Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Page 118

Skessuhorn - 20.12.2022, Page 118
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022118 Spurning vikunnar Hvernig getið þið gefið svona mörgum börnum í skóinn á einni nóttu? Spurt við fjallsrætur á nokkrum stöðum Stekkjastaur „Við erum bara svo svakalega orkumiklir bræðurnir og förum þess vegna mjög hratt yfir!“ Bjúgnakrækir og Kjetkrókur B: „Bara góð samvinna!“ K: „Já, og mamma skipuleggur allt rosalega vel fyrir okkur.“ Gáttaþefur „Ég bara reyni að flýta mér og hoppa bara og skoppa út um allt þangað til þetta klárast.“ Gluggagægir „Mamma passar að við æfum okkur vel allt árið, við erum í ströngum æfingabúðum yfir sumartímann. Svo heldur maður bara vel á spöðunum þegar að þessu kemur.“ Kertasníkir „Góð einbeiting og frábært skipulag. Við höfum líka verið að prófa nýja tækni upp á síðkastið, svona svifbretti, en það hefur reyndar gengið upp og ofan, aðallega ofan. En ég þarf að drífa mig ­ Gleðileg jól allir saman!“ Arnleifur með tveggja ára samning við ÍA Arnleifur Hjörleifsson er genginn til liðs við Knattspyrnufélag ÍA og hefur skrifað undir samning sem gildir til ársins 2024. Arnleifur er vinstri bakvörður og á að baki alls 91 deildarleik með Skallagrími, Kára og Kórdrengjum og hefur skorað í þeim leikjum níu mörk. Arnleifur sem er fæddur árið 2000 er uppalinn í Ólafsvík en með tengingu á Akranes. Hann spilaði með ÍA í þriðja og öðrum flokki og var þar hluti af sigursælu liði hjá 2. flokki ÍA. Síðustu þrjú tímabil hefur Arnleifur spilað með liði Kórdrengja í 2. deild og í Lengju­ deildinni síðustu tvö ár en liðið vann sér sæti þar tímabilið 2020. vaks Fótboltastelpur í Grundarfirði hafa verið duglegar að æfa í allt haust og voru kátar er ljósmyndari Skessu­ horns kíkti inn á síðustu æfinguna hjá þeim fyrir jólafrí. Kristján Freyr þjálfarinn þeirra kom þá með smá góðgæti fyrir þær að lokinni æfingu sem var ekki með hefðbundnu sniði enda leyfilegt að brjóta upp æfingar aðeins svona rétt fyrir jólafrí. tfk ÍA og Selfoss áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudags­ kvöldið og var viðureignin í íþrótta­ húsinu við Vesturgötu á Akranesi. Leikmenn beggja liða voru ekki alveg að finna fjölina sína fyrstu mínútur leiksins því eftir akkúrat fimm mínútur var staðan 6:5 fyrir ÍA. Í kjölfarið hristu þó bæði lið af sér slenið og fóru að hitta af ein­ hverju viti úr skotum sínum. Þegar fyrsta leikhluta lauk voru Skaga­ menn með fimm stiga forskot, 25:20, og til alls líklegir. Selfyss­ ingar mættu grimmari til leiks í öðrum leikhluta og náðu að jafna metin eftir tæpar þrjár mínútur. Þeir voru síðan með undirtökin fram að hálfleik, sneru leiknum sér í hag og leiddu með fimm stigum, staðan 37:42 fyrir gestina. Þeir juku síðan við forystuna enn meira í þriðja leikhluta og staðan 44:53 eftir rúman fimm mínútna leik. Lítið gekk hjá Skagamönnum að koma sér inn í leikinn á ný og þegar flautan gall voru gestirnir í fínum málum, staðan 50:63 fyrir Selfossi. Um miðjan fjórða leik­ hluta var munurinn tíu stig, 61:71, og virtist lítið ætla að breytast. Undir lok leiksins hleyptu heima­ menn smá spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í fimm stig, 74:79, en