Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 100

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 100
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022100 Andrea Ýr Arnarsdóttir bauð sig fram til setu í sveitarstjórn Hval­ fjarðarsveitar í sveitarstjórnar­ kosningunum sem haldnar voru 14. maí sl. hvar hún hlaut afger­ andi kosningu í fyrsta sæti. Hún var því fyrsti valkostur sem oddviti og var síðar kosin í það embætti af sveitarstjórn. Þetta var í fyrsta sinn sem Andrea gaf kost á sér í sveit­ arstjórnarkosningum en í Hval­ fjarðarsveit voru í ár óbundnar kosningar, eða persónukjör. Með­ fram oddvitastarfinu situr Andrea sem aðalmaður í stjórn Minn­ ingarsjóðs Einars Darra – Eitt líf og vinnur að ýmsum verkefnum innan sjóðsins sem á persónulegan stað í hjarta hennar þar sem Einar Darri er yngri bróðir Andreu. „Ég segi „er“ en ekki „var“ af því hann mun aldrei hætta að vera bróðir minn þótt hann sé látinn.“ Systkinasamband þeirra var og er einstakt og segir Andrea frá því að Einar hafi alltaf haft óbilandi trú á henni og var einkar duglegur við að stappa í hana stálinu, hvetja hana áfram og minna hana á að hafa trú á sjálfri sér. Hversdagslegar samverustundir eru dýrmætastar Andrea er fædd og uppalin í Reykja­ vík en flutti með fjölskyldu sína í Hvalfjarðarsveit sumarið 2018. Eiginmaður Andreu er Pétur Freyr Jóhannesson, húsasmíðameistari og byggingafræðingur. Saman eiga þau þrjú börn: Ísabellu Rós 9 ára, Baltasar Aron 7 ára og Móeyju Báru 1 árs. Þá á Pétur fyrir eina dóttur, Evu Marín sem er 12 ára. Fjölskyldan býr í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. „Það er óhætt að segja að við búum í drauma­ húsinu okkar sem við hönnuðum og byggðum að miklu leyti sjálf,“ segir Andrea en þau hjónin hafa bæði mikinn áhuga á hönnun og listsköpun. Að sögn segist Andrea hafa verið mikil listakona sem barn og átti það til að gleyma sér í alls konar föndri en hún hefur líka alltaf verið mikil tilfinninga­ vera. „Samvera er eitt af því sem lýsir minni fjölskyldu hvað best. Við höfum alltaf verið gott teymi og mjög náin. Mínar uppáhalds minningar úr æsku eru þess vegna þessar hversdagslegu samveru­ stundir með fjölskyldunni, þar sem við höfum bæði hlegið og grátið í bland og spjallað um allt milli himins og jarðar.“ Fyrstu kynni af Hvalfjarðarsveit Andrea hefur átt tengingu við Hvalfjarðarsveit frá árinu 2007 en þá fluttu móðir hennar, Bára Tóm­ asdóttir, og systkini í sveitina. Árið eftir, 2008, dvaldi Andrea um tíma hjá móður sinni og vann þá við leik­ skólann Skýjaborg í Hvalfjarðar­ sveit og voru það hennar fyrstu kynni af því að vinna á stofnun sem heyrir undir sveitarfélagið. Þegar Andrea flutti svo endanlega í Hval­ fjarðarsveit árið 2018 tók hún að sér formennsku í foreldrafélagi leik­ og grunnskólans og sat í þeirri stjórn í þrjú skólaár. Einnig sat hún sem áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd um tíma og fékk þar smjörþefinn af því hvernig vinna í slíkum nefndum fer fram. Hefur áhuga á mannlegu eðli Árið 2020 útskrifaðist Andrea frá Háskólanum á Akureyri með MSc gráðu í heilbrigðisvísindum með áherslu á geðheilbrigði en áður hafði hún lokið BA­gráðu í sálfræði. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannlegu eðli og þá sérstak­ lega hvað varðar geðheilbrigði. Ég var þó ekki alltaf ákveðin í að taka þessa stefnu, hvað nám varðar, en ég ætlaði mér lengi að læra arkítektúr og útskrifaðist þess vegna sem stúd­ ent af Hönnunarbraut við Tækni­ skólann,“ segir Andrea. Áhuginn á hönnun og list hefur þó ekki dalað og fær listsköpunin að blómstra í hjáverkum. „Svo er einstaklega skemmtilegt þegar maður fær tæki­ færi til að láta hvorutveggja list­ sköpunina og áhugann á mannlegu eðli njóta sín saman,“ segir Andrea