Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 90

Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 90
tjRVAL 88 um, bretti niður sokkunum og -dró upp úr honum þunnan seðlabunka. „Hérna,“ sagði hún. „Guð veit að þú þarft enga skamm- byssu, en pabbi þinn þarf að eiga byssu. Þú kemur með hana beint til mín, heyrirðu það ? Ég skal geyma hana. Og ef þú hlýð- ir mér ekki, skal ég láta hann pabba þinn rassskella þig svo duglega, aðþú gleymir því ekki.“ „Já, mamma." Hann tók við peningunum og hljóp niður tröppurnar og yfir garðinn. „Dave! Halló Dave!“ Hann heyrði kallið, en hon- um datt ekki í hug að stanza. „Nei, lagsi!“ * Það fyrsta sem hann gerði þegar hann vaknaði morguninn eftir, var að þreifa undir kodd- ann eftir skammbyssunni. Hann hélt laust um hana í grárri morgunskímunni og fann að honum óx ásmegin. Það var hægt að drepa mann með svona skammbyssu. Drepa hvern sem var, svartan eða hvítan. Ef hann hélt á þessari skamm- byssu, gat enginn troðið honum um tær framar; þeir urðu að taka tillit til hans. Þetta var stór skammbyssa með langt hlaup og þungt skefti. Hann vóg byssuna í hendi sér og furðaði sig á hve hún var þung. Hann hafði ekki farið beint heim eins og móðir hans hafði sagt honum að gera; í stað þess hafði hann slórað úti á akrinum, handleikið byssuna og miðað henni annað veifið á ímyndaðan óvin. En hann hafði ekki hleypt af; hann var hræddur um að faðir hans kynni að heyra það. Auk þess var hann ekki alveg viss um hvernig ætti að hleypa af byssunni. Til þess að komast hjá að af- henda skambyssuna, fór hann ekki heim fyrr en hann var öruggur um að allir væru sofn- aðir. Seinna um nóttina læddist móðir hans að rúminu hans og heimtaði byssuna, en hann lézt í fyrstu ekkert skilja; svo sagðist hann hafa falið byss- una úti og lofaði að koma með hana morguninn eftir. Nú lá hann þarna og handlék hana varlega. Hann opnaði skothólf- ið, tók kúlurnar úr, þuklaði á þeim og setti þær í aftur. Hann smeygði sér fram úr rúminu, tók gamla flónelsrýju upp úr kistu, vafði henni utan- um byssuna og batt hana síð- an hlaðna við bert lærið. Hann fór ekki inn í eldhúsið til þess að fá sér bita. Enda þótt enn væri ekki orðið bjart, hélt hann af stað í áttina til plantekru Jims Hawkins. Um sólarupprás var hann kominn að húsunum, þar sem plógarnir og múlasn- arnir voru hýstir. „Halió, ert það þú, Dave?“ Hann sneri sér við, Jim Hawkins stóð þarna og horfði tortryggnislega á hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.