Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 97

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 97
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 97 Fljótari að koma frá Spáni Við tók furðuleg atburðarás. Þetta hafði tekið tíma því læknirinn í Búðardal vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Hann hafði samband við bæklunarlækni í Reykjavík sem ráðlagði að hreinsa sárið vel og binda utan um þetta, það dygði því táin var ekki brotin. Með þetta fór Steini heim og var settur á vægan sýklalyfjaskammt. En honum leið æ verr í fætinum þegar fram í sótti svo þau ákváðu að fara suður á bráða­ móttökuna. Þórey segir að þá hafi tekið við einkennilegur tími og svo langur að mamma hennar var í raun fljótari að koma heim úr fríi á Spáni til aðstoðar með börnin en Steini að fá úrlausn sinna mála. Þetta var á þriðjudegi og það var ekki fyrr en síðla fimmtudagskvölds sem Steini komst í aðgerð sem reyndist bráð­ nauðsynleg, það var komin slæm sýking í sárið og fóturinn í hættu. Ónei „Eftir á að hyggja þá gat ekkert annað gerst en að það kæmi sýking í þetta,“ segir Steini. „Kúlan í byssunni var náttúrulega ósótthreinsuð. Svo fór hún gegnum byssuna sem heldur var ekki sótthreinsuð, gegnum hausinn á hrútnum og skó og sokka.“ Blaða­ maður spyr hvort þetta hafi verið mestu erfiðleikarnir í þeirra samveru og búskap á Leiðólfsstöðum II. Þau hlægja bæði: „Ónei!“ Það er greini­ lega af nógu að taka. Íslenskur landbúnaður Steini hefur ákveðnar skoðanir á íslenskum landbúnaði og talar af reynslu og þekkingu. Hann segist hafa miklar áhyggjur af minnkandi sauðfjárbúskap í Dölum. „Mat­ vælaframleiðsla er þjóðinni gríðar­ lega mikilvæg og við megum ekki minnka hana meira, hvort sem er í kjöt­ og mjólkurframleiðslu,“ segir hann með alvöru. „Því miður segi ég að stjórnvöld og fólk almennt fatti ekki hvað er að gerast og þetta á bara eftir að versna. Það eru svo margir hættir búskap og smala­ mennskur eru orðnar mjög erfiðar. Ég held að Íslendingar þyrftu fyrst að verða svangir einu sinni til að meta það sem bændur eru að gera. Fólk er komið svo langt frá raun­ veruleikanum og skilur ekki að fæðuöryggi landsins er ekki sjálf­ sagt. Það heldur bara að allt sé í lagi og maturinn muni alltaf fást úti í búð. En við þurfum að rækta sem mest hér heima. Ef sam­ göngur hingað lokast af einhverjum ástæðum þurfum við að geta séð um okkur sjálf.“ Lagast eftir tíu ár Þórey er manni sínum sammála og bendir á að samstaða meðal bænda megi vera betri og ekki eigi að aðskilja einstakar búgreinar í því sambandi, þetta sé allt mat­ vælaframleiðsla. Meðal þess sem berst í tal varðandi aðbúnað bænda eru rafmagnsmálin. Það er ekki heitt vatn í Laxárdal, en þau fá raf­ magn niðurgreitt. Það er samt stór mánaðarlegur kostnaðarliður fyrir kúabú. En þau eru loks komin með þriggja fasa rafmagn svo tækin á bænum hættu í það minnsta að skemmast. En þá varð til annað vandamál; flutningslína rafmagns um Skógarströnd er afar ótraust og þau hafa aldrei áður orðið jafn oft rafmagnslaus. Þeim er sagt að þetta muni standa til bóta, en það gerist ekki fyrr en eftir nokkur ár. Fleiri aðilar, eins og t.d. Mjólkurstöðin, eiga við sama vandamál að stríða og þetta er mikilvægt byggðamál. Það þarf að bjóða þessa vöru Steini telur mikið vanta upp á nægilega kynningu á lambakjöti hér heima og skilur ekki af hverju verið er að flytja það út í svo miklum mæli meðan hægt væri að kynna það betur fyrir þeim tveimur milljónum ferðamanna sem sækja landið árlega heim. „Af hverju fáum við ekki ferðafólkið okkar til að smakka íslenska lambakjötið? Þó við fengjum bara 500 þúsund manns til að kaupa sér eina mál­ tíð væri það gríðarlegt magn. Svo skiptir máli að fá kjötið í slátur­ húsið á réttum tíma líka, beint af fjalli og beint í hús. Það vantar svolítið fagmennsku og metnað í þetta. Þó geta bændur ekki bara bent á aðra, þeir þurfa líka að gera sitt. Við eigum svo góðar vörur og mikil tækifæri sem við erum ekki að nota. Svo flytjum við ólíkleg­ ustu hluti inn. Það kemur t.d. ísbíll hingað heim á hlað. Heim á hlað hjá kúabónda? Með erlendan ís? Svo flytjum við meira að segja inn klaka til Íslands!“ Snobbið í Íslendingum Álagið er að sönnu mikið í búskapnum og Steini og Þórey segja að þegar þau fari í frí ráð­ ist það allt af afleysingu, í búskap er ekki um neina lögbundna frí­ daga að ræða. Þau fóru þó eitt sinn til Spánar, og Steini segir það hafa verið áhugavert. „Þá sá maður auð­ lindina sem við eigum. Á Spáni er hver einasti fermetri nýttur til ræktunar eða bygginga, en hér höfum við allt þetta pláss,“ segir Steini og hitnar í hamsi. „En gall­ inn er að snobbið er allt of mikið í Íslendingum, enginn vill vinna í fiski og í sláturhúsunum lengur, en áður voru sláturhúsin félagsmið­ stöðvarnar okkar á haustin. Það virðist vanta peninga út um allt. En hvernig fórum við að þessu áður fyrr? Við byggðum sjúkrahús og lögðum vegi þegar við lifðum fyrst og fremst af landbúnaði og sjávar­ útvegi. Það eru allt of fáar hendur núna sem taka peningana!“ Blaðamaður fer nú að tygja sig, enda búinn að tefja þau nóg frá verkunum. Lokaorð Steina eru vel valin og á léttari nótunum. „Ég held það sé mikilvægt að gera gaman úr hlutunum, gera grín og hafa gaman af þessu.“ gj/ Ljósm aðsendar. Árgerð 2021, ekinn 41 þ. km, dísil, 1598 cc, 136 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, dráttarbeisli. Kia Sportage Mild Hybrid Black Edition 997063 Staðgreiðsluverð 5.390.000 kr. 44.568 kr.Afborgun á mánuði* *m.v. 50% fjármögnunarhlutfall til 84 mánaða með 8,50% vöxtum. Heildarkostnaður: 6.435.390 kr. Árleg hlutfallstala kostnaðar 10,34% 590 2160 notadir.is VETRAR- & SUMARDEKK FYLGJA AUK DRÁTTARBEISLIS Yngri systkinin gleðjast yfir nýfæddum lömbum. Unnsteinn og Þórir Fannar. Lífið í sveitinni. Aðalheiður er vinstra megin á myndinni og Steini og Þórir Fannar fjær; stundum þarf að skríða til að komast í nánd við folald.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.