Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 37
NOTKUN PÚKALYFJA VIG GEYMSLU MATVÆLA
35
Tilraunir voru gerðar á
hökkuðum fiski — lúðu, laxi
og löngu — sem haldið var við
0° hita. Þegar hitinn var hækk-
aður, þótti ekki væri nema upp
í 2—3°, urðu örar skemmdir á
fiskinum. En ef ögn af aure-
omycini var sett saman við, var
bæði lykt og bragð ferskt eftir
14 daga geymslu. Samskonar
tiiraun var gerð með hakkað
nautakjöt, sem þolir illa
geymslu. Það var sem nýtt eft-
ir þrjár vikur.
En hvernig var hægt að koma
við notkun aureomycins um
borð í fiskibátunum, meðan fisk-
urinn var glænýr? Sá vandi var
leystur þannig, að því var
blandað saman við skelísinn,
sem fiskurinn var geymdur í
um borð í bátnum. Tilraunir
sýndu, að svo lítið af aure-
omycini var í fiskinum eftir að
hann hafði verið matreiddur,
að maður hefði þurft að borða
10 lestir á einum sólarhring til
að fá í sig eins dags meðal-
skammt af aureomycini.
í fiskiðnaðinum fengu menn
undir eins áhuga á þessum til-
raunum, og á hans vegum voru
gerðar víðtækar tilraunir sum-
urin 1954 og 1955. Af því að hér
var um tilraunastarfsemi að
ræða, var ekkert af fiskinum
sett á markað. En fiskiðnfræð-
ingar eru sannfærðir um, að
undir eins og heilbrigðisyfir-
völdin hafa gefið leyfi til þess
að þessi geymsluaðferð verði
upp tekin, muni nýir markaðir
opnast fyrir margskonar fisk-
meti.
Sem dæmi má nefna kónga-
laxinn, sem veiðist við Kyrra-
hafsströndina norðvestanverða.
Þeir sem til þekkja segja, að
til þess að hið ljúffenga bragð
hans njóti sín til fulls, verði
helzt að borða hann áður en
tólf tímar eru liðnir frá löndun
hans. í fyrra sumar var gerð
tilraun til að geyma hann í
aureomycin-ís. Síðla dags í
ágúst kom fiskimaður að landi
nyrzt í Washingtonríki við
Kyrrahafsströnd með átta ný-
veidda kóngalaxa. Fjórir þeirra
voru ísaðir í kassa á venjuleg-
an hátt, en fjórir settir í aure-
omycin-ís.
Sextán dögum síðar komu
þessir kassar með vöruflutn.
ingalest til matvælarannsóknar-
stofu í Princeton í New Jersey
á austurströnd Bandaríkjanna.
„Þeir fiskar sem geymdir voru
í venjulegum ís,“ segir í skýrslu
rannsóknarstofunnar, „höfðu
tapað lit, lyktin af þeim var
slæm og bragðið einnig.“ En
fiskarnir, sem geymdir höfðu
verið í aureomycin-ís voru eins
og nýir, bæði að útliti og bragði.
Við háskóla Ohio-ríkis fengu
menn einnig áhuga á tilraunum
dr. Tarrs. Hópur vísindamanna
hafði þar unnið að rannsóknum
á orsökum skemmda í kjöti og
höfðu þeir einangrað 92 teg-
undir baktería, sem þeir töldu
að ættu höfuðsökina. Þeir kom-
ust að raun um, að aureomjæin,