Úrval - 01.12.1952, Page 57

Úrval - 01.12.1952, Page 57
NÝJUNGAR 1 VlSINDUM 55 eins kílós af sóti nemur 9000 fer- metrum. Af þessum sökum er sót sérstaklega gott í prentliti og málningu. Sót hefur verið notað sem litarefni í prentliti síðan prent- un hófst. Og árþúsundum áður höfðu kínverjar og egyptar not- að það til að gera óafmáanleg tákn. Elzta egypzka myndletrið á papírus sem við þekkjum er skrifað með sótbleki. Það gefur nokkra hugmynd um hve sótið þekur vel fleti, að eitt kíló af því nægir til að prenta 150.000 dagblaðssíður. I hverj- um prentuðum staf á þessari síðu eru um 10 miljarðar sót- agna, og í punktinum aftan við þessa setningu eru meira en einn miljarður sótagna. Langmest af sótframleiðsl- unni í heiminum fer þó í gúmmí, bæði til að lita það og gera það sterkara. í gúmmívörum sem nú eru framleiddar er að meðaltali 20% sót ef þær eru úr náttúru- gúmmí, en 33% ef þær eru úr gervigúmmí. Þetta er ekki að- eins mikill sparnaður á gúmmí, heldur gerir það t. d. hjólbarða fimm sinnum endingarbetri en ef þeir væru úr hreinu gúmmí. Þegar sótið myndast hanga agnirnar saman í klösum eins og þrúgur á vínviði og eru ýms- ar aðferðir notaðar til að leysa sundur klasana. Sót má framleiða úr öllu sem getur gefið frá sér kolefni við bruna. Myndun þess er undir því komin að bruninn fari fram við ónógt loft. Verð hráefnisins ræður mestu um það hvert þeirra er notað. Terpentína væri t. d. ágætt hráefni í sót, ef hún væri ódýr. Mest er notað jarð- gas og olía og er það gert í geysistórum verksmiðjum, sem einna helzt líkjast olíuhreinsun- arstöðvum. —• Science News Letter. Inntökulyf til getnaðarvarna. Dr. Benjamin F. Sieve, lækn- ir í Boston, skýrir frá því í tímaritinu Science, að af 300 hjónum, sem tilraunir gerðu til getnaðarvarna með nýju inn- tökulyfi hafi 298 haft af því full not. Hinn neikvæði árang- ur hjá tvennum hjónanna ,,hef- ur ekkert vísindalegt gildi“, segir dr. Sieve, því að þau fylgdu ekki settum reglum. Efnið í lyfinu er „phosphoryl- ated hesperidin“. Tilraunir á rottum bentu til að þetta efni gæti orðið nothæft inntökulyf til getnaðarvarna*. Áhrif lyfsins eru þau, að það styrkir himnuna sem er utan um eggið svo að sæðisfruman getur ekki borað sig í gegnum hana til að frjóvga það. Lyfið er alveg meinlaust og má taka það að staðaldri án þess nokkur hætta sé á eitur- áhrifum, segir dr. Sieve. Og það veldur ekki varanlegri ófrjó- * Sjá „Kemiskt efni til getnaðar- varna“, 'Úrval, 1. hefti þ. á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.