Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 99

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 99
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 99 leiðir og það liðu nokkur ár þar til þau hittust aftur og ákváðu þá að taka saman. Í millitíðinni hafði Hulda eignast litla dóttur, Bryndísi. Ekkert að marka út af inniskónum Hulda segir svo frá um þessi straumhvörf: „Við Soffi tókum saman eftir að hafa hist aftur árið 1959. Þá giftum við okkur og ég flutti hingað í Grundarfjörð, Bryn­ dís var þá þriggja ára. Brúðkaup okkar Soffa fór fram í Kópavogi um hávetur, 4. febrúar. Það var sr. Árelíus Níelsson sem gifti okkur og veisluhöld voru engin. En frænka mín og sambýlismaður hennar voru svaramenn.“ Hulda brosir við tilhugsunina. „Við vorum gift heima í stofu hjá sr. Árelíusi og konan hans spilaði á gítar og söng. Svo var farið á veitingastað­ inn Naustið og þar voru svara­ mennirnir einu veislugestirnir. Löngu seinna vorum við hjónin eitthvað að grínast með þetta og þá sagði Soffi: „Tókstu eftir því að karlinn var á inniskónum?“ Nei ég hafði nú ekkert tekið eftir því. En sr. Árilíus hafði verið á inniskónum. Ja, nú verð ég bara að fara að hugsa allt upp á nýtt, hugsaði ég, það er kannski bara ekkert að marka þessa giftingu fyrst presturinn var á inni­ skónum. Hann hlýtur að hafa átt einhverja spariskó en var ekki í þeim. En hjónabandið dugði vel engu að síður,“ segir hún brosandi. Svo var haldið heim í Grundar­ fjörð. „Ég man að við vorum dálítið öfunduð þegar við komum því við áttum Fíat bifreið. Ég hafði samt ekkert vit á því, pældi aldrei í bílum, enda voru engir bílar í Hrísey og ég hafði bara farið einu sinni til Reykjavíkur þar sem ég var í hálft ár í vist.“ Heimferðin gekk ekki hnökralaust enda hávetur og allra veðra von. „Þetta var 6. febrúar og leiðinda­ veður. Svo þegar við fórum niður Kerlingaskarðið var ég nærri farin að gráta því ég var svo hrædd. En þá sat Bryndís aftur í með lítinn gítar og sagði; „mamma þú þarft ekki að vera hrædd, ég skal spila fyrir þig!“ Svo það lagaðist náttúrulega allt strax við það,“ segir Hulda. Þau Soffi áttu saman þrjú börn til viðbótar, Magnús, Kristínu og Sóleyju. Þau eru öll búsett í Grundar firði nema Bryndís sem býr í Svíþjóð. Veikindi steðja að Hvað voruð þið Soffi saman lengi? „Hann dó árið 1999. Ég trúi því varla að það séu komin 23 ár síðan hann fór. Hann dó úr krabbameini í beinmerg og þjáðist mikið, þetta tók í allt um tvö ár og ég var nánast allan þann tíma á Akranesi því hann lá á sjúkrahúsinu þar. Svo voru börnin okkar þar líka til skiptis. Soffi var orðinn blindur undir það síðasta en heyrnin var það sem hann hélt hvað lengst. Ég var þarna og hélt í hendina á honum. Kom tvisvar á dag og alltaf á sama tíma og líklega fékk hann verkjalyf áður en ég kom. En það dugði alls ekki til.“ Þetta tók verulega á og Hulda gerði sér eiginlega ekki grein fyrir því hvað hún var orðin þreytt að leiðarlokum og var lengi að ná sér. „Ég ætla rétt að vona að þetta sé breytt núna og auðveldara að verkjastilla fólk,“ segir hún. Sumarfrí eftir fimmtán ár „Soffi var nýhættur að vinna þegar þetta var og var bara 74 ára. Við ætl­ uðum einmitt að fara að njóta lífs­ ins saman. Hann hafði alltaf unnið gríðarlega mikið og hafði ekki farið í sumarfrí í fimmtán ár þegar hann loksins leyfði sér slíkt. Hver heldurðu að geri svoleiðis í dag? Enginn!,“ segir Hulda ákveðin. „Við vorum búin að vera gift í fimmtán ár þegar við fórum fyrst í sumarfrí og það var bara vegna þess að ég hótaði honum öllu illu ef hann ekki kæmi og sagði; „allt í lagi Soffi minn, ef þú mátt ekki vera að því að koma með fer ég bara ein.