nefnt. En hann segist eiga eitt Norðurland­ anna eftir, það er Finnland. „Það er sjómannsins eðli að veiða sem mest og það er sama hvað það er,“ segir hann þegar spurt er hvort þetta sé hugsjónastarf. Sjórinn tekur ekki endalaust við Aðalsteinn segir að plastið sem fangað er sé grófflokkað úti á sjó og endurunnið eins og hægt er. „Það hafa til dæmis verið framleidd sér­ stök sólgleraugu úr endurunnu plasti úr sjónum. Ocean Cleanup vinnur líka með umhverfisstofnun­ inni Det Norske Veritas og plastið er vottað að kröfum hennar þegar það kemur í land. Þetta skiptir máli upp á að koma því í verð. Svo er líka verið að hreinsa ár og til þess eru notaðir sérstakir prammar og girðingar. Það er hins vegar erfitt að fást við mengunaruppsprett­ una sjálfa, þ.e. sem er í löndum þar sem ekki er skilagjald. En þegar ég var krakki var sagt hér á Íslandi að sjórinn tæki endalaust við. Svo við ættum ekki að vera að dæma aðra. En nú sér maður orðið mik­ inn mun á umgengninni svo sem ef maður lítur í kringum sig hér inni á Fróðárrifi. Þar sá maður áður alls konar drasl en það sést ekki lengur. Það er líka miklu betur passað upp á hlutina við löndun í dag. Nú má orðið bara henda lífrænu efni og bylgjupappa í sjóinn, engu öðru. Það er mikil bylting og það er mikil vægt að bjóða upp á skilagjald til að minnka freistnivandann sem mest,“ segir Aðalsteinn að endingu. gj/ Ljósm. gj og úr einkasafni. Á Kyrrahafinu 2021. Fiskað við strendur Afríku. Plasti safnað á Kyrrahafi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.