en hún ásamt fleirum á vegum Minningarsjóðsins, í samstarfi við Menntamálastofnun eru að vinna að gerð fræðsluefnis sem ætlað er efstu bekkjum í grunnskóla (7. til 10. bekk). Um er að ræða náms­ efni í lífsleikni með forvarnargildi. Þar er farið yfir ýmsa þætti með fræðslu, umræðum og verkefnum. Fjallað er um ábyrga lyfjanotkun, fíkn, geðheilbrigði, sjálfsmynd, svefn, ofbeldi, heilbrigð bjargráð til að takast á við reiði, kynheilbrigði, málefni hinsegin fólks, að setja heil­ brigð mörk, þrautseigju og fleira. Fyrst og síðast elska ég sveitarfélagið mitt Fyrstu mánuðina í starfinu segir Andrea hafa verið gefandi ekki síður en lærdómsríka og krefjandi. „Það er mikið að læra inn á og þar sem ég hef ekki setið í sveitarstjórn áður þá hefur mikill tími farið í það að koma mér inn í það hvernig sveit­ arstjórnarmál á landsvísu virka, sem og stjórnsýslan í Hvalfjarðarsveit.“ Þá hjálpar það til að annað sveit­ arstjórnarfólk og starfsfólk sveitar­ félagsins hefur stutt vel við bakið á henni. „Það er ómetanlegt að hafa þetta hæfileikaríka fólk með mér og gæti ég þetta ekki án þeirra. Svo eru þau líka öll svo skemmtileg og það gerir alla vinnu auðveldari,“ segir Andrea og brosir. En af hverju ákvað hún að gefa kost á sér til setu í sveitarstjórn? „Fyrst og síðast elska ég sveitarfélagið mitt og vildi þess vegna leggja mitt af mörkum til að vinna í þágu þess. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem hafa unnið sveitarstjórnarstarf í gegnum tíð­ ina því það er ekki sjálfgefið að fólk sé tilbúið að leggja sig fram við að hlúa að samfélaginu en þannig lít ég á starf í sveitarstjórn. Við erum að hlúa að, efla og standa vörð um sveitarfélagið okkar. Við erum ekki alltaf sammála um hvernig sé best að gera það en markmið allra er það sama,“ segir Andrea og bætir við að það hafi einnig alltaf blundað í henni smá áhugi á stjórnmálum almennt. „Fjölskyldan mín og vinir hafa alltaf verið viss um að einn daginn tæki ég þátt í stjórnmálum en ég var þó ekki endilega sammála því. Það var kannski helst út af því að þau átök sem oft einkenna stjórnmál geta reynst tilfinningarverunni sem ég er, virkilega erfið.“ Hún lét það þó ekki stoppa sig og ákvað að gefa kost á sér eftir mikla hvatningu frá sínu fólki. „Ég bjóst þó alls ekki við að fá þá kosningu sem ég svo fékk og það kom mér virkilega á óvart. Ég var og er enn full þakklætis fyrir traustið sem mér hefur verið sýnt,“ segir Andrea. Fjölbreyttir vinnudagar Þann 1. júní 2022 tóku gildi nýjar reglur í Hvalfjarðarsveit er varða laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna. Nú er staða odd­ vita t.a.m. metin sem 50% af þing­ fararkaupi alþingismanna og sinnir Andrea því sem aðalstarfi og stefnir á að gera svo út kjörtímabilið. Hún vinnur mikið heiman frá sér en er einnig með skrifstofu til afnota í stjórnsýsluhúsi sveitarfélags­ ins. Hún segir vinnudagana vera mjög fjölbreytta og einkennast af fundum, kynningum, ráðstefnum, símtölum, almennri skipulagsvinnu og tölvupóstsamskiptum. „Annars einkennast allir mínir dagar af því að hugsa um börnin mín, skutla og sækja, lesa heima, elda kvöld­ mat og þar fram eftir götunum – í góðri samvinnu við betri helm­ inginn minn,“ segir Andrea en hún reynir líka að koma inn hreyfingu nokkrum sinnum í viku. Þá er það helst hlaup sem verður fyrir valinu þar sem hlaup virkar bæði sem hreyfing og núvitund sem veitir henni þá ákveðna hugarró. Hafðu trú á þér Rætt við Andreu Ýr Arnarsdóttur oddvita Hvalfjarðarsveitar og aðalmann í stjórn Minningarsjóðs bróður síns, Einars Darra – Eitt líf Andrea Ýr Arnarsdóttir er oddviti Hvalfjarðarsveitar. Andrea og Pétur með dóttur sína, Móeyju Báru. Systkinin Einar Darri, Andrea Ýr og Aníta Rún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.