Úrval - 01.12.1952, Side 45
GALDRAR EÐA VlSINDI?
43
blett í flík, skulum við fara
öðruvísi að og gera úr tilraun-
inni skemmtilegt töfrabragð um
leið.
Helltu glas hálft af vatni og
settu nægilegt blek út í það til
þess að gefa því lit. Settu fá-
eina dropa af blævatni (t. d.
Clorox) í annað glas. Áhorfend-
unum mun sýnast það glas tómt.
Bentu þeim á að í hinu glasinu
sé „vín“, sem þú ætlar að breyta
í vatn. Svo þylurðu töfraþuluna:
„Ilding, ilding, ilding“ og hellir
síðan „víninu“ í ,,tóma“ glasið.
Liturinn hverfur, vínið verður að
tæru vatni.
Að breyta víni í vatn er æva-
fornt töfrabragð. Nú vitum við
að það er súrefnið sem töfrun-
um veldur. Það sem skeður er
þetta: í blævatninu er frum-
efnið klór, og þegar blævatnið
blandast vatninu sameinast klór-
ið vetninu í vatninu og losnar þá
súrefni. Súrefnið sameinast lit-
arefninu í blekinu og myndar
með því litlaust efnasamband.
Við köllum þetta að „bleikia".
En það er ekki ,,bleikiefnið“
sem bleikir. Það sameinast vetn-
inu í vatninu. Það er súrefnið
sem losnar, sem er hið raunveru-
lega bleikiefni.
Hveiti sem sprengiefni.
Hding (sameining súrefnis við
annað efni) sem skeður með
skjótum hætti köllum viðspreng-
ingu. Ef sköpuð eru skilyrði til
þess að ildingin geti orðið ör,
getur meinlaust efni eins og
hveiti orðið að sprengiefni.
Aðferðin er þessi: Útvegaðu
þér stóra pjátursdós með loki og
gerðu lítið gat á botninn og settu
litla trekt í gatið þannig að mjói
stúturinn standi niður úr botn-
inum. Settu gúmmíslöngu á
stútinn. Settu eina matskeið af
hveiti í trektina og láttu svo
logandi kerti við hliðina á trekt-
inni í dósinni. Settu lokið á
dósina. Blástu nú snöggt og
fast í slönguna og verður
þá talsverð sprenging í dós-
inni.
Það er samt ástæðulaust að
óttast hana. Sprengingin er ekki
sérlega hættulega, ef þú ert ekki
með andlitið yfir blossanum
sem kemur upp úr dósinni.
Hafðu líka auga á lokinu, ef þú
villt ekki láta það detta á haus-
inn á þér.
Þó að þú berir logandi eld-
spýtu að fullri matskeið af
hveiti, kviknar ekki í því. Ástæð-
an er sú, að nægilegt súrefni
kemst ekki að hveitinu. En ef
hveitinu er þyrlað út í loftið,
eins og þú gerðir í pjátursdós-
inni þegar þú blést í slönguna,
fær hvert hveitikorn miklu betri
aðgang að súrefni loftsins.
Hveitikomin sem lenda í kerta-
loganum tendrast í loga, við það
magnast eldurinn og berst til
fleiri hveitikorna og þannig
koll af kolli. Þetta skeður auð-
vitað með leifturhraða. Loftteg-
undimar sem myndast þegar
o*