Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 114

Skessuhorn - 20.12.2022, Síða 114
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022114 Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason skrifaði undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA í byrjun nóvember á þessu ári. Arnór hefur leikið sem atvinnu­ maður erlendis frá byrjun árs 2004 og skrifaði undir sinn fyrsta atvinnusamning hjá hollenska liðinu SC Heerenveen í september sama ár, þá 16 ára gamall. Auk þess hefur hann spilað sem atvinnu­ maður í Danmörku, Svíþjóð, Rúss­ landi, Noregi og nú síðast með Val Reykjavík. Arnór er fæddur 7. september árið 1988 og uppalinn á Akranesi. Foreldrar hans eru Smári Viðar Guðjónsson og Guðlaug Margrét Sverrisdóttir og á hann tvö systkini, Önnu Sólveigu og Sverri Mar. Unnusta Arnórs er sænsk og heitir Jeanette og eiga þau þriggja ára dóttur sem heitir Saga og einn þriggja mánaða dreng sem heitir Adrían. Blaðamaður Skessuhorns kom sér fyrir í húsakynnum ÍA á Jaðarsbökkum nýlega ásamt Arn­ óri og ræddi við hann um atvinnu­ mannaferilinn. „Ég ólst upp í hverfi á Bjarkar­ grund 16 og það var í minningunni frábært. Stutt í skólann og stutt út á völl og allt þetta. Ég byrjaði svona fimm sex ára að æfa að ein­ hverju viti og þar var Guðjón V. Guðjónsson að þjálfa okkur. Þarna var maður ekkert rosa góður en ég var mikið á þessum árum einn úti í garði að æfa mig í fótbolta að sparka í vegg og finna upp á ýmsum æfingum heima. Pabbi og afi Gonni bjuggu til lítil mörk sem tíðkaðist ekki mikið á þeim tíma að vera með mörk inni í garði eins og er í dag og þau voru mikið notuð. Ég tók fram­ förum með hverju árinu og ég spil­ aði alveg upp í 3. flokk með ÍA og varð Íslandsmeistari í 4. flokki. Við fluttum til Molde í Noregi þarna á þessum tíma og komum heim hálfu ári áður en ég fór til Heerenveen.“ Arnór spilaði 25 leiki fyrir Heer­ enveen á árunum 2008­2010 og skoraði í þeim fimm mörk. Hann varð bikarmeistari með liðinu árið 2009 en vegna erfiðra meiðsla missti hann af mestum hluta tímabilsins árið eftir. En hvernig kom það til að þú fórst út til Hollands aðeins 15 ára gamall? Erfitt að flytja að heiman „Þór Hinriksson var að þjálfa mig í 3. flokki hjá ÍA og var með ein­ hverjar tengingar hjá Heeren­ veen. Ég og Rúrik Gíslason frá HK fórum til Hollands á reynslu hjá félaginu og vorum þarna í viku og fengum báðir samningstilboð eftir tvo daga. Við fórum svo aftur út með fjölskyldunum okkar og það var mjög spennandi og skemmti­ legt. Mér leist strax rosa vel á þetta og ákvað bara að kýla á það. Ég var þarna ekki orðinn 16 ára þannig að ég mátti í raun ekki skrifa undir alvöru samning og var fyrsta hálfa árið á áhugamannasamningi. Þegar ég varð 16 ára skrifaði ég undir minn fyrsta alvöru atvinnusamn­ ing og það var stór stund. Það var erfitt að flytja að heiman, ég var ekki búinn með tíunda bekkinn og fékk þau skilaboð að heiman að ég þyrfti að læra vel heima á meðan ég væri þarna úti og koma svo vel undirbúinn fyrir samræmdu prófin. Það gekk síðan bara vel enda búið að ýta aðeins vel á mann sem var bara gott. Fyrstu tvö árin bjó ég hjá fjölskyldu sem voru stuðnings­ menn liðsins og voru þannig séð í vinnu fyrir klúbbinn, að vera með leikmenn heima hjá sér. Ég var í tvö ár með Lasse Schöne sem lék síðar með Ajax og danska landsliðinu. Það var mjög skemmtilegur tími en þegar hann flutti út kom Björn Jónsson til liðsins, hann flutti inn til mín og bjuggum við saman í eitt ár. Það var þægilegt að taka ekki stóra stökkið strax, að fara frá mömmu og pabba og búa sjálfur einn ein­ hvers staðar, fimmtán ára og kunna ekki neitt. Þetta var flott milli­ lending, að fara inn á fjölskyldu þar sem allt var gert fyrir þig, þau þvoðu þvottinn minn og elduðu ofan í mig. Maður þurfti í raun ekki að pæla í neinu, nýtt land og nýtt tungumál og þetta var mjög góð ákvörðun að vera þarna. Tungu­ málið lærði maður furðu fljótt, við vorum þrisvar í viku tvo tíma á dag að læra hollensku á milli æfinga og allir útlendingarnir í klúbbnum voru settir í hollenskuskóla, það komu kennarar á aðalvöllinn og við vorum í stífri kennslu. Áður en ég lærði hollensku var þetta miklu erfið ara, að vera mættur á stóra sviðið og vita og kunna ekki neitt en um leið og tungumálið kom þá var þetta miklu auðveldara.