Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 87

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 87
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 87 Snæfellsbær sendir lesendum Skessuhorns og öðrum Vestlendingum hugheilar jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Gleðilega hátíð mér minnisstætt að það blasti við allt annað ástand, gróður var ekk­ ert kominn af stað, allt grátt og ekki stingandi strá,“ segir hún. „En ég fann það þegar ég kom norður hvað ég hafði verið í gagnlegu námi á Hvanneyri. Ég lærði þar vélfræði og allskonar gagnlega hluti varð­ andi viðgerðir sem ég nýtti mér ágætlega, gat bæði notað rafsuðu­ og logsuðutæki og bjargað mér með ýmsar smáviðgerðir.“ Álf­ heiður vann heima hjá foreldrum sínum um sumarið og fór svo á sláturtíð á Sauðárkrók um haustið. Síðan gerðist hún fjármaður hjá bróður sínum í Kollafjarðarnesi á Ströndum um veturinn. En þá var kominn tími til að halda áfram menntaveginn. Danmörk – mölin rökuð Í þetta sinn fór Álfheiður ásamt vinkonu sinni í bútækninám við Vejlby landbrugsteknikerskole við Árósa í Danmörku. Þar var tveggja ára landbúnaðartækninám sem skiptist í jarðræktar­, húsdýra­ og rekstrar svið. „Ég valdi húsdýrin,“ segir hún. „Við kunnum mjög vel við okkur. Skólastjórinn vildi að við færum á dönsk bú í nokkra mánuði áður en skólinn byrjaði til að komast inn í tungumálið. Svo við fórum út 1. maí og unnum um sumarið sín á hvorum bænum. Hún fór á skólabúið og ég á næsta bæ þar sem var dásamlegt fólk sem ég hélt sambandi við alla tíð. Þau hétu Dorothea og Tage. Þarna var kúa­ búskapur, um sextíu Jersey kýr sem eru frekar smáar og gefa feita mjólk, eina þá bestu sem hægt er að fá. Þetta eru afar skemmtilegir gripir með gott lundarfar. Þarna var áber­ andi snyrtilegt bú og röð og regla á öllu,“ segir hún brosandi. „En það var engin lognmolla. Það var byrjað klukkan sex á morgnana og ef ég kom eina mínútu yfir sex var mér sagt að ég væri sein. Klukkan átta var farið inn í morgunmat og svo unnið fram að hádegi. Eftir matinn gat maður lagt sig, en klukkan eitt var aftur farið út að vinna. Svo mjólkaði ég kvöldmjalt­ irnar og Dorothea eldaði. Hún var með stóran matjurtagarð þar sem var mikið af allskonar grænmeti og berjum og ef laus stund var reytti ég illgresi. Snyrtimennskan var slík að ef það komu hjólför í planið var mölin rökuð,“ segir Álfheiður. Sextíu prósenta verðbólga Í ágúst var svo fornámskeið sem þær vinkonurnar sóttu á vegum skólans. „Þetta var nokkurs konar þriggja vikna upprifjunarnámskeið. Flestir nemendurnir voru strákar sem höfðu verið að gegna herþjón­ ustu en síðan fjölgað nemendum þegar námið hófst seinnipartinn í ágúst,“ segir Álfheiður. „Sumarið milli skólaáranna fóru nemendur í verknám og ég fór í fjórar vikur á minkabú nálægt Vejle á Jótlandi, það var eitt stærsta bú Danmerkur á þeim tíma. Síðan lá leiðin yfir að Trollesminde á Sjálandi þar sem þá var rannsóknarbú á vegum ríkisins og m.a. stundaðar fóðurrannsóknir á ýmsu búfé.“ Námið kláraðist svo í febrúar­ lok 1981. Á þessum tíma var þetta nám ekki lánshæft, en vinkonurnar börðust fyrir því að svo yrði og það tókst á endanum. „En ég hefði betur sleppt því, á þessum tíma var brjáluð verðbólga á Íslandi og ég hef aldrei borgað örfáar krónur jafn dýru verði og þurfti líka hvort eða er að vinna með náminu. Verð­ bólgan var nálægt 60% á þessum tíma,“ segir Álfheiður. Vinkon­ urnar sigldu svo heim með Detti­ fossi frá Kaupmannahöfn og voru fjóra sólarhringa á leiðinni. „Við borðuðum þar með yfir­ mönnunum en spiluðum við háset­ ana. Þá sá maður vel hversu mikil stéttaskipting ríkti í öllum aðbún­ aði um borð.