Úrval - 01.12.1952, Side 108
106
ÚRVAL
iunningjum foreldra hans voru
embættisnaenn, og þeir komu
stundum til miðdegisverðar á-
samt konum sínum. Að vísu voru
konur þeirra hvorki eins ungar
né fallegar og þessi, en hún
hafði á sér sama hefðarkonu-
sniðið og þær. Og þar sem hann
hafði unnið tuttugu þúsund
franka, fannst honum það ekki
slæm hugmynd að slá sér svo-
lítið út.
„Mig langar að fara með yð-
ur,“ sagði hann. ,,En þér megið
ekki misvirða það við mig þó
að ég verði ekki lengi. Ég hef
beðið hótelfólkið um að vekja
mig klukkan sjö.“
„Við förum strax og þér ósk-
ið.“
Nikki kunni vel við sig á
Knickerbocker. Hann át fleskið
og eggin með góðri lyst. Þau
drukku saman flösku af kampa-
víni. Þau dönsuðu saman, og
unga konan sagði að hann dans-
aði ljómandi vel. Hann vissi að
hann dansaði ekki illa, en auð-
vitað var gott að dansa við hana.
Hún var létt eins og fis. Hún
lagði vanga sinn að vanga hans,
og þegar augu þeirra mættust
tók hjarta hans viðbragð.
Blökkukona söng með hásri,
lostafullri rödd. Það varð ekki
þverfótað á dansgólfinu.
„Hefur yður nokkurntíma
verið sagt að þér séuð lagleg-
ur?“ spurði hún.
„Ekki minnist ég þess,“ svar-
aði hann og hló. „Hvert í log-
andi,“ hugsaði hann með sér,
„ég held að hún sé orðin bál-
skotin í mér.“
Nikki var ekki sá kjáni að það
færi framhjá honum, að konum
leizt oft vel á hann, og þegar
hún sagði þetta, þrýsti hann
henni fastar að sér. Hún lokaði
augunum og andvarpaði.
„Ég býst ekki við, að það væri
viðeigandi að ég kyssti yður
frammi fyrir öllu þessu fólki.“
„Hverskonar álit haldið þér
að það mundi fá á mér?“
Það var orðið áliðið, og Nikki
fór að ympra á því, að hann yrði
að fara að halda þeim.“
„Ég fer líka,“ sagði hún.
„Viljið þér skjóta mér heim að
hótelinu mínu í leiðinni?"
Nikki borgaði reikninginn.
Hann furðaði sig á hve upphæð-
in var há, en hann var með svo
mikla peninga í vasanum, að
hann hirti ekki um að gera nein-
ar athugasemdir, og þau stigu
upp í bílinn. Hún hjúfraði sig
að honum og hann kyssti hana.
Hún virtist kunna því vel.
„Hver þremilinn,“ sagði hann
við sjálfan sig, „það skyldi þó
aldrei vera hægt að láta eitt-
hvað meira verða úr þessu.“
Hún var að vísu gift kona, en
eiginmaður hennar var í Mar-
okkó, og það var enginn vafi
á því að hún var hrifin af hon-
um. Allt í lagi með það. Satt var
það, að faðir hans hafði varað
hann við að skipta sér af kven-
fólki, en, hugsaði hann með sér,
hann hafði í rauninni aldrei lof-
að því, hann hafði aðeins lofað