Úrval - 01.08.1956, Page 12
10
ÚRVAL
reyna að finna leikendurna. Ef
til vill dregst þú skref fyrir
skref að runna þaðan sem þú
heyrir þrálátt tíst með svo
hárri sveiflutíðni að eyra þitt
greinir það naumast. Að lokum
rekur þú tístið til örsmárrar líf-
veru með Ijósgrænan bol og
vængi jafnhvíta og efnisvana
og tunglskin. Eða þú heyrir
einhvers staðar frá garðstígn-
um glaðlega smelli, gamalkunn-
ugt hljóð, sem minnir þig á
snark í eldi. Þú beinir ljósinu
niður og sérð svarta cricket-
bjöllu skjótast inn í grasið.
Mestu seiðmagi er gæddur
söngur álfabjölluhringjarans,
eins og ég kalla hann. Ég hef
aldrei fundið hann, og ég er ekki
viss um að ég kæri mig um að
finna hann. Rödd hans — og
eflaust hann sjálfur líka — er
svo fíngerð, svo ójarðnesk, að
bezt fer á að hann sé ósýnilegur
áfram eins og hann hefur verið
öll þau kvöld sem ég hef leitað
hans. Einmitt svona hljómur
hlýtur að vera í bjöllu, sem
dinglar í hendi lítils blómálfs,
ólýsanlega tær og glitrandi, svo
lágur, svo nærri mörkum þess
að eyrað nemi hann ekki, að
ég held niðri í mér andanum
þegar ég beygi mig niður að
grasinu þar sem þessi álfabjalla
klingir.
Nóttin er líka hinn rétti tími
til að hlusta á aðrar raddir,
köll farfuglanna á norðurleið
á vorin og á suðurleið á haustin.
Farðu með barnið þitt út á
kyrru októberkvöldi og finndu
stað fjarri skarkala umferðar-
innar. Stattu síðan kyrr og
hlustaðu eftir röddum himinsins
uppi yfir þér. Brátt munu eyru
þín greina fjarlæg hljóð hvellt
tíst, dillandi kvak og kallmerki.
Þetta eru raddir farfuglanna,
sem með köllum sínum virðast
halda sambandi við tegunda-
systkini sín, sem dreifð eru um
loftin. Ég heyri aldrei þessi köll
án þess að í brjósti mér vakni
margvíslegar tilfinningar af ó-
líkum toga — hugboð um fjar-
lægar auðnir, samúðarfull vit-
und um lítið líf, er lýtur stjórn
afla, sem eru ofar vilja og neit-
un, undrun og aðdáun yfir hinni
óskeikulu ratvísi, sem maðuiinn
hefur enn ekki fundið neina
skýringu á.
I því sem ég hef sagt hér að
framan hef ég verið fáorð um
þá hliðina sem snýr að heit-
um fugla, skordýra, bergs,
stjarna eða annars þess, lifandi
eða lífvana, sem byggir með
okkur þennan heim. Auðvitað
er alltaf þægilegt að gefa nafn
því, sem vekur áhuga okkar.
En þetta er annað viðfangsefni,
auðleyst hverjum þeim sem hef-
ur sæmilega glöggt auga og
ráð á að eignast þær handbæk-
ur sem fáanlegar eru um þessi
efni.
Ég held að gildi þess leiks
að læra að þekkja heiti náttúr-
unnar sé mikið undir því komið
hvernig hann er leikinn. Ef
hann verður takmark í sjálfu