Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 110

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 110
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022110 Sigfús Magnússon, Stykkishólmi Hlustum á gamlar jólaplötur „Ég hef alltaf hlakkað til jólanna síðan ég man eftir mér. Helst vil ég skreyta snemma og er oft byrjaður í nóvember að henda upp útiseríum. Yngsti drengurinn (12 ára) á heimilinu heldur manni við efnið og rekur mann út með sér að henda ljósunum upp. Þá svona fer maður að komast í smá jólastemningu. Við erum svo heppin hér í Hólminum að hafa flottan tónlistar­ skóla og í desember æfa börnin jólalög og spila svo á tón­ fundum, það er viss stemning í því að horfa og hlusta á börnin spila. Þegar nær dregur jólum þá er farið að skreyta inni og tekur öll fjöllan þátt í því. Við hlustum á gamlar jólaplötur með Sinatra og Presley og fleiri góðum. Hlustaði ég mikið á það í æsku og hef ég haldið mig við það æ síðan. Svo náttúru­ lega þegar ilmurinn úr eldhúsinu kemur af smákökubakstri og sér unglingurinn (14 ára) um baksturinn á þeim kökum. Nú svo þetta týpíska, að horfa á góðar jólamyndir. En fyrir mér eru jólin hátíð barnanna og að vera með sínum nánustu, eiga góðar stundir saman yfir mat og almenn kósýheit. Þessi jól verða aðeins frábrugðnari öðrum jólum því þetta eru fyrstu jól barnabarnsins. Annars þá óska ég öllum gleðilegra jóla og hafið það sem allra best.“ Magnús Fjeldsted, Borgarnesi Hitt reddast „Síðustu ár hef ég farið með frúnni og nokkrum vinum á jólatónleika eða uppistand í byrjun desember. Við fórum um daginn á Jóla Hólm sem var frábært uppistand með ennþá betri eftirhermum, þá mega jólin koma þrátt fyrir að eigin­ lega allt sé eftir af undirbúningnum. Tónleikar með Baggalúti í desember koma manni í jólaskap og um leið áttar maður sig á að jólin eru að koma og eins gott að koma sér í undir­ búningsgírinn. Þegar jólin eru síðan alveg að koma, búið að baka smákökur, steikja laufabrauð, setja upp seríur og skraut þá mega jólin koma, hitt reddast. Á aðfangadag þegar heima­ lagaða rauðkálið mallar á eldavélinni, hamborgarhryggurinn tilbúinn fyrir ofninn, smjörið fyrir brúnuðu kartöflurnar að bráðna og möndlugrauturinn er tilbúinn þá er eins gott að jólin komi. En ef svo illa fer að eitthvað af þessum atriðum klikkar þá mega jólin samt koma því fjölskyldan er saman og það skiptir mestu máli.“ Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir, Borgarfirði Þegar allt er orðið skínandi hreint! „Ég get ekki haldið jól nema allt sé orðið skínandi hreint. Ég er síðustu jól búin að vera í lokaprófum og ég get ekki byrjað að skreyta eða stússast í „jólafríi“ fyrr en ég klára prófin. Þegar þau eru búin þá er það fyrsta sem ég geri að þrífa allt húsið hátt og lágt. Þurrka af hillum, þrífa alla glugga, ryksuga og skúra gólfin og pússa og þrífa bara allt sem hægt er að pússa og þrífa! Vellíðunartilfinningin sem fylgir þegar því er lokið er svo góð. Þá get ég loksins slakað á, sett jólalög á fóninn, skreytt húsið og bakað lakkrístoppa.