Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 108

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 108
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022108 Á bænum Laxárholti í Hraunhreppi eru um sextíu mjólkandi kýr og kornrækt á sér um fjörutíu ára sögu. Unnsteinn sem kallaður er Steini, er fæddur og uppalinn í Laxár holti þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Carol Wanjy. En þótt hann hafi alltaf búið á sama stað fer því fjarri að hann geti talist þröngsýnn. Enda segir hann nauðsynlegt að afla sér nýrrar þekkingar og horfa á lífið út frá víðu sjónarhorni. Hann fór 15 ára gamall á sína fyrstu ver­ tíð sem háseti á dekki og var vél­ stjóri og stýrimaður næstu tvö ár. „Ég lærði mikið af þessu, breyttist úr óhörðnuðum unglingi í grjót­ harðan sjóara. Þessi reynsla hefur orðið mér ómetanleg síðar í lífinu, þarna lærði maður að taka snöggar ákvarðanir sem geta skilið milli lífs og dauða. Þetta hefur átt sinn þátt í að gera mig að þeim manni sem ég er í dag,“ segir Steini. Búskapur eða rafeindavirkjun Það liggur beint við að spyrja hvort það hafi alltaf staðið til að hann tæki við búskap á bænum? „Nei,“ segir hann, „alls ekki. Þau bjuggu hér foreldrar mínir, þau Sonja Ísa­ fold Eliason og Jóhann K. Lárus­ son. Þannig stóð á að ég hafði ákveðið að fara í nám í rennismíði í Reykjavík og önnur systkini mín voru þegar farin að heiman. Ég ætl­ aði svo í framhaldinu að fara í raf­ eindavirkjun. En þá lét pabbi krók koma á móti bragði og færði mér hundrað kindur að gjöf. Hann vissi alveg hvað hann var að gera með þessu. Ég glaptist og ákvað að hefja búskap hér í stað þess að fara í nám. En skömmu síðar skildu for­ eldrar mínir og fluttu bæði í burtu. Ég keypti þau þá út og hef stundað búskap hér síðan.“ Um líkt leyti tók hann saman við Þuríði Gísladóttur (Diddu) sem var ríflega tuttugu árum eldri en hann. Þau bjuggu saman í Laxárholti og hann gekk fimm börnum hennar í föðurstað. Danmörk og Þýskaland Sonja og Jóhann voru hvorug af svæðinu. „Mamma er hálf dönsk, faðir hennar var mjólkurvélatækni­ fræðingur frá Danmörku og vann við að setja upp gamla Mjólkur­ samlagið í Borgarnesi á sínum tíma. Hann hafði kynnst ömmu þegar hann vann við svipuð verk­ efni á Selfossi,“ segir Steini. „Afi og amma fluttu svo upp í Hraundal og þaðan kemur mamma hingað að Laxárholti. Hraundalur var ríkis­ jörð á þessum tíma, en þá lágu jarðir ekki á lausu. „Þetta er öðru­ vísi í dag,“ segir Steini. „Núna er allt of margt fólk sem á jarðir og er ekkert að nota þær.“ Pabbi hans hafði ásamt fyrri konu sinni fest kaup á jörðinni snemma á 6. áratugnum. Þegar hann og Sonja skildu fór hún til Krísuvíkur og bjó síðar lengi á Patreksfirði, en býr núna hjá syni sínum í Laxárholti. Jóhann fór hins vegar til Þýskalands þar sem hann giftist þarlendri konu og þar á Steini tvær hálfsystur. Jarðir ekki mikils virði Þegar Steini keypti jörðina og búið af foreldrum sínum höfðu þau verið með refi og kýr og voru með 47.000 lítra mjólkurkvóta. Þetta var á níunda áratugnum og þá voru jarðir ekki metnar mikils í peningum. „Þessi litli mjólkur­ kvóti var heldur ekki söluvara svo þetta var að mestu bara yfirtaka á lánum,“ segir Steini. „Það var svo­ lítið skrýtið á þessum tíma að þótt verðmætið væri ekki mikið voru menn samt gjarnan búnir að leggja allt sitt í jörðina, fóru í raun frá þessu á núlli og áttu ekkert ævistarf eftir puðið.