Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 86

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 86
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202286 Í blíðviðri nóvembermánaðar sett­ ist blaðamaður Skessuhorns niður með Álfheiði Björk Marinósdóttur kennslustjóra á Hvanneyri. Sam­ talið á sér stað á heimili hennar og Þórarins Sigurðssonar í Borgar­ nesi. En það er ljóst að verið er að ræða við ekta Skagfirðing. „Ég er fædd og uppalin á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi hinum forna,“ segir Álfheiður. Ertu sem sagt Lýt­ ingur? „Já, ég er Lýtingur ofan á allt annað! Það þótti reyndar ekki merkilegt að vera Lýtingur í Skaga­ firðinum í gamla daga, þar væru bara búskussar sem hefðu meira gaman af því að skemmta sér og rápa á bæi en að sinna búskapnum. En þegar ég er að alast upp, fædd 1959, heyrði ég alls konar sögur af Lýtingum,“ segir hún og hlær. Hún er fædd í mars og ljósmóðirin rétt náði í bæinn í stórhríðinni sem þá var áður en hún skaust í heiminn, það fimmta af sex börnum foreldra sinna, Guðlaugar Egilsdóttur og Marinós Ásvalds Sigurðssonar. Vorin lifa í minningunni Foreldrar Álfheiðar hófu búskap á Álfgeirsvöllum um 1945. „Pabbi tók við búi af afa sínum og ömmu. Þau voru af kynslóð sem lifði gríðar­ legar breytingar, slógu með orfi og ljá og upplifðu líka alla vélvæð­ inguna, framræsluna og virkjan­ irnar,“ segir Álfheiður. Heimaraf­ stöð var á bænum frá 1929 allt fram til ársins 1972 þó svo að veituraf­ magn væri komið á næsta bæ. „Svo ég ólst upp við að í vondu veðri yrði rafmagnslaust og kýrnar þá mjólkaðar með höndum,“ segir Álfheiður. „Það var blandað bú heima, um 250 fjár og 16­20 kýr, ekta vísitölubú. Svo voru alltaf einhver hross.“ Álfgeirsvellir eru framan við Varmahlíð vestan megin í Skagafirðinum, í Efribyggð. „Bæirnir þarna standa frekar hátt, í 200­250 metra hæð yfir sjó,“ segir hún. „Svo við höfðum dásamlegt útsýni út fjörðinn og yfir eyjarnar á Skagafirðinum. Vorin þarna eru mínar bestu bernsku minningar; þegar sólin skoppaði yfir hafflöt­ inn og kom svo upp á bak við fjöllin í Út­Blönduhlíð. Vormorgnarnir voru ógleymanlegir.“ Laumaðist burt Í þá daga voru börn með í öllum verkum og sendiferðum. Þegar Álf­ heiður komst á unglingsárin fór hún að vinna á vélum eins og gekk og gerðist. Annríkið hófst um leið og fór að vora. „Þá þurfti að plægja, tæta flög og valta. Maður sat á vél­ inni og keyrði hring eftir hring, oft á kvöldin og fram í nóttina. Það var ekki amalegt að slá gras í sumarnóttinni,“ segir hún. Systk­ inin höfðu alltaf einhver verk, voru send í allskonar snúninga, náðu í mjólkina og sóttu og ráku kýrnar, gáfu kálfum og ráku úr túnum. „Stundum fannst manni alveg nóg um og laumaðist eilítið frá til að heyra ekki þegar kallað var,“ segir Álfheiður. Elsta og yngsta systkinið voru strákar og fjórar stelpur í milli, hún yngst stelpnanna. „Við krakkarnir þurftum t.d. á sumrin að ganga frá eftir hádegismatinn, sópa gólf og fleira. Ég man að yngri bróðir minn vildi gjarnan leika fyrst og fara svo í verkin, því verkefnalist­ inn var langur og honum fannst að annars gætum við ekki leikið okkur. En ég vildi frekar taka verkin fyrst,“ segir hún og hlær. „Við höfum alltaf verið góðir vinir, það eru bara 18 mánuðir á milli okkar í aldri. Hann býr í Stykkishólmi og eitt af því sem við gerum er að taka saman slátur á haustin og höfum gert það í tuttugu ár.“ Bróðirinn heitir Álf­ geir og bæði hafa þau fengið nöfnin sín frá æskuslóðunum. „Álfgeir var landnámsmaður á Álfgeirsvöllum,“ segir Álfheiður. Tvær systur hennar búa á Akureyri og skruppu í slátur­ gerð til hennar og Álfgeirs síðast­ liðið haust. Amma reri til fiskjar Blaðamaður spyr nánar um bak­ grunninn. „Pabbi var hálfur Skag­ firðingur og hálfur Vestfirðingur,“ segir Álfheiður. „En mamma var Skagfirðingur í báðar ættir og var alin upp í Vallhólmi. Foreldrar hennar bjuggu lengi á Miðgrund í Blönduhlíð. Ingibjörg Björns­ dóttir móðuramma mín hafði einmitt mikið dálæti á Sigurjóni Rist vatnamælingamanni því hann kom alltaf við hjá þeim þegar hann vann við mælingar í Héraðsvötn­ unum.