Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 15
GETURÐU FYRIRGEFIÐ PABBA ?
13
ég að þér þar sem þú varst í
boltaleik með félögum þínum.
Þú varst með göt á hæíunum.
Ég auðmýkti þig í viðurvist fé-
laga þinna með því að skipa
þér að koma með mér heim.
„Sokkar eru dýrir. Þú verður
ekki svona mikill jarðvöðull þeg-
ar þú ferð að kaupa þá sjálfur.
Mundu það sem pabbi þinn hef-
ur sagt!“
Manstu þegar þú læddist
seinna um kvöldið inn í dagstof-
una þar sem ég sat og var að
lesa blöðin? Þú gekkst svo
hljóðlega, með afsökun í aug-
unum, en ég leit aðeins upp úr
blaðinu og var óþolinmóður af
því að verða fyrir ónæði og
hreytti í þig: „Hvað viltu nú?“
Þú mæltir ekki orð, komst
bara hlaupandi til mín og vafðir
handleggjunum um hálsinn á
mér og kysstir mig, og í faðm-
lagi þínu var svo einlæg fyrir-
gefning, að engin vanræksla var
henni ofvaxin. Svo trítlaðir þú
hljóðlega upp stigann og inn í
herbergið þitt.
Litli hnokkinn minn! Það var
rétt á eftir, sem blaðið féll úr
höndum mér og hinn skelfilegi
ótti greip mig. Hvað hafði van-
inn eiginlega gert úr mér? Van-
inn að ávíta og vera með að-
finnslur, hann var laun mín til
þín fyrir það að þú ert barn.
Það er ekki vegna þess að mér
þyki ekki vænt um þig; heldur
vegna þess að ég krefst of mik-
ils af þér. Ég hef mælt þig á
mælikvarða fullorðinna.
Það er svo margt gott og göf-
ugt og einlægt í fari þínu. Litla
hjartað þitt er svo gjöfult, svo
laust við smámunasemi — það
sýndir þú mér glöggt þegar þú
komst inn til mín til að bjóða
mér góða nótt með kossi, þrátt
fyrir það sem á undan var geng-
ið. Fullur blygðunar stend ég
nú við rúm þitt í myrkrinu.
Það er fátækleg yfirbót, ég
veit þú mundir ekki skilja þetta
ef ég segði þér það þegar þú
ert vakandi. En á morgun
skal ég vera þér góður faðir.
Ég skal leika við þig, hryggjast
þegar þú hryggist og gleðjast
þegar þú gleðst. Ég skal bíta á
vörina, ef einhver óþolinmóð
orð ætla að hrjóta mér af tungu,
og ég skal sífellt endurtaka við
sjálfan mig: hann er bara
drengur, lítill drengur.
Ég er hræddur um að ég
hafi litið á þig sem fullorðinn
mann. Og þó — eins og ég sá
þig, sonur minn, þar sem þú
lást í hnypri í rúmi þínu, þreytt-
ur eftir önn dagsins, sé ég að
þú ert ennþá barn. Var það ekki
í gær sem þú hvíldir í örmum
móður þinnar? Ég hef krafist
of mikiis, alltof mikils.