nær komust þeir ekki og Selfyssingar héldu þetta út. Síðustu sjö stig þeirra í leiknum komu öll af vítalínunni og þeir unnu að lokum sigur, lokastaðan 79:86 Selfossi í vil. Marko Jurica var stigahæstur hjá ÍA með 33 stig, Gabriel Adersteg var með 18 stig og 10 fráköst og Lucien Christofis var með 15 stig. Hjá Selfossi var Gerald Robinson með 31 stig og 18 fráköst, Kennedy Aigbogun með 15 stig og Ísak Júl­ íus Perdue með 14 stig. Staðan í deildinni er ansi jöfn því þó að Álftanes sé langefst með 24 stig eru aðeins átta stig sem skilja að lið Hamars sem er í öðru sæti með 18 stig og lið Ármanns, ÍA og Fjölnis sem eru í 7. til 9. sæti með tíu stig. Sindri er í þriðja sætinu með 16 stig, Selfoss í fjórða með 14 stig, Skallagrímur og Hrunamenn með 12 stig á meðan Þór Akureyri er langneðst með aðeins 2 stig. Næsti leikur íA í deildinni verður á nýju ári á móti Ármanni föstu­ daginn 6. janúar í Kennaraháskól­ anum í Reykjavík og hefst klukkan 19.15. vaks Skallagrímsmenn gerðu sér ferð norður á föstudaginn og léku gegn heimamönnum í Þór í 1. deild karla í körfuknattleik í Höllinni á Akur­ eyri. Það var jafnt á öllum tölum í byrjun leiks en um rúman miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 14:22 gestunum í vil. Sá munur breyttist lítið fram að lokum hans og staðan 21:27 fyrir Skallagrími. Um tæpan miðjan annan leik­ hluta var Skallagrímur sjö stigum yfir í leiknum, 30:37, en þá skor­ uðu Þórsarar tíu stig í röð og voru komnir með forystu, staðan 40:37 fyrir Þór. Keith Jordan Jr. átti síðan síðasta orðið og skotið þegar hann kom Skallagrími í þriggja stiga for­ skot á síðustu sekúndu fyrri hálf­ leiks, staðan 44:47 Skallagrími í vil. Skallagrímur gerði svo nánast út um leikinn fljótlega í þriðja leik­ hluta þegar þeir skoruðu 16 stig í röð án nokkurs svars frá Þórsurum sem voru heillum horfnir á þessum tíma, staðan 48:65 og gestirnir í afar góðum málum eftir tæpan fimm mínútna leik. Lítið gekk hjá heimamönnum að minnka muninn það sem eftir lifði af leikhlutanum heldur juku Skallarnir forskotið og staðan fyrir lokafjórðunginn 59:85 fyrir Skallagrími. Í fjórða leik­ hluta höfðu Þórsarar enga trú á því að snúa leiknum sér í hag sem var kannski skiljanlegt, Skallagrímur bætti bara enn meir í og vann að lokum yfirburðasigur, lokatölur 74:108 Skallagrími í hag. Keith Jordan Jr. var eins og undanfarið atkvæðamestur hjá Skallagrími með 31 stig og 12 frá­ köst, Björgvin Hafþór Ríkharðs­ son var með 19 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar og Milorad Sedlarevic með 17 stig. Hjá Þór var Arturo Rodriguez með 23 stig og þeir Smári Jónsson og Toni Cutuk voru með 15 stig hvor auk þess sem Cutuk var með 14 fráköst. Næsti leikur Skallagríms verður eftir jólafrí á nýju ári föstudaginn 6. janúar gegn Hrunamönnum á Flúðum klukkan 19.15. vaks Skagamenn töpuðu á móti Selfossi Skagamenn eru komnir í jólafrí. Ljósm. vaks Skallagrímur með stórsigur á Þór Akureyri Björgvin Hafþór var öflugur á móti Þór. Ljósm. glh Arnleifur er genginn til liðs við ÍA. Ljósm. kfía Síðasta stelpuboltaæfingin fyrir jólafrí Hópurinn stillti sér upp fyrir ljósmyndara og sjáanleg jólastemning í hópnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.