Úrval - 01.02.1956, Síða 67

Úrval - 01.02.1956, Síða 67
J>að er margt; líkt með barninu <>g öld- ungnum, segir gömul kona, sem lýsir ]>ví hvernig það er — Að verða gamalL Grein úr „Vi“, eftir Gunhild Tcgen. HVERNIG er að verða gam- all? spyr maður í hugs- unarleysi einhvern, þegar hann fyllir háan tug. Eða ef til vill ;sagði ég: „Hvernig er að verða sjötug?" Gamla konan leit á mig og brosti. „Ef þig langar til að vita það, þá komdu seinna. I dag á ég afmæli og það er lít- ið næði.“ Ég kom seinna. Við sátum í sófanum með kaffibakkann á sporöskjulagaða sófaborðinu frá bernskuheimili hennar. Það var hún sem talaði. „Já, ég er að verða gömul. Það finnast mörg merki þess önnur en daga- og ártal. í dag eru 99 ár síðan faðir minn fædd- ist —- ég man enn afmælisdag- inn hans, en þó auðvitað ekki á sama hátt og fyrr. Það er sagt um háaldrað fólk, að það gangi í barndóm. Það er rétt, að afturförin gerir okkur lík börnum. Við glötum þeirri leikni, sem við áunnum okkur í byrjun lífsins með látlausri æf- ingu og þjálfun. Nú reitir tím- inn af okkur þessa leikni hægt en örugglega. Undrandi veitir maður því athygli, að orð Pré- dikarans og veraldarvizkunnar eru rétt: maður verður bam að nýju í óhugnanlegri skop- stælingu á fálmi barnsins: vax- andi klaufaháttur í stað vaxandi leikni barnsins. Ég glopra nú úr höndum mér oftar en áður. Hendurnar hafa glatað næmi sínu og lipurð. Skeiðin dettur á gólfið, þegar ég ætla að taka hana. Gröm í lund verð ég að beygja mig nið- ur til að taka hana upp. En það er erfiðara að beygja sig en áður og tekur lengri tíma. Öll störf mín ganga hægar. Sama máli gegnir um minnið. Mannanöfn fara í felur, og ég þarf lengi að leita að orðrun, sem áður lágu mér laus á tungu. Hvað heitir læknirinn, sem bjargaði lífi dóttur minnar? Hvernig hef ég getað glejnnt því? Ég verð að grafa það upp — fara á spítalann og spyrja þar . . . Það tekur tíma. En ég lofaði honum bók. Hann get- ur ekki vitað að ég hafi ekki gleymt loforði mínu, heldur að- eins nafni hans. Hin daglegu störf ganga greiðar, þau eru venjubundin — heimilisstörfin minna á sig:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.