“ En hann vildi það nú ekki. Svo við fórum til Mallorca.“ Gott að vera í fríi En hugarfar Soffa breyttist við að upplifa sólina og fríið, segir Hulda. „Fyrst þegar við komum út fannst honum molla og hiti og vildi fara heim með næstu vél. En ég hafði pantað þrjár vikur sem honum fannst að yrði allt of langt. „Hálfur mánuður væri nú nóg,“ sagði Soffi. En svo þegar fólk sem var með okkur fór að búa sig til heimferðar eftir hálfan mánuð klappaði hann á öxlina á mér og sagði: „Hulda mín, ég er nú bara eiginlega mjög sáttur við að þú skulir ekki hafa pantað hálfan mánuð.“ Hulda segir að þau hafi ferðast mikið eftir að þau gátu farið að leyfa sér að fara í frí, meðal annars með góðum félögum í Ferðaklúbbnum Eddu. Henni hafði ekki fundist hún hafa nóg að gera eftir að róðurinn létt­ ist á heimilinu og opnaði verslun. En hún hafði góða aðstoð þar og gat skipulagt sig til að komast burt. „Við fórum líka í einar níu heims­ reisur með Ingólfi Guðbrandssyni sem var frábær skipuleggjandi, það komst enginn með tærnar þar sem hann var með hælana á því sviði,“ segir hún. Enginn lífeyrissjóður Það hefur ekki verið mikið um það að Hulda hafi fengið greidd form­ leg laun fyrir vinnu sína. „Þegar ég vann í frystihúsinu heima í Hrísey eitt sumar fékk ég launaumslag, en síðar vann ég mest hjá mínum manni og þar voru nú ekki launa­ umslögin. En það var engu að síður mikil vinna. Ég sat t.d. stundum hérna í tröppunum heima hjá mér ásamt samstarfskonu og við töldum í launaumslögin. Svo voru alltaf menn sem komu í mat og stundum með skömmum fyrirvara. Það voru engir veitingastaðir hérna og ein­ hvers staðar urðu menn að borða ef þeir voru á ferðinni. Þetta og heim­ ilið var vinnan mín. Svo ég borg­ aði aldrei neitt í lífeyrissjóð. Svo þegar minn maður dó, þá fékk ég alveg heilar 77 þúsund krónur, takk fyrir.“ Soffi hafði greitt í lífeyris­ sjóð atvinnurekenda, sem reyndist ekki vera til lengur þegar á reyndi. Tískan óþekkt hugtak Þegar fram liðu stundir voru Hulda og Soffi orðin betur stæð en margir í plássinu. Hulda segir það ekki hafa verið alfarið auðvelt vegna umtals í bænum. Þau þóttu öðru­ vísi. „Það lenti svolítið á krökk­ unum sem var strítt út af þessu. Jú, vissulega áttum við peninga, en við höfðum líka unnið mikið, farið vel með og keyptum aldrei neitt nema að eiga fyrir því. Er það ekki einmitt út af slíku sem fólk eign­ ast eitthvað? Þó það reyki þrjár sígarettur á dag eða eitthvað svo­ leiðis,“ segir hún hlæjandi og á þar við sjálfa sig. „Ég veit t.d. ekk­ ert hvað tíska er og hef aldrei fylgt henni, ég fer bara í eitthvað sem mér finnst fallegt og kemur ekkert við þótt ég sé þá öðruvísi en aðrir.“ Uppgötvun á Siglufirði Hulda segist aldrei hafa haft neitt af Vilmundi blóðföður sínum að segja og slíkt getur orsakað óvænt atvik. „Hann átti fjögur börn í lausaleik áður en hann giftist og var ábyggi­ lega sprellfjörugur karl. Hann var sjómaður og var t.d. á togaranum Agli Rauða þegar hann fórst hér við Snæfellsnes í ársbyrjun 1955 og var einn þeirra sem bjargaðist,“ segir Hulda. En svo gerðist svolítið skrýtið. „Þegar ég var í síldinni á Siglu­ firði fyrir tvítugt kynntist ég stúlku sem var á sama ári og ég og við urðum góðar vinkonur. Hún hét Erna. Þarna var líka maður sem heitir Björgvin Jónsson sem síðar varð maður Ernu. Honum fannst við eitthvað keimlíkar og sagði við okkur eitt sinn: „Það kæmi mér bara ekki á óvart þótt þið væruð hálfsystur.