Úrval - 01.12.1952, Síða 91

Úrval - 01.12.1952, Síða 91
NÆSTUM FULLORÐINN „Hvað ertu að vilja svona snemma?" „Ég hélt að það væri áliðn- ara þegar ég fór á fætur, herra Hawkins. Ég ætlaði að fara að spenna Jenný fyrir og fara út á akrana.“ „Gott. En úr því að þú komst svona snemma, hvernig væri þá að plægja skákina við skógar- jaðarinn?11 „Sjálfsagt, herra Hawkins.“ „Gott. Korndu þér þá að því.“ .Hann spennti Jenný fyrir plóg og hélt af stað yfir akr- ana. Þetta var fínt! Alveg eins og hann hafði óskað sér. Þegar hann kæmi að skóginum, gæti hann skotið af byssunni án þess að nokkur heyrði það. Hann þrammaði á eftir plógn- um, hlustaði á brakið í aktygj- unum og fann hvernig skamm- byssan hékk við lærið. Þegar hann kom að skógin- um plægði hann tvö plóg- för áður en hann afréð að losa skammbyssuna. Loks nam hann staðar, leit í allar áttir, losaði byssuna og hélt á henni í hendinni. Hann sneri sér að múlasnanum og brosti. „Veiztu hvað þetta er, Jenný? Nei, hvernig ættir þú að vita það! Þú sem ert bara múlasni! Þetta er skarnmbyssa, skal ég segja þér, og það er hægt að skjóta með henni, lasm.“ Hann hélt á skammbyssunni í útréttri hendinni. „Nú skal ég 8& sveimér skjóta með henni!“ Hann leit aftur á Jenný. „Hlustaðu nú á, Jenný! Þegar ég þrýsti á þennan gikk, þá máttu ekki verða alveg vitlaus.“ Jenný hengdi hausinn og sperrti stutt eyrun. Dave gekk um tíu metra í burtu, hélt skammbyssunni eins langt frá sér og hann gat og sneri sér undan. Fjandinn hafi það, sagði hann við sjálfan sig, ég er ekk- ert hræddur. Hann hélt laust á byssunni; hann sveiflaði henni til og frá andartak. Svo lokaði hann augunum og þrýsti á gikk- inn. Búmm! Hann fékk hellu fyrir eyrun af hvellinum og hon- um fannst eins og hægri höndin hefði slitnað af. Hann heyrði Jenný hneggja og taka sprett- inn yfir akurinn, sjálfur lá hann á hnjánum með fingurna klemmda milii fótanna. Höndin var dofin, hann stakk henni upp í sig og reyndi að verma hana til þess að draga úr sársaukan- um. Skammbyssan lá við fætur hans. Hann vissi ekki alrnenni- lega hvað hafði komið fyrir. Hann reis á fætur og starði á skammbyssuna eins og hún væri lifandi. Hann nísti tönnum og sparkaði í byssuna. Þú varst næstum búin að handleggs- brjóta mig! Hann fór að skyggnast um eftir Jenný; hún var langt í burtu handan við akurinn, og hún skók hausinn og sparkaði ákaft með aftur- fótunum. „Kyrr, Jenný!“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.