Úrval - 01.08.1956, Page 10

Úrval - 01.08.1956, Page 10
8 ÚRVAI, bústöðum. Annars var ekkert sem minnti á mannlíf; við lags- konurnar vorum einar með stjörnunum. Ég hef aldrei séð þær fallegri: þokukennda vetr- arbrautina yfir þveran himin- inn, skýr stjörnumerkin, bjarta plánetu nærri sjóndeildar- hringnum. Einu sinni eða tvisv- ar lýsti af braut loftsteins á leið gegnum gufuhvolfið. Mér flaug í hug, að ef þessi sjón sæist aðeins einu sinni eða tvisvar á öld, mundi þetta nes vera þéttskipað áhorfendum. En hún mætir auganu ótal sinnum á ári hverju, og þessvegna log- uðu ijósin í sumarbústöðunum og þeir sem inni sátu létu sig engu skipta fegurð himinsins; og vegna þess að þeir geta séð hana næstum hvaða kvöld sem er, munu þeir aldrei sjá hana. Reynslu af þessu tagi, þegar hugsanirnar losna úr viðjum og spanna víddir geimsins, er hægt að deila við barn, jafnvel þó að maður þekki ekki nafn á nokk- urri stjörnu. Og svo er það hinn smágerði heimur, sem okkur sést alltof oft yfir. Mörg börn taka eftir því sem er smátt og lætur lítið yfir sér, ef til vill vegna þess að þau eru sjálf lítil og nær jörðinni en við. Af þessum sök- um er auðvelt fyrir okkur að njóta með þeim þeirrar fegurð- ar, sem við förum oftast á mis við af því að okkur sést yfir hana. Mörg fegurstu handar- verk náttúrunnar eru smágerð, eins og allir vita sem horft hafa á snjókorn gegnum stækk- unargler. Stækkunargler sem kostar að- aðeins nokkra tugi króna getur opnað þér nýjan heim. Horfðu með barni þínu á hversdagslega hluti, sem þú gafst áður lítinn gaum. Nokkur sandkorn geta litið út eins og glitrandi gim- steinar rósrauðir eða kristals- tærir, eða eins og gljáandi tinnu- perlur. Að horfa á mosató í gegnum stækkunargler er eins og að horfa inn í þéttan frumskóg þar sem skordýr á stærð við tígrisdýr stjálda um milli und- arlega lagaðra, laufmikilla trjáa. I smágerðum vatnagróðri eða þaragróðri, sem látinn er í glas og skoðaður undir stækk- unargleri má sjá hinar furðu- legustu dýrahjarðir, og það er hægt að una klukkutímum sam- an við að virða fyrir sér hátt- erni þeirra. Blóm eða brum- knappar á trjám eða hvaða smávera sem er birtir okkur ó- venjulega fegurð og margbreyti- leik þegar við yfirstígum með hjálp stækkunarglersins þau takmörk, sem stærðarmæli- kvarði mannsins setur okkur. Það geta fleiri skilningarvit en sjónin opnað okkur leið til nýrra uppgötvana, sem við geymum í þakklátu minni. Hinn rammi þefur úr reykháfi sum- arbústaðarins snemma morg- uns hefur kitlað nasir okkar Rogers og veitt okkur unað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.