Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 112

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 112
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022112 Sólrún Ósk Aðalsteinsdóttir er fædd og uppalin á Akranesi þar sem hún býr enn þann dag í dag ásamt eiginmanni sinum, Val Bjarnasyni. Saman eiga þau tvo syni, þá Aðal­ stein Bjarna 25 ára og Viðar Ás 18 ára. Sólrún útskrifaðist í síð­ ustu viku sem sjúkraliði frá Fjöl­ brautaskóla Vesturlands á Akranesi en hún tók ákvörðun um að fara aftur í nám eftir 30 ára námshlé. Þá ákvörðun tók hún þegar hún missti vinnu sína hjá Speli þegar ríkinu voru afhent Hvalfjarðargöngin og veggjald í framhaldinu lagt niður. Í dag vinnur Sólrún á Dvalarheim­ ilinu Höfða og segir starfið í senn fjölbreytt og gefandi. Starfið lagt niður Sólrún starfaði í 14 ár hjá Speli þar sem hún sat á vöktum sínum í gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöngin og rukkaði þá sem áttu leið um göngin um veggjald. „Ég byrjaði 2005 að starfa við göngin og vann þar vaktavinnu. Maður kynntist í rauninni fullt af fólki í gegnum lúguna en það eru mjög margir á Vestur landi sem t.d. sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið. Ég kunni mjög vel við mig þarna í litla húsinu sem reyndar leynir á sér þegar maður kemur inn í það. Ég var einhvern tímann spurð hvort það væri kló­ sett þarna inni, ég svaraði því til að ég væri ekki hrifin af því að vinna á klósettlausum stöðum,“ segir Sól­ rún og skellir upp úr. „Árið 2018 voru göngin svo afhent ríkinu og starfið sem ég var í lagðist þar með niður. Gjaldið í göngin lagðist af í september og þar með starfið mitt líka, þá fór maður að hugsa hvað maður ætl­ aði nú eiginlega að gera í lífinu. Ég spurði sjálfa mig hvort ég gæti hugsað mér að starfa á dvalarheim­ ilinu eða á sjúkrahúsinu á Akranesi. Í framhaldinu prófaði ég að sækja um á báðum stöðum. Það má segja að þau á dvalarheimilinu hafi verið á undan að ná mér,“ segir Sólrún hlæjandi. Sjúkraliðanámið kallaði „Ég tók eiginlega þessa ákvörðun um að fara í sjúkraliðann strax þarna í byrjun september og fór að skoða á netinu hvað þetta væri langt nám. Ég sá að námið var um þrjú ár og ákvað að slá til. Ég fór að vinna á Dvalarheimilinu Höfða og tók eitt og eitt fag meðfram vinnunni til að létta undir en mér finnst þetta eiga vel við mig og ég sé alls ekki eftir þessari ákvörðun. Þetta var í rauninni í fyrsta sinn í lífinu sem ég leiddi hugann að því að starfa í þessum geira. Þarna fannst mér þetta vera það eina sem kom til greina og ég leiddi hug­ ann ekki að neinu öðru, þetta var það fyrsta sem kallaði á mig,“ segir Sólrún og bætir við að starfið henti skapgerð hennar vel. „Ég er mjög róleg manneskja. Ég er rosalega þolinmóð og skipti eiginlega aldrei skapi. Ég er alltaf í góðu skapi og samstarfsfélagar mínir hafa sagt við mig: „Það getur ekki verið Sólrún að þú sért alltaf í svona góðu skapi“. En það er bara þannig og maðurinn minn getur alveg vottað um það,“ segir Sólrún glettin. Félagslegi þátturinn vegur mikið Sólrún segir starfið fjölbreytt en félagslegi þátturinn er mjög stór. „Það er svo skemmtilegt við þetta starf hvað maður kynnist mörgu fólki. Bæði fólkinu sem maður er að vinna með og heimilisfólki Höfða ásamt aðstandendum þess. Mér finnst í rauninni bara gaman að tala við fólkið í vinnunni og jafn­ vel fíflast aðeins í því, svona á góð­ látlegum nótum samt. Ein sagði við mig um daginn: „Veistu það Sól­ rún, mér þykir svo vænt um þig,“ og maður finnur fyrir svo mikilli hlýju. Maður upplifir mikla væntumþykju og þakklæti, þetta er svo gefandi.“ Lokaprófin erfiðust Sólrún er í dag 48 ára en hafði ekki verið í skóla síðan hún fór út á vinnumarkað 16 ára gömul. Þegar hún hóf nám í sjúkraliðanum hafði hún því verið 30 ár á vinnumark­ aði og skólakerfið búið að þróast og breytast síðan hún sat síðast á skólabekk. „Ég tók þetta bara eins og þetta kom fyrir og var í fullu námi í fjórum til fimm áföngum á önn. Ég kláraði náttúrulega bara grunnskóla á sínum tíma og fór svo beint að vinna þegar ég var 16 ára. Þetta gekk samt frekar vel má segja, það erfiðasta sem ég geri er samt að fara í lokapróf. En það var eitthvað sem ég þurfti að gera í hjúkrunaráföngunum sem eru sér­ greinar en það voru engin lokapróf í öðrum áföngum, heldur hluta­ próf á netinu. Ég er nokkuð viss um að það megi kalla þetta próf­ kvíða en ég hef verið svona síðan ég var í grunnskóla, fundist erfitt að fara í próf. Mér tókst samt að fara í gegnum þetta þó ég hafi ekki verið að fá topp einkunnir á prófunum, en verkefnin yfir önnina toguðu lokaeinkunnina upp,“ segir Sólrún. Kom ekki upp orði „Í einu lokaprófinu fraus ég gjör­ samlega. Ég náði að klára krossana en gat ekki skrifað eitt einasta orð. Þegar ég gekk út úr því prófi vissi ég alveg að ég hafði ekki náð því, ég hafði svarað svo fáum spurn­ ingum.