“ Við komum af fjöllum, en vorum þó báðar skrifaðar Vil­ mundardætur. Svo kom það nátt­ úrulega í ljós að við vorum hálf­ systur. Mér hafði ekki komið þetta til hugar,“ segir Hulda. „Svo átti ég líka tvo bræður, tvíbura sem ég kynntist löngu seinna og vissi heldur ekkert af þeim. Annar þeirra var á olíuflutningaskipi sem kom hingað og sagði mér þá frá því að við værum systkini.“ Aðspurð hvort hún telji að hún sé lík þessum týnda föður sínum segir hún: „Þetta var léttur og skemmtilegur karl held ég en ég þekkti hann svo sem ekk­ ert. En ég reyni alltaf að sjá það skemmtilega í tilverunni.“ Að koma í Grundarfjörð Ég áræði að spyrja hvernig henni hafi fundist að koma inn í sam­ félagið í Grundarfirði á sínum tíma. „Það tók tíma, ég var eigin­ lega svarti sauðurinn, það sagði sig sjálft, manneskja sem átti barn og svo reykti ég og drakk. Aumingja Soffi minn þurfti að ganga í gegnum þetta,“ segir Hulda. „Ég var líka tólf árum yngri en Soffi. En þó það væri um okkur talað þótt­ ist maður bara hvorki sjá né heyra. Mér var alveg sama þótt fólk segði af okkur ósannar sögur. Við áttum að vera svo rík, en unnum samt eins og skepnur. Við byggðum t.d. þetta hús hér 1964 en fluttum inn í það alveg óklárað. Soffi var heldur ekki alinn upp við ríkidæmi. Pabbi hans drukknaði á vertíð frá fimm börnum, það var skotið á skipið þegar það var að fara út úr Reykja­ víkurhöfn og hann var úti á dekki að beita.“ Hulda segir að lífið hafi gefið sér þykkan skráp. „Svo ég kippi mér ekki upp við hluti. Ég var utanað­ komandi og var öðruvísi en þeir sem hér bjuggu. En það er kostur samt að hér er enginn sérstaklega háttsettur. Svo þó þetta hafi verið á margan hátt erfitt var þetta samt gott samfélag að koma í,“ segir Hulda. Hún tók fljótlega dyggan þátt í mannlífinu á staðnum. „Ég var í öllu, t.d. í Kvenfélaginu, Lions klúbbnum og félagi eldri borgara og ég var fyrsti formaður björgunar sveitarinnar. Ég gekk í Kvenfélagið strax í september árið 1961 að ráðum tengdamóður minnar. Gegnum það kynntist ég konum eins og Möggu í Dals­ mynni. Það var stórkostleg kona og við brölluðum margt saman, leikrit og hvað eina,“ segir hún með hlýju í röddinni. Frelsið Afrakstur ævistarfs Huldu og Soffa, fyrirtækið Soffanías Cecilsson hf. var selt til FISK Seafood ehf. fyrir nokkrum árum. Lofað var að starf­ semin yrði áfram í Grundarfirði. Hulda skiptir sér ekki af. En lífið er frjálsara og nú getur hún gert það sem hún kýs. Hún nýtur lífs­ ins samt mest heima við og notar stundaglös til að sitja ekki of lengi kyrr. „Annars stirðnar maður,“ segir hún. „Þetta hefur reynst mér vel.“ Hana vantar ekki ákveðnar skoðanir, svo sem um mikil­ vægi iðnmenntunar. „Það þarf að mennta fólk til að skapa raunveru­ leg verðmæti,“ segir hún. „Það er fínt að fólk sé langskólagengið á bókina, en við þurfum samt ekki voðalega marga þannig. Frekar fólk sem skapar bein verðmæti fyrir þjóðina.“ Að lokum stend ég upp og sé þá að það liggur hálfsaumað útsaums­ stykki á stól við hlið hennar. Hvort ég hafi tafið hana frá verkinu? Hún er snögg til svars og segir glettin: „Tafið mig? Þú bara rétt ræður hvort þú verður þess valdandi að ég geti ekki klárað þetta!“ Svo förum við út að borða saman á Kaffi 59. „Það er boðið upp á sperðla þar í dag,“ segir Hulda. gj/ Ljósm. gj og úr einkasafni Nýleg mynd af Brekku í Hrísey. Ljósm. úr einkasafni, birt með góðfúslegu leyfi eigenda hússins í dag. Útsaumur eftir Huldu. Ferðir Huldu og Soffa merktar inn á kort. Ljósm. gj. Hulda og Soffi uppábúin. Upphlutinn saumaði Hulda sjálf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.