Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 95
ÞRÓUN SKYNFÆRANNA
93
að hlusta, en þeir hafi að öðru
leyti ekki neitt við heyrn að
gera, þá hljóta eyrun að gegna
einhverju öðru hlutverki. — En
hver ju ?
Merkilegustu tímamótin í
þróunarsögu skilningarvitanna
áttu sér stað, þegar apamaður-
inn fór ofan úr trjánum, niður
á jörðina og tók að nota hend-
ur sínar og ímyndunarafl til að
búa til hluti. Og það urðu ekki
aðeins vopn og verkfæri, til þess
að auka notagildi vöðvanna,
heldur einnig hlutir og efni, sem
orkuðu á skynfærin, svo sem
ilmsmyrsl, lostæti, skrautgripir
og klæðnaður. Eitt af einkenn-
um skynáhrifarma er það, að
þau vekja hjá mönnum annað
hvort unað eða ógeð, og þessi
tilfinning er svo eðlisrík, að við
ruglum henni oft saman við
sjálf skynáhrifin, og hugsum
um unaðinn, þegar við tölum
um skynáhrifin. Löngunin til
að njóta unaðar leiddi auðvitað
til þess, að maðurinn reyndi að
auka lífsþægindi sín jafnframt
því, sem hann endurbætti vopn
sín og verkfæri.
í sambandi við þetta er vert
að minnast á þann þátt, sem
ilmanin á í makaleit og tímgun
dýranna. Makaleit flestra lægri
dýrategunda, svo sem snígla og
fiðrilda, fer nálega eingöngu
fram að tilvísun þeffæranna.
Næmieiki þessara dýra á lykt
er furðuleg. Það eru til hundruð
tegunda af náttfiðrildum og
jafnvel færustu skordýrafræð-
ingar eiga erfitt með að þekkja
þær að. En þessi fiðrildi virðast
ekki í neinum vandræðum að
finna sér maka meðal þeirra
þúsimda, sem sveima um í skóg-
arrökkrinu. Hjá okkur mönnun-
um gætir þessa einnig nokkuð,
þó að ,,odor feminæ“ (hinn
kvenlegi ilmur) sé nú orðið
meira að þakka sápunni, púðr-
inu og ilmvötnunum, en líkam-
anum sjálfum. Einnig í þessu
efni hefir tækninni, eins og á
ýmsum öðrum sviðum, verið
beitt til að örfa skynáhrifin.
Sú tækni, sem mennirnir
beittu til að örfa skynáhrifin,
var þannig upphaflega í því
fólgin, að auka fjölbreyttni
áhrifanna, en ekki í því að auka
þá reynslu, sem skilningarvitin
létu í té. Slík aukning verður
ekki fyrr en vestræn tækni-
menning tekur að þróast fyrir
tveim til þrem öldum. Hægt
væri að skrifa stóra bók um það
efni, en hér verður látið nægja
að minnast á tæki eins og gler-