Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 9
ÁPENGI I LlKAMANUM
7
unin haldið áfram þangað til
alkóhólmagnið er orðið 14%,
en þá stöðvar alkóhólið sjálft
gerjunina. í sumar víntegundir
er bætt vínanda, allt að 20%.
Ölgerð er líka gerjun, en hrá-
efnið er þar seyði af kornteg-
undum og malt er sett útí til
þess að breyta sterkju í sykur,
sem sveppirnir geta verkað á.
Gerjunin er stöðvuð þegar vín-
andamagnið er orðið 3—6% í
brugginu og oft er þá humall
settur í til bragðbætis. 1 víni
og öli eru steinefni og sum
fjörvi ávaxtanna eða kornsins.
Sterkari drykkir fást með því
að eima gerjaða drykki — kon-
íak úr víni en whisky úr bjór-
bruggi. Með eimingunni fara öll
föst efni, steinefni og fjörvi,
forgörðum. I eimuðum drykkj-
um er oftast 40—50% af vín-
anda.
Þetta verður að nægja um
áfengi á flöskum, aðal við-
fangsefni okkar er að athuga
hvað um það verður í þeim,
sem drekkur. Gagnstætt flest-
um fæðutegundum sýgst það
inn í blóðið án þess að meltast.
Lítill hluti þess fer hægt inn
í blóðrásina úr sjálfum magan-
um, það sem afgangs er held-
ur áfram niður í garnir og
þaðan fljótt og nær því að fullu
inn í blóðið. Áhrif áfengisins
fara ekki að gera vart við sig
fyrr en það berst með blóðinu
upp til heilans. Hve fljótt það
verður og í hve ríkum mæli fer
að miklu leyti eftir því hve mik-
ill matur er í maganum. Fullur
magi veldur því, að áfengi fer
hægar niður í garnirnar og
seinkar þannig áhrifunum og
minnkar þau. Þannig stendur á
því, að einn ,,cocktail“ áfastandi
maga hefur meiri áhrif en þrír
eða fjórir eftir væna máltíð. Á-
fengisþol bendir venjulega á
það, að vel hefur verið tekið til
matar síns á undan. Margir
halda að fita, líkt og ólífuolía,
sé bezta vörnin gegn því, að
menn fari að finna á sér, en í
raun og veru eru sum eggja-
hvítuefni meiri vörn. Nokkur
glös af mjólk veita ágæta vörn
gegn venjulegri samkvæmis-
drykkju.
I sumum drykkjum, sérlega
öli, eru fæðutegundir, sem valda
því, að áfengi sýgst hægar upp.
Ákveðið magn af áfengi hefur
minni áhrif ef það er drukkið í
öli en í eimuðum drykkjum. Aft-
ur á móti flýtir kolsýra fyrir
því, að áfengið komist niður í
garnir og inn í blóðrásina. Þetta
skýrir þá almennu athugun, að
kampavín og önnur freyðivín
„stíga til höfuðs“. Það skýrir
líka þá staðreynd, að sódavatn
með whisky minnkar ertingu á-
fengisins á magann.
Það áfengi, sem sýgst upp frá
meltingarfærunum binzt um
hríð í vef jum líkamans unz það
breytist og hverfur. Nákvæmar
tiltekið blandast það jafnt vatni
líkamans og magn þess í vefj-
unum er í hlutfalli við vatns-
magn þeirra. I blóðinu er um