Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 23
TRTjriN Á DAUÐA HLUTI
21
sem enga merkingu hefur —
og þessvegna finnst okkur það
ekki einu sinni hlægilegt, þvert
á móti, það hlýtur að vera góð-
ur maður sem kann að meta
hina dauðu smáhluti og þykir
vænt um þá.
Hefur þú, lesandi góður,
nokkurn tíma hugleitt hvað þú
gengur með í vösunum ? Eg
hefði gaman af að segja þér
hvað ég geng með. Ég bið
afsökunar á að ég skuli aftur
tala um sjálfan mig. Það er þá
fyrst hægri vestisvasi: lítill
begldur vasahnífur, til einskis
nýtur, lítið stækkunargler í
perlumóðurhylki. Það er mesta
uppáhaldið mitt og hefur legið
í hægri vestisvasanum í 28 ár,
eftir að faðir minn hafði geng-
ið með það í vasanum í 15 ár.
Mér væri mjög, mjög sárt um
að missa það. Vinstri vestis-
vasi: úr sem ég fékk í ferm-
ingargjöf, þyrfti að fá hvíld,
en ég vil heldur vera án þess
að vita hvað klukkan er en
missa það. Efri vestisvasinn
vinstra megin: blýantur og
sjálfblekungur. Fyrir tveim ár-
um var mér gefinn nýr sjálf-
blekungur, en ég vildi ekki
skipta og lagði nýja pennann á
skrifborðið mitt — eina stað-
inn þar sem ég skrifa ekki. Efri
vestisvasinn hægra megin:
fimmtán ára gamalt málband
og auglýsingahnífur frá brenni-
steinsverksmiðjunni. Hann er
annað mesta uppáhaldið mitt,
enda er hægt að nota hann bæði
sem flöskulykil og hníf. Ég á
svo vont með að vera án hans,
að einu sinni stal ég eins hníf
frá yfirverkfræðingi verksmiðj-
unnar til þess að eiga hann ef
hinn glataðist.
Vasarnir eru miklu fleiri, en
ég held ég þurfi ekki að halda
áfram upptalningunni. Sjáið til,
alla þessa dauðu hluti, þeirra
á meðal lykla sem flestir ganga
hvergi að skrá, flyt ég yfir í
tilsvarandi vasa þegar ég hef
fataskipti og margir þeirra
liggja á náttborðinu mínu á
nóttunni. Án þess ég hafi gert
mér það ljóst hafa þessir hlut-
ir orðið, og eru, skurðgoð mín,
hlutir sem enginn er svo ill-
gjam að ræna mig, ef til vill
eru það einu hlutirnir sem ég á
fortakslaust og skattfrjálsa —
og án þess nokkur öfundi mig
af þeim.
Og nú langar mig til að
spyrja: hvaða munur er í raun-
inni á mér og galdramanninum
í sýningarskápnum ? Er það
ekki leiðinlegt að við skulum
ekki geta hitzt og skipzt á skoð-
unum um lífið? Galdramaður-
inn með verndargripi sína var
mikill maður. Frá náttúrunnar
hendi hefur hann sjálfsagt
verið betur gerður en ég. Ann-
ars hefði hann ekki notið svo
mikils álits innan ættflokks
síns að allir hlustuðu á orð
hans. Það litla forhlaup í
menningu sem ég hef mundi
sjálfsagt ekki vera því til
fvrirstöðu að við gætum báðir