“ segir hún. Af því sem á eftir kemur er ljóst að nefnd Ingi­ björg hefur verið kjarnorkukona. „Amma og afi Egill bjuggu fyrstu búskaparárin sín úti á Skaga en fluttu inn á Reykjaströnd 1921 og þar réri hún til fiskjar með köll­ unum á Ströndinni sem ung kona. En þeir vildu ekki hafa hana upp á hlut svo hún fékk bara það sem hún dró. Þessu gleymdi hún aldrei, en sagði að það hefði samt oft verið hún sem kom með stærstan hlut að landi. Amma var fædd 1896 og dó 101 árs gömul árið 1997. Svo þarna erum við að líta langt aftur í tím­ ann. Þó þarf ekki endilega að fara svona langt til þess að konur væru ekki taldar gjaldgengar,“ segir Álf­ heiður. Ljósfaðir Við ræðum áfram um ræturnar í Skagafirðinum. Egill Gottskálks­ son langa langafi Álfheiðar og afi og alnafni Egils afa hennar bjó á Skarðsá í Sæmundarhlíð. Hann var sagður góður búhöldur og var í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði ásamt því að vera farsæll ljósfaðir sem tók á móti einhverjum 600 börnum í heiminn á sinni tíð. Og talið berst líka að sterkum konum í ættinni. „Amma Ingibjörg átti átta börn en missti eitt,“ segir Álf­ heiður. „Mamma var númer þrjú í röðinni og hún fór í fóstur tæplega eins árs til afa síns og ömmu í Bakka í Vallhólma, það var örugglega gert til að létta á heimilinu. En tólf eða þrettán ára fór hún svo að vinna fyrir sér og var í Húsey hjá Felix og Efemíu sem þar bjuggu. Ég held að mamma hafi alltaf búið við ágætis atlæti þó hún færi snemma að vinna fyrir sér. Hún átti alltaf gott sam­ band við foreldra sína og systkini; þau eru öll dáin.“ Nám eftir barnaskóla Þegar Álfheiður komst á unglings­ aldurinn stóð allt eins til að hún færi í gagnfræðaskóla á Sauðárkróki. En stúlkan var þversum og vildi heldur fara til Akureyrar í skóla. Það gekk eftir og þá fékk hún inni hjá annarri móðursystur sinni af tveimur sem þar bjuggu og var í fæði hjá hinni. Á Akureyri fór Álfheiður í landspróf. Svo orsakaðist að hún féll þar í einu fagi, það var í ensku. „Þeir nem­ endur sem höfðu fallið í einhverju á landsprófi fóru í 4. bekk, þá tók við virkilega skemmtilegt ár,“ segir Álfheiður. Námið gekk vel og um vorið ákvað hún að fá sér vinnu og var eitt ár hjá Íspan á Akureyri. „Svo fannst mér ég þurfa að mennta mig meira og sótti um í Samvinnu­ skólanum á Bifröst. Ég fékk ekki inni þar, annars hefði ég kannski orðið kaupfélagsstjóri,“ segir hún og hlær. „En þá fór ég í búfræðina á Hvanneyri. Hún var þá eins árs nám sem nú er tvö ár. Við vorum fyrir bragðið í skólanum frá morgni til kvölds og á laugardagsmorgnum. En þetta var mjög skemmtilegt og ekki síður praktískt nám.“ Góður skóli á Hvanneyri Það var ekki alltaf verið að fara milli landshluta í þá daga. Þegar Álfheiður lagði af stað norður vorið 1978 var allt orðið grænt á Hvann­ eyri, kýrnar komnar út og grasið komið vel af stað. „En það hafði ríkt norðanátt lengi og þegar við komum yfir Holtavörðuheiðina er Fólk þarf að viðra vængina til að læra að fljúga Rætt við Álfheiði Björk Marinósdóttur kennslustjóra við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri Álfheiður Björk. Þórarinn og Álfheiður á siglingu sumarið 2020. Hjólatúr til Grundfør norðan við Árósa í júlí 1982. Hluti nemendahópsins úr búvísindanáminu á Hvanneyri í útskriftarferð sumarið 1989 ásamt viðhengjum. Álfheiður fremst til vinstri. Hús fjölskyldunnar í Vanderup kvatt og lagt af stað til Íslands árið 1998.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.