“ Talar sex tungumál Arnór talar hollensku reiprennandi og ekki nóg með það því hann talar alls fimm erlend tungumál. Auk hollenskunnar talar hann ensku, sænsku, dönsku og norsku. „Ég tala hollensku reiprennandi og hef alltaf reynt að halda henni við þegar ég get. Ef það voru ein­ hverjir Hollendingar í liðunum sem ég hef verið í þá talaði ég alltaf hollensku við þá. Ég hef alltaf reynt að halda tungumálunum gang­ andi, ég hef verið í öllum þessum löndum í nokkur ár og er fljótur til að mynda að skipta yfir úr sænsku í dönsku svo tekið sé dæmi. Það var alltaf markmiðið hjá mér að kom­ ast sem fyrst inn í menninguna og tungumálið í því landi sem ég var í. Mér fannst það mikilvægt og það hjálpaði mér mjög mikið að komast fljótt inn í hlutina.“ Þegar Arnór var 19 ára spilaði hann sinn fyrsta leik með aðal­ liði Heerenveen. „Ég fékk aðeins að þefa af þessu þetta tímabil, það var búið að ganga vel hjá varaliðinu og ég hafði tekið þennan tröppu­ gang. Var fyrst hjá U17, síðan U19, hjá varaliðinu og síðan aðalliðinu. Heerenveen var topplið í hollensku deildinni á þessum tíma og þetta var rosa stórt fyrir mig. Árið eftir fékk ég í raun mitt fyrsta tækifæri, spil­ aði marga leiki og skoraði nokkur mörk. Við unnum hollenska bikar­ inn þetta tímabil og maður var í stóru hlutverki hjá liðinu. Þetta leit allt mjög vel út og allt þetta erfiði sem var að baki, þessi fimm ára uppbygging, blómstraði á þessu tímabili.“ Síðan lendir þú í erfiðum meiðslum? „Það var taug í bakinu sem leiddi niður aftan í læri og ég átti mjög erfitt með að hlaupa, gat varla hreyft mig eitthvað meira en bara labbað í sjö til átta mánuði. Það tók langan tíma að komast að því hvað þetta var, ég fór til Þýska­ lands til virts læknis sem fann út úr þessu og eftir það komst ég í gang aftur. Þá var samningurinn minn að renna út og ég búinn að vera frá í næstum eitt ár. Þarna var ég búinn að vera hjá félaginu í sjö ár og mér fannst kominn tími á að prófa eitt­ hvað nýtt.“ Vann danska bikarinn Arnór samdi við danska liðið Esbjerg á Jótlandi árið 2010 til þriggja ára, lék alls 60 leiki og skoraði í þeim leikjum 14 mörk. Esbjerg féll niður í 1. deild á hans fyrsta ári en vann sér sæti aftur í úrvalsdeildinni árið eftir og varð síðan bikarmeistari árið 2013 eftir 1­0 sigur á Randers. Arnór segir um þá ákvörðun að ganga til liðs við Esbjerg hefði verið smá skref aftur á bak en hann hefði séð möguleika á því að spila meira eftir ár frá keppni. „Við féllum á fyrsta ári, það var smá sjokk en við rúlluðum síðan yfir fyrstu deildina árið eftir og komum sterkir inn í efstu deild og unnum bikarinn. Það var skemmtilegt og mikil upp­ lifun því öll fjölskyldan var mætt á Parken á úrslitaleikinn til að styðja mig. Þegar maður lítur til baka þá var þetta eitt af stærstu augnablik­ unum á ferlinum.“ Arnór gerði þriggja ára samning við sænska liðið Helsingborg í júlí árið 2013, lék alls 55 leiki og skor­ aði tólf mörk. Hann var að mestu í byrjunarliðinu fyrstu tvö árin sem sóknarmaður og hægri kantmaður og spilaði til úrslita í bikarnum árið 2014 gegn Elfsborg en þurfti að sætta sig við tap, 0­1. Í janúar árið 2015 tilkynnti Helsingborg honum að liðið væri að leitast eftir því að selja hann vegna fjárhagsvandræða þrátt fyrir að hann ætti eftir tvö ár af samningi. Sagt að hann fengi ekkert að spila „Þegar ég kom á miðju tímabili til Helsingborg voru þeir í efsta sæti en við náðum ekki að vinna titil­ inn og árið eftir var mikil von­ brigði. Liðið stóð alls ekki undir væntingum á því tímabili, þjálfar­ inn var rekinn og Henrik Larsson tók við sem þjálfari. Hann kallaði mig á fund eftir jólafrí, það voru búin að vera peningavandræði hjá liðinu og gengið ekki nógu gott. „Lít mjög stoltur til baka á ferilinn minn“ Rætt við knattspyrnumanninn Arnór Smárason sem er kominn aftur á æskuslóðirnar Arnór Smárason er kominn aftur heim. Ljósm. vaks Arnór varð bikarmeistari með Heerenveen árið 2009.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.