Úrval - 01.12.1952, Síða 20

Úrval - 01.12.1952, Síða 20
18 ÚRVAL okkur á þetta. Stundum birtist þessi verndargripatrú í hinum fáránlegustu myndum. 1 sýn- ingarskápum safna má stund- um sjá — mér liggur við að segja stoppaða villimenn — sem eru svo þaktir smáhlutum að ekki er nálinni niður stingandi. Við hvítu mennirnir horfum gegnum glerið í sýningarskápn- um og brosum að galdramann- inum. Hjátrú, segjum við. Heimskuleg hjátrú, segja sum- ir. En hjátrú er aðeins orð, það er engin skýring. Nei, hug- myndin um mátt dauðra smá- hluta er trú frumstæðra manna, og hún er óbifanleg. Stundum er trúin á dauða hluti sameign fjöldans. Heilir ættflokkar eru sammála um að einn eða annar dauður hlutur sé þeim heilagur — það getur verið steinn, tré, kofi eða hvað sem er. Vísindin sem allt vilja binda í kerfi kalla þessa frum- stæðu trú fetich (skurðgoða- dýrkun). Stundum mega menn ekki snerta einhvern dauðan hlut eða vera á einhverjum til- teknum stað. Ef bannið er brot- ið eiga menn á hættu að missa lífið; þetta kallast tahu (bann- helgi). Loks er enn ein notkun dauðra hluta, sem mjög hefur tíðkast á öllum menningarstig- um. Ég á hér við þá muni sem lagðir eru í gröf með látnum mönnum. Hinn dauði þurfti að hafa eitthvað með sér í gröf- ina. Hversvegna? Fyrst og fremst vegna þess að flestar frumstæðar þjóðir ímynduðu sér að dauðinn væri upphaf ferðar, er lyki einhversstaðar þar sem hinn látni fengi sama- stað. Hjá egyptum sjáum við gleggst dæmi þess að lagðir eru 1 gröfina allskonar munir sem ætla má að létt geti hinum látna ferðina: vagnar, bátar, hestar, ferðaföt og matur, og með því að ferðalangurinn getur Ient í hættum, fær hann með sér vopn, boga, örvar, skildi og stríðsaxir og auk þess fjöl- marga verndargripi til verndar gegn óhöppum. En þegar hinn látni kemur á áfangastað er gott fyrir hann að hafa í kring- um sig hluti sem hann átti og notaði í lifanda lífi svo að hann þurfi ekki að afla sér nýrra, sem gæti verið erfitt eða jafn- vel ógerlegt. Hinn dauði fær þannig með sér í gröfina svo mikið af allskonar munum, sem hann átti í lifanda lífi og hon- um þótti vænt um, að erfitt getur orðið að koma þeim fyr- ir, og þá er gripið til þess ein- falda ráðs að brjóta þá og hlaða brotunum þannig að meira rúmist í gröfinni. Þetta ráð sýnir okkur greinilega, að hinir dauðu hlutir voru á ein- hvem dularfullan hátt taldir lifandi. En við greftrunina áttu peir a'ö deyja og rísa síðan upp aftur með eiganda sínum. Ur því að þeir áttu að deyja gerði ekkert til þó að þeir væru brotnir, þeir yrðu áreiðanlega heilir þegar þeir risu upp aft-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.