Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 111

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 111
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 111 Þórey Jónsdóttir, Grundarfirði Aðfangadagskvöld verið breytilegt síðustu ár „Þegar ég var lítil stelpa man ég að það var alltaf sett hreint á rúmin á aðfangadag og lyktin af rjúpunum ilmaði í eldhúsinu, þá heyrði ég foreldra mína tala um að nú mættu jólin koma. Mér fannst hún ekkert sérstaklega góð en svona var þetta. Fyrst þegar við hjónin byrjuðum að búa og vorum komin með synina tvo þá vildum við búa til okkar jólahefðir. Við borðuðum heima hjá okkur, opnuðum pakkana og fórum svo yfir í eftirrétt til tengdaforeldra minna. En það sem ég tók helst með mér af minni barnæsku var að skipta um á rúmunum á aðfangadag og þrífa allt hátt og lágt, en svo með árunum ákvað ég að breyta því yfir á Þorláksmessu. Ég var því gjörsamlega á haus alltaf þann 23. desember og korter í jólin. Það var verið að klára að vinna, versla inn matinn, skipta á rúmum, tæma þvottakörfuna og skúra oft um mið­ nætti, nánast bónað en svo á aðfanga­ dagskvöld var allt komið á hvolf. Ég veit hreinlega ekki fyrir hvern maður var að þrífa allt hátt og lágt en með árunum lærði ég að slaka aðeins á og njóta jólanna betur. Nú reyni ég að byrja fyrr og er með allt klárt fyrir Þorláksmessu. Því sá dagur er orðinn mér afar kær þar sem við hjónin röltum eða keyrum um bæinn og kíkjum á fjölskyldu og vini. Á aðfangadag tek ég daginn snemma og undirbý matinn, legg á borð en fyrir mörgum árum ákvað ég að leggja einn aukadisk á jólaborðið vegna þess að við erum að greiða með einum í Afríku og einnig ef ein­ hver myndi banka upp á. Ef enginn kemur þá minnumst við þeirra sem eiga um sárt að binda. Því næst skelli ég mér svo á æfingu og svo er það möndlugrauturinn hjá Jónu mág­ konu sem klikkar aldrei. Því næst er það jólamessa, alltaf hátíðlegt að koma í kirkjuna og leyfa bjöllunum að hringja inn jólin. Aðfangadags­ kvöld hefur svo verið dálítið breyti­ legt síðustu árin eftir að barnabörnin fóru að bætast ört í hópinn. Við hjónin skiptumst því núna á að borða með börnunum okkar en förum svo alltaf í heimsókn til allra og eigum notalega stund. Aðalsamverustundin okkar er þó alltaf á jóladag þar sem við komum öll saman og borðum góðan mat, spilum og gerum eitt­ hvað skemmtilegt með börnunum og barnabörnunum. Það er alltaf brjálað stuð þar sem við erum orðin 14 talsins, þrjú börn, þrjú tengda­ börn, sex barnabörn og það sjö­ unda á leiðinni. Áramótin eru með svipuðu móti hjá okkur. Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla með von um að nýja árið færi ykkur ást, gleði og velgengni. Bestu jólakveðjur.“ Ingþór Guðjónsson, Akranesi Jólin snúast um fjölskylduna „Jólabarn verð ég sennilega seint talinn en það hefur samt breyst með hverju árinu sem líður. Hugsanlega er ég að þroskast og jafnframt að átta mig betur á því hversu mikil­ vægur og skemmtilegur tími þetta er fyrir börnin. Við tökum reglulega rúnt um bæinn við fjölskyldan til að njóta jóla­ ljósanna en einnig reynum við að skreyta töluvert í garðinum okkar. Ljósin lýsa upp bæinn og finnst mér svo gaman að sjá hvað sumir leggja mikinn metnað í sínar skreytingar. Varð­ andi undirbúning jólanna þá á Anna María, konan mín, allan heiður af okkar jólum eins og alltaf, hún sér um jólagjafakaup, matinn og heimilið enda límið í fjölskyldunni. Hún og dætur okkar þrjár eru það sem jólin snúast um í mínum huga, njóta þess að vera með þeim, borða mikið af góðum mat og hugs­ anlega slappa af. Við fjölskyldan reynum að fara ár hvert á jólatónleika og þá í bröns eða jólamáltíð og njóta dagsins. Tengdamamma mín hefur einnig stjanað við mig og okkur fjölskylduna á þessum árstíma, eins og alltaf. Svo á aðfangadag þegar matarilmurinn er kominn í húsið þá verður allt eitthvað svo hátíðlegt. Umfram allt snýst þetta um að njóta með sínu fólki og hafa það sem allra best í alla staði og vona ég innilega að allir hafi það sem best yfir jólin, hvar sem fólk er.“ Rebekka Eiríksdóttir, Reykhólahreppi Gerum vel við dýrin á jólunum „Jólin eru góður tími þó svo að ágætis törn sé alltaf í jóla­ undirbúningnum sem er þó líka alltaf skemmtileg og tilheyr­ andi. Gaman er þegar líður að aðventu að fylgjast með jólaljós­ unum koma upp í kringum mann því ég bý í litlu samfélagi þar sem hvert ljós lífgar upp á skammdegið. Í vinnunni í skólanum eru líka margar hefðir sem lífga mikið upp á undirbúninginn, föndur, jólakortagerð og að ógleymdri piparkökuhúsakeppni. Litlu jólin og samvera með nemendum þegar allir eru á leið í jólafrí kemur manni í gott jólaskap. Jólahangikjötið hefur sinn sjarma, að reykja það, taka það niður og koma því síðan til allra sem ætla að njóta þess um jólin skapar stemningu. Í búskapnum eru líka tilhleypingar og önnur verk sem vinna þarf á aðventunni sem hjálpa til við að auka jólastemninguna. Gerum vel við dýrin á jólunum til að gleðja þau líka; kindur, kýr, hænur og hunda. Samvera með fjölskyldunni og sérstaklega þegar dæturnar eru farnar að heiman, þá er dásamlegt að fá þær heim ásamt tengda­ syni og ömmustráknum. Við eigum góðar stundir við bakstur, þrif, skreytingar, spilamennsku og útiveru. Blendnar tilfinningar eru þegar bjarga á jólunum og fara í borgina oftast á styttri tíma heldur en skynsamlegast væri og græja og gera allt sem eftir er. Afhenda pakka og taka við þeim. En samt sem áður hluti af jóla­ undirbúningnum og jólaandinn hellist yfir mann þegar heim er haldið. Á Þorláksmessu borðum við alltaf skötu og bjóðum vinum heim. Seinna um daginn þegar við erum búin í bústörf­ unum förum við og keyrum út pakka til vina okkar og fjölskyldu. Skreytum jólatréð síðan þegar við komum heim um kvöldið. Möndlugrauturinn er síðan borðaður í hádeginu á aðfangadag sem er mjög skemmtileg hefð. Förum svo alltaf í kirkjugarðinn seinni partinn á aðfangadag og kveikjum á kertum í tilefni dags­ ins. Sérstök stund á aðfangadagskvöld er um klukkan átta þegar búið er að mjólka, fara í sturtu og finna ilminn af léttreykta lambahryggnum í ofninum og við setjumst niður og borðum jólamatinn saman.“ GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG SJÁUMST Á LANDSMÓTI UMFÍ 50+ UMFI.IS Ungmennafélag Íslands og Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu óskar öllum á vesturlandi gleðilegra jóla og farsællar hreyfingar á nýju ári. Hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi í júní. Með jóla- og nýárskveðjum frá UMFÍ og HSH.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.