Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
augu af ljómanum frá þeim
vagni, en clóttir hennar, sem er
heitbundin fátækum manni,
fyrrverandi stjörnufræðingi,
sem missti sjónina í stríðinu,
lætur heillast af syni jarðfræð-
ingsins, svo að litlu munar að
hún sé numin á brott í hinum
gyllta vagni. En samúðarrík
mannslund Maryu sigrar að lok-
um í hinni ungu stúiku.
Hinir nýju ferðamenn í gull-
vögnunum eru ef til vill ekki
margir, en þeir ferðast hátt yf-
ir hinum aurblautu vegum, sem
Maryur þjóðarinnar þramma
eftir; jarðfræðingurinn er ekki
lifandi forngripur, en gallar
hans eru gallar nýrra lífshátta,
sem ekki eru ósvipaðir hinum
gömiu. Samt er leikritið annað
og meira en gagnrýni á hégóma-
girni og félagslegum ójöfnuði
hins nýja skipulags. Ef til vill
er gullvagninn einnig skraut-
vagn fyrir metnað Stalínistans,
þar á meðal fyrir draum hans
um jarðfræðilega gerbreytingu
landsins, en stjöi'nufræðingur-
inn hinn fátæki, stríðsmerkti
veruleiki.
Sonur jarðfræðingsins er mið-
lungsmaður af þeirri mannteg-
und sem tíð er í nútímaskáld-
skap Sovétrithöfunda. Oft eru
það börn ekki aðeins áhrifa-
mikilla flokksmanna, heldur
einlægra kommúnista og
hugsjónaríkra baráttumanna.
Vandamálið, sem Turgenjev
tók fyrir í Feðrum og sonum,
er enn á dagskrá. Frá sjónar-
miði sanntrúaðra er þetta furðu-
leg staðreynd, því hún er í beinni
andstöðu við kenninguna um
áhrif samfélagsins á einstakl-
inginn. I þessum nýju skáldsög-
um er berum orðum sagt og á
því hamrað, að alltaf hafi verið
til vondir menn og góðir. Þorp-
arinn er oft á þeim aldri og
þannig settur, að hann hefur
notið til fulls þeirrar menntun-
ar, sem Sovétríkin láta þegnum
sínum í té, en kjarnafólkið í
sögunni var aftur á móti full-
þroska fyrir byltinguna. Nýr
mannúðlegur þáttur hefur feng-
ið þegnrétt í bókmenntunum
og um leið hefur viðhorfið til
lífsins og mannlegra samskipta
breytzt. Lífið er ekki lengur
einungis í þjónustu hins sam-
virka þjóðfélags, og löngun til
persónulegs lífs þarf ekki endi-
lega að vera sprottin af borg-
aralegri eigingirni. Vinátta og
ást eru leyfileg án þess að þau
séu virkt til að þjóna samfé-
laginu eða hvöt til starfa. Jafn-
vel náttúruna er leyfilegt að
elska vegna þess sem hún er,
en ekki einungis af þjóðrækni.
Það er rétt að boðskapurinn
er enn byrði á þessum sögum
síðustu ára og að þær eru dá-
lítið tilgerðarlegar fyrir okkar
smekk. En við verðum að taka
tillit til þess, að síðan á dögum
Tolstoj hafa sögur, sem flytja
boðskap verið vinsælar í Rúss-
landi. Tolstoj hélt því fram, að
formið ætti að vera efninu und-
irgefið, og að einungis hinn sið-