Úrval - 01.08.1956, Síða 12

Úrval - 01.08.1956, Síða 12
10 ÚRVAL reyna að finna leikendurna. Ef til vill dregst þú skref fyrir skref að runna þaðan sem þú heyrir þrálátt tíst með svo hárri sveiflutíðni að eyra þitt greinir það naumast. Að lokum rekur þú tístið til örsmárrar líf- veru með Ijósgrænan bol og vængi jafnhvíta og efnisvana og tunglskin. Eða þú heyrir einhvers staðar frá garðstígn- um glaðlega smelli, gamalkunn- ugt hljóð, sem minnir þig á snark í eldi. Þú beinir ljósinu niður og sérð svarta cricket- bjöllu skjótast inn í grasið. Mestu seiðmagi er gæddur söngur álfabjölluhringjarans, eins og ég kalla hann. Ég hef aldrei fundið hann, og ég er ekki viss um að ég kæri mig um að finna hann. Rödd hans — og eflaust hann sjálfur líka — er svo fíngerð, svo ójarðnesk, að bezt fer á að hann sé ósýnilegur áfram eins og hann hefur verið öll þau kvöld sem ég hef leitað hans. Einmitt svona hljómur hlýtur að vera í bjöllu, sem dinglar í hendi lítils blómálfs, ólýsanlega tær og glitrandi, svo lágur, svo nærri mörkum þess að eyrað nemi hann ekki, að ég held niðri í mér andanum þegar ég beygi mig niður að grasinu þar sem þessi álfabjalla klingir. Nóttin er líka hinn rétti tími til að hlusta á aðrar raddir, köll farfuglanna á norðurleið á vorin og á suðurleið á haustin. Farðu með barnið þitt út á kyrru októberkvöldi og finndu stað fjarri skarkala umferðar- innar. Stattu síðan kyrr og hlustaðu eftir röddum himinsins uppi yfir þér. Brátt munu eyru þín greina fjarlæg hljóð hvellt tíst, dillandi kvak og kallmerki. Þetta eru raddir farfuglanna, sem með köllum sínum virðast halda sambandi við tegunda- systkini sín, sem dreifð eru um loftin. Ég heyri aldrei þessi köll án þess að í brjósti mér vakni margvíslegar tilfinningar af ó- líkum toga — hugboð um fjar- lægar auðnir, samúðarfull vit- und um lítið líf, er lýtur stjórn afla, sem eru ofar vilja og neit- un, undrun og aðdáun yfir hinni óskeikulu ratvísi, sem maðuiinn hefur enn ekki fundið neina skýringu á. I því sem ég hef sagt hér að framan hef ég verið fáorð um þá hliðina sem snýr að heit- um fugla, skordýra, bergs, stjarna eða annars þess, lifandi eða lífvana, sem byggir með okkur þennan heim. Auðvitað er alltaf þægilegt að gefa nafn því, sem vekur áhuga okkar. En þetta er annað viðfangsefni, auðleyst hverjum þeim sem hef- ur sæmilega glöggt auga og ráð á að eignast þær handbæk- ur sem fáanlegar eru um þessi efni. Ég held að gildi þess leiks að læra að þekkja heiti náttúr- unnar sé mikið undir því komið hvernig hann er leikinn. Ef hann verður takmark í sjálfu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.