Úrval - 01.08.1956, Side 9
EÐLISSKYN BARNSINS A UNDUR HEIMSINS
T
verið vaktar — fegurðarskynið,
forvitnin andspænis öllu nýju
og óþekktu, samúð, meðaumkun,
aðdáun eða ást — þá viljum við
öðlast þekkingu á því sem vakti
tilfinningar okkar. Og þegar
hún er fengin, öðlast hún varan-
legt gildi. Það er meira um vert
að ryðja barninu leið til þess að
vilja vita heldur en að mata
það á staðreyndum, sem það er
ekki enn fært um að melta.
Það er margt sem þú getur
gert fyrir barnið þitt, þó að
þér finnist þekking þín á nátt-
úrunni lítil, Hvar sem þú ert
með því og hversu lítill sem
þekkingarforði þinn er, þá get-
urðu liorft með því til himins
— skoðað með því fegurð sólar-
upprásar og sólarlags, far
skýjanna og stjörnur nætur-
innar. Þið getið hlustað á vind-
inn, hvort heldur hann þýtur
hátignarlega í krónum skógar-
trjánna eða syngur margraddað
við upsir hússins — það leysir
á undursamlegan hátt hugsanir
úr læðingi. Þú getur látið regn-
ið væta andlit þitt og hugsað
xun ferðalag þess, hinar mörgu
myndbreytingar þess, úr vatni í
gufu og úr gufu í regn, er síðan
leitar aftur til upphafs síns.
Jafnvel þó að þú sért borgar-
búi, geturðu alltaf fundið ein-
hvern stað, opið svæði, þar sem
þú getur fylgzt með dularfull-
um ferðum farfuglanna og
breytileik árstíðanna. Og með
barni þínu geturðu hugleitt
leyndardóm frækornsins, jafn-
vel þó að þú látir það spíra í
litlum potti í eldhúsglugganum.
Að kanna náttúruna með
barni sínu er að miklu leyti í því
fólgið að skynja af næmleik allt
sem í kringum mann er, að læra
aftur að nota augu, eyru, nas-
ir og fingur, að opna skilning-
arvitin, sem sljóvgast hafa af
notkunarleysi, fyrir nýjum á-
hrifum.
Flest öðlumst við þekkingu á
umhverfi okkar gegnum sjón-
ina, samt horfum við í kring-
um okkur svo sljóum augum,
að segja má að við séum hálf-
blind. Eitt ráð til þess að opna
augu okkar fyrir fegurð, sem
við höfum ekki gefið gaum, er
að spyrja sjálfan sig: „Hvernig
væri ef ég hefði aldrei séð þetta
fyrr? Hvernig væri ef ég sæi
þetta aldrei framar?“
Ég minnist sumarnætur þeg-
ar þessi hugsun greip mig sterk-
um tökum. Það var heiðbjört
nótt en tunglskinslaus. Ég fór
með vinkonu minni út á flatt
nes, sem var næstum eyja,
tengt við land með örmjóu
eiði. Þar er sjóndeildarhring-
urinn víður, það er eins og brún
hans nemi við yztu mörk geims-
ins. Við lögðumst á bakið og
horfðum upp í himininn, á þær
milljónir stjarna sem tindruðu
í myrkrinu. Það var blíðalogn
og við heyrðum í hljóðduflinu
langt fyrir utan víkina. Öðru
hvoru barst til okkar ómur af
mannamáli handan yfir víkina.
Ljós loguðu í nokkrum sumar-