Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 22

Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 22
20 ÚRVAL hana eins og út í djúpt vatn, og sanngöfugir voru menn í til- finningum sínum ef þeir komu aldrei upp aftur en dóu af henni. Táldregnar yngismeyjar fengu allar tæringu; yngissveinar sem báru vonlausa ást í brjósti, féllu í styrjöldum, fóru í hundana eða dóu úr berklum. Skækjan var í eðli sínu göfuglynd vera, sem bar í brjósti leynda ástar- sorg og var barmafull af þeim ástríðum, sem borgaralegar eig- inkonur skorti •— eða átti að skorta samkvæmt siðalögmál- inu. Þrátt fyrir kvenréttindi, frjálslyndi og Kinseyskýrslur hefur hin mikla ást ekki breytzt að marki síðan þá. Við tökum málin tæpast eins hátíðlega og afar okkar og ömmu, en berum sömu virðingu fyrir hugtakinu og höfum jafnóljósar hugmynd- ir um orsakasamhengið og þau. 1 kvikmyndum og vikublöðum, í Ijóðum og auglýsingum er hin mik'ia ást enn óskýranlegt nátt- úruafl. líkt og stríð og jarð- skjáifti. En eitt er breytt: í stað þess að á tímum afa og ömmu var ástin munaður, ætl- uð söguhetjum og skáldum ein- um, er hún nú orðin lýðræðis- leg. Hin mikla ást er nú talin jafnnauðsynleg á heimili ungra hjóna og ísskápur og hrærivél. Hún er sem sé orðinn réttur sem allir eiga kröfu á að kynn- ast. Spurningin er svo, hvernig þeim rétti verði fullnægt. Aug- lýsingamenn segja okkur, að nægilegt sé að nota rétt tann- krern, bera rétt smyrsl í hárið og nota lykteyðandi sápu þrisv- ar á dag. Þær konur, sem þykj- ast hafa vit á rnálinu, eru í rauninni sömu skoðunar, þegar þær segja, að beinasta leið að hjarta mannsins sé gegnum hor- móna hans, og að rétt hagræð- ing þess, sem samtíðin telur að feli í sér kvenlegan yndisþokka — brjóst, mjaðmir, fætur, var- ir, hár o. s. frv. •— geti alltaf sigrað hvaða karlmann sem er. Hversdagslegar staðreyndir sýna þó hið gagnstæða — ytri fegurð getur dregið að sér at- hyglina, en það nægir ekki. Sú kona, sem margir telja að mest viti um ástina, Marlene Diet- rich, hefur látið í ljós skoðun sína, og hún ristir óneitanlega nokkuð dýpra. ,,Það sem mað- urinn leitar að hjá konunni," segir hún, ,,er draumadís hans sjálfs. Hyggin kona reynir að komast að því, hvernig sú draumadís er og líkjast henni. Sú mynd, sem maðurinn ber í huga af ástmey sinni, er á- stæðan til þess að hann elsk- ar hana.“ Það er sem sé til margskonar ást. Skoðun Mar- lene kemur raunar vel heim við skoðun margra sálfræðinga. Einn helzti sálfræðingur Banda- ríkjanna, dr. Edmund Bergler, fullyrðir, að menn verði aldrei fyrirvaralaust ástfangnir. Hin mikla ást er að áliti dr. Berglers afleiðing andlegra erfiðleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.