“ Þurfti mikið að byggja upp hér? „Já, hér var bara sextán kúa fjós, íbúðarhúsið og svo eld­ gömul fjárhús sem ég reif nú fljót­ lega,“ segir Steini. Fyrirtæki þarf að bera sig Aðspurður um kindurnar sem hann hafði eignast segir Steini að því miður hafi ekkert verið upp úr þeim að hafa nema mikla vinnu. Það hafi svo hvorki verið hægt að lifa né deyja á því að eiga sextán kýr og umræddan mjólkurkvóta „Á tímabili velti ég fyrir mér að gef­ ast upp,“ segir hann hugsi. „Ég er þeirrar skoðunar að ef menn þurfi að vinna út á við með búi sínu séu það skýr merki um að rekstur þess gangi ekki upp. Þetta er eins og hvert annað fyrirtæki sem verður að borga laun og gefa af sér. En margir bændur vinna út frá búskapnum til að halda honum gangandi,“ segir hann af festu. Kaldar kveðjur Það var sem sagt annað hvort að duga að drepast þegar ungi bóndinn stóð frammi fyrir örlaga­ ríkri ákvarðanatöku varðandi fram­ hald búskapar í Laxárholti. Steini tók sig til, settist við reiknivélina og vann heimavinnuna sína. Ætti hann að gera þetta að alvöru fyrirtæki og taka lán til að fjölga kúnum og byggja nýtt fjós? Niðurstaða hans var að láta vaða. Fyrsta skrefið var þá að leita til Lánasjóðs landbúnaðar­ ins sem veitti hagstæðustu lánin til bænda á þessum tíma. En það varð sannkallaður darraðardans og hann fór bónleiður til búðar. „Ég byrjaði á að senda þeim teikningar sem ég hafði látið gera af þúsund fermetra fjósi,“ segir Steini. „En ég fékk þær endursendar með því svari að þeir myndu ekki taka þátt í þessu, þús­ und fermetra fjós væri bara brjál­ æði. En reiknivélin mín hafði sagt mér annað svo ég fór sjálfur til þeirra með gögnin. Þegar þetta var voru þeir fluttir á Selfoss. En það var sama hvaða leiðir ég bauð upp á að fara í málinu, þeir vildu ekki lána mér fyrir mjólkurframleiðslu af þessum skala,“ segir hann. „Hefði ég ætlað að byggja reiðhöll hefðu svörin verið allt önnur!“ Verkefnið vænlegra á Suðurlandi En þetta var fjós og Lánasjóðnum leist ekkert á að byggja það vestur á Mýrum, Suðurlandið hefði verið annað mál. Steini gafst ekki upp þrátt fyrir mótlætið og hélt uppi sterkum vörnum fyrir áætl­ anir sínar, en allt kom fyrir ekki. „Að lokum rak bankastjórinn mig bókstaflega á dyr og sagði að við hefðum ekkert meira um að tala. Ég reyndi mitt besta til að vera kurteis þrátt fyrir þessa ófyrir­ leitnu framkomu. En sagði honum jafnframt að þegar ég yrði búinn að byggja fjósið og fjármálin væru komin á sinn stað myndi hann mæta lögfræðingi frá mér. Og með það fór ég,“ segir Steini. Í dag eru fjögur myndarleg kúabú á Mýrunum. En á þessum tíma var bara eitt annað slíkt bú þar í burðarliðnum, það var á Lamba­ stöðum í Álftaneshreppi. „Þetta er undir lok 10. áratugarins og ég er með þeim allra fyrstu á landinu í svona framkvæmd. Ég vildi ekki gefast upp og leitaði því til Spari­ sjóðs Mýrasýslu og KB banka í Borgarnesi,“ segir Steini. „Þar þekktu menn mína greiðslusögu og sýndu mér traust. Með þeirra aðstoð byggði ég fjósið sem kostaði um tólf milljónir á þessum tíma.