“ Sólrún fór í endurtektar­ próf en fékk að ráða hvort það yrði munnlegt eða skriflegt. „Upphaf­ lega ætlaði ég að taka það munn­ lega en svo varð ég að sjálfsögðu líka stressuð fyrir því þegar nær dró. Ég ákvað að reyna aftur skrif­ lega þegar upp var staðið, þá gekk þetta betur. Maður gerir svo miklar kröfur til sjálfs síns, ég varð svo reið og svekkt út í sjálfa mig þegar ég gekk út úr prófinu í fyrra skiptið að ég fór bara heim og undir sæng. Á svona stundum fattar maður hvað maður gerir miklar kröfur til sjálfs síns í náminu,“ segir Sólrún. Fékk góðan stuðning heima Sólrún hafði litla trú á sjálfri sér þegar hún byrjaði í náminu. „Ég hef gert lítið annað en að læra síðast­ liðin tvö og hálft ár. Ef ég var heima þá var ég að læra en ég fékk rosa­ lega góðan stuðning heima fyrir. Þetta er mjög mikið og eftir þessa reynslu lít ég sérstaklega upp til fólks sem er með ung börn, heimili og líka í námi. Ég dáist að fólki sem getur þetta allt saman því þetta er rosaleg vinna. Ég þurfti náttúrulega að byrja á því að læra hvernig maður á að læra. Maðurinn minn hélt í byrjun að hann þyrfti að aðstoða mig við hvert einasta verkefni þegar ég byrj­ aði í náminu, ég hafði ekki meiri trú á sjálfri mér en það. En þegar upp var staðið þurfti ég voðalega litla aðstoð og ég gerði verkefnin mín sjálf,“ segir Sólrún með stolti. Fjölbreyttur hópur í sjúkraliðanum Sólrún segir sjúkraliðanema vera á öllum aldri en hún var ekki elst í sínum útskriftarhópi. „Þetta er mjög blandaður aldur sem er í sjúkraliða­ náminu og hópurinn sem var að útskrifast núna má segja að hafi verið nokkuð jafn í aldurshlutfalli, þ.e. eldri og yngri nemar. Enginn nemandi var undir 23 ára og svo eru meira að segja tveir karlmenn í hópnum. Mér finnst æðislegt að karlmenn séu að sækjast í þetta nám en meirihluti sjúkraliða eru konur. Mér finnst vanta að það séu fleiri karlmenn í starfsstéttinni til að jafna þetta aðeins út.“ Kynnist ýmsu í náminu Sólrúnu líkaði starfsnámið á sjúkra­ húsinu vel og íhugaði í smá stund að skipta um vinnustað. „Námið er hannað þannig að þú getir sinnt því með vinnu. Dreifnámið er byggt þannig upp að maður lærir heima, svo fer maður einn eða tvo daga í mánuði í svokallaða staðlotu og þá ertu í skólanum frá klukkan 9 til 16. Ég var í 60% vinnu á Höfða með náminu og ég stefni á að halda því áfram. Námið leiðir mann samt um víðan völl svo maður fékk að kynnast fleiri störfum. Ég var t.d. á sjúkrahúsinu síðasta sumar í starfs­ námi, og í vinnustaðanámi á blóð­ og krabbameinsdeild Landspítal­ ans. Mér líkaði mjög vel á sjúkra­ húsinu hérna á Akranesi og var jafnvel að spá í að færa mig þangað, en fór svo að hugsa um hversu mikið ég myndi sakna samstarfs­ fólksins á Höfða og þeim sem þar búa. Svo ég ætla að staldra þar við aðeins lengur en ég verð búin að vinna þar í fjögur ár næstkomandi febrúar. Mér hefur líka verið boðin sjúkraliðastaða þar eftir útskrift. Ég var smá stressuð að fá ekki sjúkra­ liðastöðu eftir útskrift. Við erum nefnilega átta starfsmenn á Höfða sem erum að klára sjúkraliðanámið núna,“ segir Sólrún. Hélt veglega útskriftarveislu Sólrún ákvað að halda veglega veislu til að fagna útskrift sinni en erfitt var að bíða eftir ein­ kunnum fram á síðustu stundu. „Ég fékk einkunnirnar bara degi fyrir útskriftina sjálfa. Það var mjög erfitt að bíða eftir þeim, maður vill bara vita strax hvort maður hafi náð öllum áföngunum. Ég hélt svo að sjálfsögðu veglegt útskriftarpartý um kvöldið. Á útskriftardaginn fór ég líka í förðun og allan pakk­ ann, eldsnemma um morguninn svo það var öllu til tjaldað. Svo var bara athöfnin sjálf um hádegið og partý um kvöldið,“ segir Sólrún sem fagnaði áfanganum vel með ættingjum og vinum. „Að lokum langar mig að koma því á framfæri að allir námsfélagarnir hafi verið frábærir og vill skila til þeirra góðri jólakveðju ásamt jólakveðju til allra ættingja og vina.“ sþ Ákvað að fara í nám eftir 30 ára námshlé Rætt við Sólrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur sem er nýútskrifaður sjúkraliði Sólrún Ósk Aðalsteinsdóttir ákvað að fara í skóla og læra sjúkraliðann eftir að hafa misst starf sitt hjá Speli í september 2018. Ljósm. sþ. Sólrún fékk mikla aðstoð heima fyrir á meðan á náminu stóð. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Val Bjarnasyni og sonum þeirra tveimur, Aðalsteini og Viðari. Ljósm. aðsend. Sólrún tilbúin í útskriftarkjólnum með húfuna. Ljósm. aðsend.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.