Úrval - 01.08.1956, Side 26
24
ÚRVAL
á það. Sjúklingurinn stendur
(eða liggur) milli röntgentæk-
isins og spjaldsins. Geislarnir
fara í gegnum hann og falla á
spjaldið og kemur þar fram
skuggmynd. af líffæragerð hans.
Myndin er Ijósdauf, en röntgen-
læknamir verða að láta sér það
nægja. Það væri að vísu hægt
að nota sterkari geisla til þess
að fá bjartari mynd, en þeir
gætu orðið skaðlegir heilsu
sjúklingsins, að ekki sé talað um
röntgenlækninn. Hann verður
því að notast við þessar Ijós-
daufu myndir, en til þess að
hafa sem fyllst gagn af þeim,
verður hann að vera í myrkri
15—30 mínútur áður en hann
skoðar sjúklinginn, meðan aug-
un eru að venjast myrkrinu.
Morgan prófessor ræddi þetta
vandamál við eðlisfræðing,
Sturm að nafni, og komu þeir
sér saman um að reyna að
leysa vandann með ljósmögnun
með hjáln rafeindatækni. Árið
1950 höfðu þeir gert fyrsta
tækið. Með því að tengja sjón-
varpsmyndavél við flórsjána og
nota safngler til þess að nýta
birtuua sem bezt, tókst þeim að
fá bjartari mynd á flórspjaldið
en áður hafði fengizt.
Með þessu nýja tæki var hægt
að nota miklu veikari röntgen-
geisla en áður, og skoðunin gat
staðið lengur án þess sjúklingn-
um væri hætta búin. Sjónvarps-
myndavélinni var komið fyrir
þar sem augu læknisins höfðu
áður verið, en læknirinn gat
verið með myndsjána í öðru
herbergi, fjarri áhrifum geisl-
anna.
Þeir félagar héldu áfram að
endurbæta tæki sitt og í desem-
ber 1951 var í fyrsta skipti tek-
in kvikmynd af starfsemi melt-
ingarfæranna með aðstoð Lumi-
consins; vegna þess að hægt er
að fá bjartar myndir með veik-
ari geislum en áður, er hægt að
taka myndir á nógu skömmum
tíma fyrir kvikmyndun. Þessar
kvikrnyndir af starfsemi melt-
ingarfæra, hjarta og annarra
líffæra, sem hreyfast, hafa þeg-
ar komið að miklum notum við
kennslu, rannsóknir og jafnvel
sjúkdómsgreiningu.
Þó að læknisfræðin hafi verið
efst í huga þeirra félaga þegar
þeir fundu upp Lumiconinn, var
þeim báðum Ijóst, að hann
mundi verða til margs fleira
nytsamlegur. John D. Strong,
prófessor í stjarneðlisfræði og
veðurfræði hvatti þá til að reyna
hann á fleiri sviðum. Eina
tunglskinslausa nótt árið 1954
fóru þeir félagar og dr. Strong
með magnarann 15 mílur norð-
vestur frá Baltimore, þar sem
ekki bar neina birtu frá borg-
inni og engin ljós voru í ná-
grenninu. Það var aðeins birta
frá stjörnunum. Um 100 metra
frá þeim stað þar sem þeir
komu myndavélinni fyrir var
lítið hús. Ekki var unnt að
greina það með berum augum.
En þegar vélinni var beint að
húsinu og magnarinn settur í