Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 88

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 88
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202288 Þýskaland Þegar Álfheiður lauk nám­ inu fór hún að Hólum að kenna í búfræðinni og var með ung­ lingavinnuna á sumrin. Í júlí 1991 fæddist fyrsta barnið þeirra Þórar­ ins á Sauðárkróki og fékk nafnið Sigurður. Um haustið fluttu þau svo öll í litla íbúð hjá yndislegu eldra fólki í Darmstadt. Ég fór heim á sumrin fyrstu tvö árin sem við bjuggum saman í Þýskalandi og vann á Hólum, þangað til að Þór­ katla okkar fæddist. Ég hélt alltaf góðum tengslum við Hóla og á bara góðar minningar um dvölina þar, þetta var dásamlegur tími,“ segir hún. Þegar Þórarinn lauk svo nám­ inu í Darmstadt bauðst honum starf í Frankfurt og síðan í Flensborg. „Svo við bjuggum saman í Þýska­ landi í sjö ár,“ segir Álfheiður. „Ég var hins vegar heimavinnandi eftir að börnin urðu tvö og eftir að þau urðu þrjú var alltaf nóg að gera.“ Vörn gegn kanínum En menntunarþörfin var alltaf til staðar og þegar hún var ólétt að Þórkötlu datt henni í hug að fara að læra skógarvarðaverkfræði sem var kennd við háskólann í Darmstadt. „Við höfðum samband við skógarvörðinn í Odenvald og mér var boðið í sex mánaða verk­ nám þar, segir Álfheiður. „Ég kunni lítið í þýsku en það skipti ekki öllu máli því skógarverðirnir voru af svæðinu og töluðu mikla mállýsku svo það var reyndar erfitt að skilja þá yfirleitt,“ segir hún og hlær. „En það var gaman að fá þessa reynslu og kynnast alvöru skógi. Þarna var til dæmis verið að fella greniskóg og planta laufskógum í staðinn til að auðga jarðveginn, það vantaði sem sagt laufið. Svo við plöntuðum eik í staðinn. Meðal þess sem ég fékkst við var að vefja neðsta hluta trjástofnanna með plasti svo kan­ ínurnar ætu ekki börkinn. Ég man að haustið 1992 gerði mikið hvass­ viðri og þá féllu risastór tré, við vorum þá að grisja og saga eikur sem voru allt að metra í þvermál.“ Amma og afi í Þýskalandi Árið 1995 fæddist yngsta barnið Snorri Freyr á katólsku sjúkrahúsi í Darmstadt. „Við leigðum þá hjá þessum yndislegu eldri hjónum sem voru eins og afi og amma barnanna okkar,“ segir Álfheiður. „Maðurinn var frá þáverandi Tékkóslóvakíu, en konan frá Slesíu þar sem Danir og Þjóðverjar höfðu jú ætt fram og til baka á stríðsárunum. Þar hafði hver herdeildin af annarri komið og hirt allt svo það var erfitt um mat. Eftir seinni heimsstyrjöldina var víða í Þýskalandi úthlutað stórum lóðum eins og hjá þeim þar sem fólk gat ræktað og haft hænur. Við leigðum hjá þeim í um fimm ár og þau komu í heimsókn til okkar eftir að við fluttum til norður Þýskalands eins og afar og ömmur gera. Svo þegar við fórum loks heim árið 1998 keyrðum við niður til Darmstadt og heimsóttum þau og fleiri félaga okkar til að kveðja.“ Hvanneyri Álfheiður hafði nóg að gera þegar heim var komið, þau Þórarinn voru með þrjú börn og heimili. En ný ævintýri biðu handan við hornið. „Þá var verið að setja Fóður eftirlitið á stofn á Hvanneyri og það átti að hafa eftirlit með framleiðslu á loð­ dýrafóðri á landsvísu. Magnús B. Jónsson bauð mér starf þar. Við fjölskyldan vorum þá búin að taka ákvörðun um að setja okkur niður norðan megin Hvalfjarðar því Þórarinn fékk starf hjá Landmæl­ ingum Íslands sem þá voru að flytjast á Akranes.