“ Óvænt heimsókn Tveimur árum seinna var fjósið risið og Steini búinn að kaupa til­ heyrandi kvóta. Hann segir svo frá: „Þá birtist maður frá Lána­ sjóðnum í dyrunum í Laxárholti. Hann spurði hvort fjósið væri full­ búið og hvort það væru komnar kýr í það. Ég játaði því og sagði honum að allt væri komið í fullan rekstur og við farin að framleiða um 300 þúsund lítra. Allir mínir útreikn­ ingar hefðu gengið eftir. Þá spurði maðurinn hvað þetta hefði nú aftur verið mikil upphæð sem ég sótti um að fá frá þeim. Ég svaraði að það hefðu verið um tólf milljónir. Hann sagði þá að bragði að þær myndu koma inn á reikninginn minn strax eftir helgina. Annað hvort voru þeir þarna orðnir hræddir við málsókn eða þá að mikil viðhorfsbreyting hafði átt sér stað. En ég þáði lánið. Það voru mun lægri vextir á því svo ég gat keypt enn meiri kvóta,“ segir hann. En að standa í öllu þessu var erfitt, ekki síst fannst honum skrif­ finnskan gríðarleg í sambandi við fjósbygginguna sjálfa. „Einhverjir hefðu kannski gefist upp, en við Didda gerðum það ekki,“ segir hann. „Ég hafði hins vegar ekki tölu á rútunum sem komu hingað fullar af fólki til að skoða eftir að fjósið var komið í gang. Þær komu víða að og sérlega af Suðurlandi. Menn spurðu þá gjarnan hvernig við hefðum farið að þessu!“ Lykilatriðið Fjósið var byggt á um það bil tveimur árum. En Steini gerði sér grein fyrir því að framleiðslan mætti ekki detta niður á framkvæmdatím­ anum, hann yrði að hafa tekjur á meðan. Þetta reyndist lykilatriði. Hann stækkaði gamla fjósið með því að byggja það inn í hlöðuna og var búinn að kaupa óhemju mikið af kvígum. Hann var því fljótt kom­ inn með um 45 kýr inn í gamla fjósið og setti rörmjaltakerfi í það. Þessu var lokið áður en byrjað var að byggja nýja fjósið. „Ég vildi vera tilbúinn með framleiðsluna,“ segir hann. „Það er alltaf hættulegast við að fjárfesta ef langur tími líður þangað til fjárfestingin fer að gefa af sér. En ef hægt er að vera með framleiðsluna í gangi meðan maður er að þessu hjálpar það mikið. Auk þess keyptum við líka kvóta á fullu og náðum að framleiða um 250 þúsund lítra í þessu gamla fjósi. Þá fékk maður tekjur án þess að mikil fjárfesting væri þar að baki. En þetta var vissulega gríðarleg vinna,“ segir hann brosandi. Kýrnar númer eitt Rekstraráætlun nýja fjóssins gerði ráð fyrir um sextíu kúm og mjalta­ gryfju. Á sumardaginn fyrsta árið 2001 var svo allt flutt yfir. „Þá áttum við fullt af kvígum sem voru að fara að bera. Svo allt var í raun í fullum gangi. Ég tel það lán að hafa náð að gera þetta eins rétt og hægt var. En það er ekki algengt að rekstur sé í bullandi uppbyggingu meðan á framkvæmdum stendur, Hundrað kindur og örlögin Rætt við Unnstein Smára Jóhannsson bónda í Laxárholti á Mýrum Unnsteinn Smári Jóhannsson. Hugað að kúnum. Skammdegisfegurð í grennd við Laxárholt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.