“ Noregur og heim að Hólum Þegar heim kom frá Danmörku langaði Álfheiði mest þangað aftur. En leiðin lá til Noregs, í janúar 1982. Þangað fór hún til að læra meira um loðdýrarækt eftir að hafa skrifað lokaverkefni sitt á Vejlby um þá búgrein. Hún vildi læra meira og fór í námsdvöl að Ási í Nor­ egi gagngert til að læra loðdýra­ rækt. Þar er norski Landbúnaðar­ háskólinn til húsa og Magnús B. Jónsson skólastjóri á Hvanneyri var búinn að koma henni í sam­ band við aðal prófessorinn þar í loðdýrarækt. „Það var samið um að ég ynni á skólabúinu og fylgdi ferlinu í minka­ og refaræktinni í eitt ár auk þess að sækja ákveðna námsáfanga,“ segir Álfheiður. „Um vorið fékk ég svo vinnu sem flokks­ stjóri hjá sveitarfélaginu í sex vikur og fór síðan í sumarafleysingar á skólabúinu. Um haustið lærði ég síðan skinnaflokkun og skinna­ verkun. Starfsfólkið sem vann á rannsóknarbúum skólans var að stórum hluta ungt fólk milli tvítugs og þrítugs og við ferðuðumst tölu­ vert saman, gengum t.d. á skíðum fram í maí. Ég náði meira að segja að taka þátt í 60 km skíðagöngu og labba á Galdhøpiggen sem er hæsta fjall Noregs. Svo skrapp ég til Dan­ merkur til að heimsækja vini mína frá Vejlby. En áður en ég fór heim hafði Jón Bjarnason skólameist­ ari á Hólum boðið mér starf við uppbyggingu loðdýraræktar við skólann. Svo ég fór beint þangað og man að þá var þar svakalegur snjór! En eftir þetta var ég viðloð­ andi Hóla í ein tíu ár. Það var góður tími,“ segir hún og brosir. Ekkert hús fyrir dýrin Álfheiður fór til starfa á Hólum í janúar 1983, en ákvað sumarið 1986 að ná sér í meiri menntun og skráði sig í BS nám í búvísindum á Hvann­ eyri. „Ég fékk leyfi frá Jóni skóla­ meistara til að fara í námið en halda stöðunni við skólann og keyrði nán­ ast allt haustið um helgar norður á Hóla til að vinna. Þar kenndi ég, vann við skinnaflokkun og var ráðu­ nautur. En svo sá ég að ef ég ætl­ aði ekki að falla í náminu yrði ég að minnka vinnuna. Ég fór þó alltaf á sumrin norður til að vinna en hætti að vera bústjóri yfir loðdýrabú­ inu eftir að hafa verið þar í fjögur ár og komið því á koppinn. Það var ekki bara skólinn sem var að byggja sér bústofn þarna heldur höfðu bændur fyrir norðan keypt mis­ mikið af dýrum. En þetta verkefni fól ýmsar áskoranir í sér, svo sem að þegar dýrin komu í apríl 1983 var ekki búið að reisa húsið yfir þau. Svo við urðum að hugsa í lausnum og útbjuggum gamlan bragga til bráðabirgða,“ segir Álfheiður. Örlagaríkt hestamannamót Segja má að dvölin á Hólum hafi reynst örlagaríkari en fyrir var séð. Þar var Álfheiður með hesta og sumarið 1986 brá hún sér á hestamannamót á Gaddastaða­ flötum. Þar var ungur maður með vinum sínum, Þórarinn Sigurðs­ son úr Borgarnesi og varð þeim vel til vina. Hjá Álfheiði var þá fyrirhugað að fara í námið á Hvanneyri, en hann var á leið til Darmstadt í Þýskalandi til náms í mælingaverkfræði. Svo ef meira ætti að verða úr þessu var ljóst að ekki yrði auðvelt um miklar sam­ vistir. En þau ákváðu að halda sínu striki og næstu þrjú árin voru þau í fjarbúð með gagnkvæmum heimsóknum. Menntaskólanemar úr MA í plöntun á Hólum í Hjaltadal um 1990. Seðla- bankastjóri annar frá vinstri með rauðan plöntustaf. Fóðurgerð á Hólum 1983. Í góðu yfirlæti í garðinum hjá „Opa og Oma“ í Darmstadt. Allir fengu að taka þátt í vorverkunum. Framhald á næstu opnu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.