“ Á Hvanneyri beið Álf­ heiðar að kynna sér og byggja upp verkferla varðandi fóðureftirlitið og hún fór í þeim tilgangi ásamt dr. Birni Þorsteinssyni til Danmerkur. „Þetta var rannsóknastofa á Norð­ ur­Jótlandi þar sem ég þekkti vel til og þangað sóttum við alla okkar þekkingu,“ segir hún. Ég var við þetta í hálfu starfi þar til mér bauðst staða kennslustjóra við skólann árið 2003 og ég var þá búin að ná mér í kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri. Það nám hefur gagnast mér vel. Ekki síst var gagnlegt að kynna sér hvaða námslegu erfiðleika nemendur fást við og vandamál eins og lesblindu, athyglisbrest og fleira sem þeir þurfa að takast á við.“ Kennslustjórinn Kennslustjóraembættinu hefur Álfheiður gegnt síðan, eða í tæp tuttugu ár. Hún segir að þegar komi að því að greiða götu nem­ enda hjálpi það henni mikið að hafa farið gegnum mylluna sjálf. „Mitt sterkasta svið í kennslu­ réttindanáminu var námskrár­ fræði, sem hefur reynst vel,“ segir hún. Fyrst var hún nánast ein starfandi á kennslusviði skól­ ans, en nú eru þar fimm starfs­ menn í mismiklu starfshlutfalli auk námsráðgjafa í hálfu starfi. „Skólinn hefur þróast mikið síðan 2003 og sem dæmi má nefna að þar er nú mikið af erlendu starfs­ fólki og erlendum skiptinemum. Við vinnum í nánum tengslum við nemendur og kennara og stundum koma upp flókin mál sem leysa þarf úr,“ segir Álfheiður. „Ég á mikil samskipti við brautarstjórana og deildarforseta varðandi upp­ byggingu námsins og framkvæmd kennslunnar. Svo bý ég að góðu tengslaneti stundakennara sem oft hefur komið sér vel, margir þeirra hafa haldið tryggð við okkur í mörg ár. Ég vinn þarna með afar góðu fólki. En fyrst og fremst hef ég lært af lífinu að sýna starfi mínu auðmýkt.“ Borgarnes Það brennur spurning á blaða­ manni. En hvernig er það með lagið Álfheiður Björk eftir Eyjólf Kristjánsson? Hún hlær. „Það er gaman að fá þessa spurningu. Eyjólfur hefur einmitt komið tvisvar á Hvanneyri í haust og sungið lagið. Ég segi hiklaust já þegar ég er spurð hvort það sé um mig. En ég er ekki einu sinni viss um að ég hafi vitað hver hann var þegar lagið kom út á sínum tíma. En vinur okkar sendi Tóta diskinn og Tóti skildi fyrst ekkert í því af hverju. En það skýrði sig svo sjálft,“ segir Álfheiður kímin á svip. Aldrei þrifist á hrósi Börn Álfheiðar og Þórarins eru flogin úr hreiðrinu, eitt býr í Reykjavík, annað í Svíþjóð og það þriðja á Akureyri. Álfheiður er ánægð með þetta og segir að fólk verði að viðra vængina, þeir læri aldrei að fljúga sem ekki geri það. Hægt er að taka undir þetta enda er ljóst að sjálf hefur hún fylgt slíku hugarfari í lífinu og lært margt á þeirri vegferð. Nú býr hún í Borgar nesi þar sem víðsýnt er og rólegt og ræktar býflugur í frí­ stundum. Lokaorðin á hún sjálf: „Ég hef alltaf kunnað því vel að vera manneskjan á bak við tjöldin, hef aldrei þrifist á hrósi og lærði það á unga aldri að ganga í verkin án þess að velta fyrir mér hvort þau væru leiðinleg eða skemmtileg.“ gj/ Ljósm. gj og úr einkasafni Loksins snjóaði í Vanderup. Myndin er tekin veturinn 1998. Dásamlegur dagur í Vanderup. Hvanneyri í febrúar 1989. Myndefnið: Góða veðrið, bíll Álfheiðar, hrossin, heimavistin, snjórinn og ruslapokarnir. Guðlaug og Marinó á Álfgeirsvöllum. Myndin er tekin 1974.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.