Úrval - 01.08.1956, Síða 9

Úrval - 01.08.1956, Síða 9
EÐLISSKYN BARNSINS A UNDUR HEIMSINS T verið vaktar — fegurðarskynið, forvitnin andspænis öllu nýju og óþekktu, samúð, meðaumkun, aðdáun eða ást — þá viljum við öðlast þekkingu á því sem vakti tilfinningar okkar. Og þegar hún er fengin, öðlast hún varan- legt gildi. Það er meira um vert að ryðja barninu leið til þess að vilja vita heldur en að mata það á staðreyndum, sem það er ekki enn fært um að melta. Það er margt sem þú getur gert fyrir barnið þitt, þó að þér finnist þekking þín á nátt- úrunni lítil, Hvar sem þú ert með því og hversu lítill sem þekkingarforði þinn er, þá get- urðu liorft með því til himins — skoðað með því fegurð sólar- upprásar og sólarlags, far skýjanna og stjörnur nætur- innar. Þið getið hlustað á vind- inn, hvort heldur hann þýtur hátignarlega í krónum skógar- trjánna eða syngur margraddað við upsir hússins — það leysir á undursamlegan hátt hugsanir úr læðingi. Þú getur látið regn- ið væta andlit þitt og hugsað xun ferðalag þess, hinar mörgu myndbreytingar þess, úr vatni í gufu og úr gufu í regn, er síðan leitar aftur til upphafs síns. Jafnvel þó að þú sért borgar- búi, geturðu alltaf fundið ein- hvern stað, opið svæði, þar sem þú getur fylgzt með dularfull- um ferðum farfuglanna og breytileik árstíðanna. Og með barni þínu geturðu hugleitt leyndardóm frækornsins, jafn- vel þó að þú látir það spíra í litlum potti í eldhúsglugganum. Að kanna náttúruna með barni sínu er að miklu leyti í því fólgið að skynja af næmleik allt sem í kringum mann er, að læra aftur að nota augu, eyru, nas- ir og fingur, að opna skilning- arvitin, sem sljóvgast hafa af notkunarleysi, fyrir nýjum á- hrifum. Flest öðlumst við þekkingu á umhverfi okkar gegnum sjón- ina, samt horfum við í kring- um okkur svo sljóum augum, að segja má að við séum hálf- blind. Eitt ráð til þess að opna augu okkar fyrir fegurð, sem við höfum ekki gefið gaum, er að spyrja sjálfan sig: „Hvernig væri ef ég hefði aldrei séð þetta fyrr? Hvernig væri ef ég sæi þetta aldrei framar?“ Ég minnist sumarnætur þeg- ar þessi hugsun greip mig sterk- um tökum. Það var heiðbjört nótt en tunglskinslaus. Ég fór með vinkonu minni út á flatt nes, sem var næstum eyja, tengt við land með örmjóu eiði. Þar er sjóndeildarhring- urinn víður, það er eins og brún hans nemi við yztu mörk geims- ins. Við lögðumst á bakið og horfðum upp í himininn, á þær milljónir stjarna sem tindruðu í myrkrinu. Það var blíðalogn og við heyrðum í hljóðduflinu langt fyrir utan víkina. Öðru hvoru barst til okkar ómur af mannamáli handan yfir víkina. Ljós loguðu í nokkrum sumar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.