“ Hilmar Már Arason, Snæfellsbæ Fer á minningastund á hverju ári „Þessi árstími hefur alltaf verið annasamur og hátíðlegur hjá mér. Á námsárunum einkenndist desember af prófaundirbún­ ingi, prófatöku, ferðalögum í vonskuveðrum og vinnu en sem fátækur námsmaður þá var öll vinna vel þegin. Eftir að námi lauk og ég fór vinna í skólum þá hélt þetta áfram en ég var þá kominn hinum megin við borðið, við að semja og fara yfir próf, undirbúa komu jóla, m.a. jólaskemmtanir. Sem betur fer hefur dregið úr prófatörnum í skólum og leiðsagnarnám komið í þeirra stað. Kvenfélagið í Ólafsvík stendur fyrir aðventukvöldi, fyrsta sunnudag í aðventu, og finnst mér það marka upphaf jóla­ undirbúningsins, lágstemmd og hátíðleg stund. Síðan tekur hver viðburðurinn við af öðrum. Jólatónleikar með Skóla­ kórnum, bókaveislan í Klifi þar sem rithöfundar lesa úr verkum sínum og nemendur kynna höfundana og verk þeirra, hlusta á jólaútvarp skólans, litlu jólin og jólahlaðborð. Ég reyni ár hvert að komast á minningastund sem er haldin 20. desem­ ber ár hvert til minningar um þá sem létust í snjóflóðunum í Neskaupstað 1974. Gott að eiga stund til að minnast þeirra sem eru gengnir. Þegar þetta er að baki þá fer ég að huga að jólaundirbúningnum heima fyrir en þar sem ég er vel giftur þá er hún Kata mín yfirleitt búin með flest. En ég reyni mitt besta við það sem eftir er og það sem Kata segir mér að gera og þá mega jólin koma fyrir mér.“ Sigrún Mjöll Stefánsdóttir, Hvalfjarðarsveit Alin upp við miklar jólaskreytingar „Mér finnst jólin vera skemmtilegasti tími ársins. Ég elska að setja upp jólaljósin, hlusta á jólalög, skreyta og horfa á jólamyndir. Ég er alin upp við miklar jólaskreytingar og við systurnar rifumst oft um flottasta jólaskrautið! Það var alltaf kveikt á jólaljósunum þann 1. desember á afmælisdeginum hennar mömmu og svo var tekinn rúntur um bæinn til að sjá jólaskreytingarnar. Það eru fullt af hefðum sem maður ólst upp við og hefur haldið í, til dæmis skatan á Þorláksmessu (ég borða hana reyndar ekki en finnst tilheyra að finna lyktina), laufabrauðsbakstur, smákökubakstur, skreyta jólatréð á Þor­ láksmessu og möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag með fjölskyldunni. Svo þegar ilmurinn af hamborgarhryggnum byrjar að læðast yfir húsið þá eru jólin komin. Annan í jólum er það svo jólabingó með fjölskyldunni og þá er alltaf á boðstólnum heitt súkkulaði, hangikjötsbrauðterta og fleira. Gleðileg jól!“ Guðrún Vigfúsdóttir, Búðardal Geri frómas eins og mamma gerði „Loks þegar desembermánuður er genginn í garð hefur mér fundist það nauðsynlegt að setja jólaljós í glugga, þar sem þau lýsa svo upp þennan dimma og kalda mánuð. Mín helsta jóla­ minning frá því ég var barn var þegar við fjölskyldan komum saman á Þorláksmessukvöldi og skreyttum jólatréð með fal­ legu og litríku jólaskrauti. Ég hélt áfram með þá hefð þegar ég var farin að búa en hins vegar stenst ég ekki mátið og skreyti núna um miðjan desembermánuð. Ég reyni að vera tímanlega með jólagjafa innkaupin en enda alltaf á seinustu stundu með þau. Undanfarin ár höfum við haldið upp á hátíðirnar og varið jólunum með dóttur okkar og barnabörnum og nú í fyrsta skipti barnabarnabarni. Á hverju ári baka ég smákökur sem vekja mikla lukku hjá barnabörnum mínum og geri frómas eins og mamma gerði. Mér hefur alltaf fundist það mikilvægt að eyða hátíðunum með fólki sem manni þykir vænt um og er það svo hátíðlegt og notalegt þegar við setjumst öll saman, borðum góðan mat og njótum samverunnar á aðfangadags­ kvöldi. Gleðilega jólahátíð.“ Þá mega jólin koma fyrir mér Máltækið „þá mega jólin koma fyrir mér“ er oft viðhaft þegar dregur nær jólum. Hvað er það sem fólki finnst að verði að vera hluti af jóla- undirbúningnum og jólunum sjálfum? Hvaða hefðir og venjur finnst fólki ómissandi en það getur verið bæði persónubundið og eitthvað sem fjölskyldurnar gera saman? Við heyrðum í nokkrum Vestlendingum og spurðum; Hvað er nauðsynlegt að gera í aðdraganda jóla?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.